Stefnir á að spila á gítarinn í fimmtíu kirkjum víðsvegar um landið Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. júní 2019 21:45 Hugi Garðarsson, rúmlega tvítugur maður, ætlar að ganga hringi í kringum landið til styrktar krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ná einum degi þar sem hann brýtur 100 kílómetra múrinn og að spila á gítarinn í 50 mismunandi kirkjum. Hugi gerir ráð fyrir því að vera um 100 daga á leiðinni, heimsækja 70 sveitarfélög og ganga 3000 til 3500 kílómetra. Hann gengur með allt dótið sitt í hjólbörum. „Með hjólbörum get ég alveg verið með tvöfalt meira en hver annar göngumaður. Ég er með gítar, tölvu, heimalærdóm, bækur, kort, nótur, sex lítra af vatni, svefnpoka, tjald og dýnu. Svo mun ég finna helling af fríu dóti út fyrir veginn,“ segir hann.Með spegil á hjólbörunum til að auðvelda göngunaHugi labbar í minningu ömmu sinnar sem lést úr krabbameini árið 2014. Honum fannst gott að hafa tilgang með ferðalaginu og vonast til að fólk hringi í söfnunarsímann og styrki málefnið. Hann segist hlakka til ferðalagsins enda ekki í fyrsta sinn sem hann leggur upp í slíka ferð. Hann labbaði fyrir ári þjóðveg eitt með gítarinn á bakinu. „Svo þegar ég kom til Akureyrar þá fékk ég þá snilldar hugmyndin, sá Húsasmiðjuna, setti allan farangurinn í það og labbaði til Reykjavíkur á átta dögum,“ segir hann.Ég sé að þú ert líka með spegill á hjólbörunum, hvað gerir hann fyrir þig?Hann gerir það auðveldara að labba með umferðinni. Ég þarf ekkert að snúa mér til hliðar eða horfa til hliðanna og missa jafnvægið. Ég get bara séð hvort einhver bíll sé að koma, ef það er til dæmis bíll á móti bílnum sem ég sé að er að koma. Þá fer ég bara út fyrir kant. Já, þetta var frír spegill sem ég fann fyrir utan Akureyri. Guðsending,“ segir hann glaður í bragði. Heilbrigðismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Hugi Garðarsson, rúmlega tvítugur maður, ætlar að ganga hringi í kringum landið til styrktar krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ná einum degi þar sem hann brýtur 100 kílómetra múrinn og að spila á gítarinn í 50 mismunandi kirkjum. Hugi gerir ráð fyrir því að vera um 100 daga á leiðinni, heimsækja 70 sveitarfélög og ganga 3000 til 3500 kílómetra. Hann gengur með allt dótið sitt í hjólbörum. „Með hjólbörum get ég alveg verið með tvöfalt meira en hver annar göngumaður. Ég er með gítar, tölvu, heimalærdóm, bækur, kort, nótur, sex lítra af vatni, svefnpoka, tjald og dýnu. Svo mun ég finna helling af fríu dóti út fyrir veginn,“ segir hann.Með spegil á hjólbörunum til að auðvelda göngunaHugi labbar í minningu ömmu sinnar sem lést úr krabbameini árið 2014. Honum fannst gott að hafa tilgang með ferðalaginu og vonast til að fólk hringi í söfnunarsímann og styrki málefnið. Hann segist hlakka til ferðalagsins enda ekki í fyrsta sinn sem hann leggur upp í slíka ferð. Hann labbaði fyrir ári þjóðveg eitt með gítarinn á bakinu. „Svo þegar ég kom til Akureyrar þá fékk ég þá snilldar hugmyndin, sá Húsasmiðjuna, setti allan farangurinn í það og labbaði til Reykjavíkur á átta dögum,“ segir hann.Ég sé að þú ert líka með spegill á hjólbörunum, hvað gerir hann fyrir þig?Hann gerir það auðveldara að labba með umferðinni. Ég þarf ekkert að snúa mér til hliðar eða horfa til hliðanna og missa jafnvægið. Ég get bara séð hvort einhver bíll sé að koma, ef það er til dæmis bíll á móti bílnum sem ég sé að er að koma. Þá fer ég bara út fyrir kant. Já, þetta var frír spegill sem ég fann fyrir utan Akureyri. Guðsending,“ segir hann glaður í bragði.
Heilbrigðismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði