Telja húsleitir ógna fjölmiðlafrelsi í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 08:01 Höfuðstöðvar ABC í Sydney þar sem lögreglan gerði húsleit í dag. Vísir/EPA Húsleitir áströlsku lögreglunnar á skrifstofum ríkisútvarpsins og á heimili ritstjóra annars miðils hafa vakið harða gagnrýni fjölmiðlamanna. Fjölmiðlarnir eru sakaðir um að hafa birt leyniskjöl um misferli ástralskra hermanna í Afganistan og áform áströlsku leyniþjónustunnar um rafræna vöktun á einstaklingum. Fulltrúar áströlsku alríkislögreglunnar AFP leituðu á skrifstofum ríkisútvarpsins ABC í Sydney í dag. Áður höfðu þeir gert húsleit heima hjá ritstjóra fjölmiðlafyrirtækisins News Corp. AFP segir að engin tengsl séu á milli húsleitanna. Reuters-fréttastofan segir að húsleitin hjá ABC hafi tengst nokkrum fréttum þess árið 2017 um ásakanir um að ástralskir hermenn kunni að hafa framið stríðsglæpi í Afganistan. Leitað var hjá ritstjóra News Corp vegna frétta dagblaðs þess um að ástralska leyniþjónustan vildi fylgjast með fólki með því að komast inn í tölvupóst þess, bankareikninga og smáskilaboð í fyrra. AFP segir að rannsóknin á ABC hafi hafist eftir að yfirmaður herafla Ástralíu og þáverandi varnarmálaráðherra vísuðu málinu áfram árið 2017. Dómstóll hafi heimilað húsleitina og byggt á sönnunargögnum sem hafi leitt í ljós „nægilegan grun um að glæpur hefði verið framinn“.Segja húsleitirnar svívirðilega og harkalega aðgerð Fjölmiðlarnir hafa brugðist hart við húsleitunum. David Anderson, útvarpsstjóri ABC, segir afar óvenjulegt að húsleit sé gert hjá ríkisútvarpi. „Þetta eru alvarleg tíðindi og vekur upp lögmætur áhyggjur af fjölmiðlafrelsi og almennilegu aðhaldi almennings með þjóðaröryggis- og varnarmálum,“ segir hann. News Corp, sem er í eigu fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdoch, segir húsleitina „svívirðilega og harkalega“ og „alvarlega ógnun“. Fyrirtækið hafi áhyggjur af því hversu viljug ríkisstjórn landsins sé að grafa undan rétti almennings til að vita um mikilvægar ákvarðanir hennar. Marcus Strom, forseti stéttarfélags fjölmiðlamanna, kallaði húsleitirnar „svívirðilegar“ á Twitter. „Það er verið að gera húsleitir lögreglu hjá blaðamönnum að eðlilegum hlut. Það verður að hætta,“ sagði hann. Scott Morrison, forsætisráðherra, gerði lítið úr áhyggjum af fjölmiðlafrelsi og segir að skýrar reglur séu um notkun á leynilegum upplýsingum. „Það veldur mér aldrei áhyggjum að lögum sé framfylgt,“ sagði hann í viðtali við dagblaðið Sydney Morning Herald. Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Húsleitir áströlsku lögreglunnar á skrifstofum ríkisútvarpsins og á heimili ritstjóra annars miðils hafa vakið harða gagnrýni fjölmiðlamanna. Fjölmiðlarnir eru sakaðir um að hafa birt leyniskjöl um misferli ástralskra hermanna í Afganistan og áform áströlsku leyniþjónustunnar um rafræna vöktun á einstaklingum. Fulltrúar áströlsku alríkislögreglunnar AFP leituðu á skrifstofum ríkisútvarpsins ABC í Sydney í dag. Áður höfðu þeir gert húsleit heima hjá ritstjóra fjölmiðlafyrirtækisins News Corp. AFP segir að engin tengsl séu á milli húsleitanna. Reuters-fréttastofan segir að húsleitin hjá ABC hafi tengst nokkrum fréttum þess árið 2017 um ásakanir um að ástralskir hermenn kunni að hafa framið stríðsglæpi í Afganistan. Leitað var hjá ritstjóra News Corp vegna frétta dagblaðs þess um að ástralska leyniþjónustan vildi fylgjast með fólki með því að komast inn í tölvupóst þess, bankareikninga og smáskilaboð í fyrra. AFP segir að rannsóknin á ABC hafi hafist eftir að yfirmaður herafla Ástralíu og þáverandi varnarmálaráðherra vísuðu málinu áfram árið 2017. Dómstóll hafi heimilað húsleitina og byggt á sönnunargögnum sem hafi leitt í ljós „nægilegan grun um að glæpur hefði verið framinn“.Segja húsleitirnar svívirðilega og harkalega aðgerð Fjölmiðlarnir hafa brugðist hart við húsleitunum. David Anderson, útvarpsstjóri ABC, segir afar óvenjulegt að húsleit sé gert hjá ríkisútvarpi. „Þetta eru alvarleg tíðindi og vekur upp lögmætur áhyggjur af fjölmiðlafrelsi og almennilegu aðhaldi almennings með þjóðaröryggis- og varnarmálum,“ segir hann. News Corp, sem er í eigu fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdoch, segir húsleitina „svívirðilega og harkalega“ og „alvarlega ógnun“. Fyrirtækið hafi áhyggjur af því hversu viljug ríkisstjórn landsins sé að grafa undan rétti almennings til að vita um mikilvægar ákvarðanir hennar. Marcus Strom, forseti stéttarfélags fjölmiðlamanna, kallaði húsleitirnar „svívirðilegar“ á Twitter. „Það er verið að gera húsleitir lögreglu hjá blaðamönnum að eðlilegum hlut. Það verður að hætta,“ sagði hann. Scott Morrison, forsætisráðherra, gerði lítið úr áhyggjum af fjölmiðlafrelsi og segir að skýrar reglur séu um notkun á leynilegum upplýsingum. „Það veldur mér aldrei áhyggjum að lögum sé framfylgt,“ sagði hann í viðtali við dagblaðið Sydney Morning Herald.
Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira