Hlutfall koltvísýrings í andrúmslofti aldrei hærra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2019 17:45 Loftgæðamælingastöð NOAA í Mauna Loa á Hawaii. getty/Jonathan Kingston Magn koltvísýrings í andrúmsloftinu heldur áfram að aukast með miklum hraða en meðaltal þess var í maí mánuði mældist 414,7 ppm í loftgæðamælingastöð Mauna Loa á Hawaii. Frá þessu er greint á heimasíðu NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration). Þetta er hæsta hlutfall koltvísýrings sem mælst hefur í þau 61 ár sem mælingar hafa farið fram á tindi hæsta eldfjalls Hawaii og sjöunda árið í röð sem greinileg og hröð aukning efnisins mælist í andrúmsloftinu. Hlutfall koltvísýrings hækkaði um 3,5 ppm á milli maí mánaðar 2018 og 2019 en í maí 2018 var það 411,2 ppm. Þetta er næsthæsta hækkun milli ára sem mælst hefur. Ppm stendur fyrir „parts per million“ en styrkur koltvísýrings er mældur í milljónustu hlutum og þýðir 414,7 ppm að af hverjum milljón loftsameindum eru 414,7 koltvísýringssameindir. Mánaðarlegt meðaltal koltvísýrings á Mauna Loa náði fyrst 400 ppm þröskuldinum árið 2014. „Það er mjög mikilvægt að eiga þessar nákvæmu, langtíma mælingar koltvísýrings til að geta skilið hversu hratt jarðefnaeldsneytismengun er að breyta loftslagi okkar,“ sagði Pieter Tans, háttsettur vísindamaður við alþjóða mælingadeild NOAA. Hlutfall koltvísýrings í andrúmsloftinu hækkar frá ári til árs og hlutfallsleg hækkun þess hækkar meira á hverju ári. Á fyrstu árum Mauna Loa stöðvarinnar mældist meðal hækkunin á hverju ári um 0,7 ppm, á níunda áratugnum var árleg hækkun 1,6 ppm og á þeim tíunda 1,5 ppm. Síðasta áratug hefur hækkunin verið um 2,2 ppm á ári. Allt bendir til þess að þessi aukning sé vegna aukinnar losunar, sagði Tans. Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Magn koltvísýrings í andrúmsloftinu heldur áfram að aukast með miklum hraða en meðaltal þess var í maí mánuði mældist 414,7 ppm í loftgæðamælingastöð Mauna Loa á Hawaii. Frá þessu er greint á heimasíðu NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration). Þetta er hæsta hlutfall koltvísýrings sem mælst hefur í þau 61 ár sem mælingar hafa farið fram á tindi hæsta eldfjalls Hawaii og sjöunda árið í röð sem greinileg og hröð aukning efnisins mælist í andrúmsloftinu. Hlutfall koltvísýrings hækkaði um 3,5 ppm á milli maí mánaðar 2018 og 2019 en í maí 2018 var það 411,2 ppm. Þetta er næsthæsta hækkun milli ára sem mælst hefur. Ppm stendur fyrir „parts per million“ en styrkur koltvísýrings er mældur í milljónustu hlutum og þýðir 414,7 ppm að af hverjum milljón loftsameindum eru 414,7 koltvísýringssameindir. Mánaðarlegt meðaltal koltvísýrings á Mauna Loa náði fyrst 400 ppm þröskuldinum árið 2014. „Það er mjög mikilvægt að eiga þessar nákvæmu, langtíma mælingar koltvísýrings til að geta skilið hversu hratt jarðefnaeldsneytismengun er að breyta loftslagi okkar,“ sagði Pieter Tans, háttsettur vísindamaður við alþjóða mælingadeild NOAA. Hlutfall koltvísýrings í andrúmsloftinu hækkar frá ári til árs og hlutfallsleg hækkun þess hækkar meira á hverju ári. Á fyrstu árum Mauna Loa stöðvarinnar mældist meðal hækkunin á hverju ári um 0,7 ppm, á níunda áratugnum var árleg hækkun 1,6 ppm og á þeim tíunda 1,5 ppm. Síðasta áratug hefur hækkunin verið um 2,2 ppm á ári. Allt bendir til þess að þessi aukning sé vegna aukinnar losunar, sagði Tans.
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira