Gæsluvarðhaldskröfu á hendur Assange hafnað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2019 18:06 Assange var handtekinn í London í apríl. NurPhoto/Getty Sænskur dómari hefur hafnað því að úrskurða Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum. Saksóknarar í máli sem höfðað er á hendur honum fyrir nauðgun, sem Assange er sakaður um að hafa framið í Svíþjóð, höfðu vonast til þess að fá hann úrskurðaðan í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum í þeim tilgangi að fá hann framseldan til Svíþjóðar á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Gæsluvarðhald að sakborningi fjarstöddum er alsiða í sænsku réttarkerfi, en því er beitt ef sakborningur er utan landsteinanna eða í felum, og gerir saksóknurum kleift að gefa út handtökuskipun á hendur viðkomandi. Dómarinn hafnaði hins vegar kröfunni með þeim rökum að Assange væri nú þegar í gæsluvarðhaldi í Bretlandi, en hann var handtekinn í sendiráði Ekvadors í London í apríl síðastliðnum. Hann hafði þá dvalið í sendiráðinu í tæp sjö ár. Sjá einnig: Julian Assange handtekinnEva-Marie Persson, staðgengill yfirmanns almannasalögsókna í Svíþjóð, sagði að rannsókn nauðgunarmálsins á hendur Assange kæmi til með að halda áfram og að hún myndi gefa út evrópska rannsóknartilskipun í því skyni að fá Assange yfirheyrðan vegna málsins. Assange var kærður fyrir nauðgun árið 2010 en erfiðlega hefur gengið að sækja hann til saka þar sem hann hefur, eins og áður sagði, dvalið í sendiráði Ekvadors í London síðan árið 2012. Nauðgunarmálið hafði áður verið fellt niður en saksóknarar í Svíþjóð tóku málið aftur upp um mánuði eftir að Assange var handtekinn í London. Svíar eru þó ekki þeir einu sem hafa hug á að fá Assange framseldan. Hann á yfir höfði sér kæru í Bandaríkjunum fyrir að eiga þátt í leka ríkisleyndarmála þar í landi. Verði hann framseldur til Bandaríkjanna og fundinn sekur í öllum ákæruliðum ætti hann yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisvist. Fáist framsalskrafa Svía samþykkt fellur það í skaut yfirvalda í Bretlandi að taka ákvörðun um framtíð Assange. Hvort hann verði sendur til Svíþjóðar til þess að svara til saka vegna ásökunar um nauðgun, eða hvort réttað verði yfir honum í Bandaríkjunum fyrir birtingu ríkisleyndarmála. Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39 Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í pyntingum hitti stofnanda Wikileaks í fangelsi fyrr í þessum mánuði. 31. maí 2019 09:07 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Sænskur dómari hefur hafnað því að úrskurða Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum. Saksóknarar í máli sem höfðað er á hendur honum fyrir nauðgun, sem Assange er sakaður um að hafa framið í Svíþjóð, höfðu vonast til þess að fá hann úrskurðaðan í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum í þeim tilgangi að fá hann framseldan til Svíþjóðar á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Gæsluvarðhald að sakborningi fjarstöddum er alsiða í sænsku réttarkerfi, en því er beitt ef sakborningur er utan landsteinanna eða í felum, og gerir saksóknurum kleift að gefa út handtökuskipun á hendur viðkomandi. Dómarinn hafnaði hins vegar kröfunni með þeim rökum að Assange væri nú þegar í gæsluvarðhaldi í Bretlandi, en hann var handtekinn í sendiráði Ekvadors í London í apríl síðastliðnum. Hann hafði þá dvalið í sendiráðinu í tæp sjö ár. Sjá einnig: Julian Assange handtekinnEva-Marie Persson, staðgengill yfirmanns almannasalögsókna í Svíþjóð, sagði að rannsókn nauðgunarmálsins á hendur Assange kæmi til með að halda áfram og að hún myndi gefa út evrópska rannsóknartilskipun í því skyni að fá Assange yfirheyrðan vegna málsins. Assange var kærður fyrir nauðgun árið 2010 en erfiðlega hefur gengið að sækja hann til saka þar sem hann hefur, eins og áður sagði, dvalið í sendiráði Ekvadors í London síðan árið 2012. Nauðgunarmálið hafði áður verið fellt niður en saksóknarar í Svíþjóð tóku málið aftur upp um mánuði eftir að Assange var handtekinn í London. Svíar eru þó ekki þeir einu sem hafa hug á að fá Assange framseldan. Hann á yfir höfði sér kæru í Bandaríkjunum fyrir að eiga þátt í leka ríkisleyndarmála þar í landi. Verði hann framseldur til Bandaríkjanna og fundinn sekur í öllum ákæruliðum ætti hann yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisvist. Fáist framsalskrafa Svía samþykkt fellur það í skaut yfirvalda í Bretlandi að taka ákvörðun um framtíð Assange. Hvort hann verði sendur til Svíþjóðar til þess að svara til saka vegna ásökunar um nauðgun, eða hvort réttað verði yfir honum í Bandaríkjunum fyrir birtingu ríkisleyndarmála.
Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39 Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í pyntingum hitti stofnanda Wikileaks í fangelsi fyrr í þessum mánuði. 31. maí 2019 09:07 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14
Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39
Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í pyntingum hitti stofnanda Wikileaks í fangelsi fyrr í þessum mánuði. 31. maí 2019 09:07