Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júní 2019 08:45 Joe Biden, fyrrverandi varaforseti. Nordicphotos/AFP Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. Hingað til hefur ekki litið út fyrir að nokkur annar frambjóðandi nái að skáka Biden og ef fram heldur sem horfir mun hann tryggja sér útnefningu flokksins til forsetaframboðs fyrir kosningar næsta árs. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Real Clear Politics tekur saman mælist Biden með 34,8 prósent. Næstur er Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður og næstvinsælastur í síðasta forvali, með 16,4 prósent. Vinsældir Bidens hafa minnkað frá því hann tók kipp í könnunum eftir að hann tilkynnti formlega um framboð. Lítið er þó hægt að lesa í þá þróun enda mátti sjá sams konar tölur hjá öðrum frambjóðendum. Bandarískir stjórnmálaskýrendur hafa misjafna sýn á hvort þetta mikla forskot Bidens muni endast. Þykir sum sé annað hvort líklegt að Biden muni fatast flugið eða að hann muni sigla þessu heim líkt og Hillary Clinton gerði árið 2016 eftir að hafa leitt í könnunum alla kosningabaráttuna. The Washington Post hélt því fram að svo löngu fyrir kosningar væru kannanir óáreiðanlegar. Til að mynda hafi Joseph Lieberman leitt árið 2003 en ekki komist nærri sigri. Því er haldið fram að kappræðurnar gætu reynst Biden afar erfiðar og stuðlað að því að minnka forskot hans verulega. CNN sagði hins vegar í úttekt sinni fyrr í maí að tölfræðin á bak við fylgi Bidens væri líkari tölfræði þeirra sem leiddu og unnu en þeirra sem leiddu en töpuðu. Lykilatriðið þar er að fylgi Bidens í fyrstu forkosningaríkjunum, Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður-Karólínu, eru í samræmi við fylgið á landsvísu. Þannig gæti hann strax náð góðu forskoti. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. Hingað til hefur ekki litið út fyrir að nokkur annar frambjóðandi nái að skáka Biden og ef fram heldur sem horfir mun hann tryggja sér útnefningu flokksins til forsetaframboðs fyrir kosningar næsta árs. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Real Clear Politics tekur saman mælist Biden með 34,8 prósent. Næstur er Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður og næstvinsælastur í síðasta forvali, með 16,4 prósent. Vinsældir Bidens hafa minnkað frá því hann tók kipp í könnunum eftir að hann tilkynnti formlega um framboð. Lítið er þó hægt að lesa í þá þróun enda mátti sjá sams konar tölur hjá öðrum frambjóðendum. Bandarískir stjórnmálaskýrendur hafa misjafna sýn á hvort þetta mikla forskot Bidens muni endast. Þykir sum sé annað hvort líklegt að Biden muni fatast flugið eða að hann muni sigla þessu heim líkt og Hillary Clinton gerði árið 2016 eftir að hafa leitt í könnunum alla kosningabaráttuna. The Washington Post hélt því fram að svo löngu fyrir kosningar væru kannanir óáreiðanlegar. Til að mynda hafi Joseph Lieberman leitt árið 2003 en ekki komist nærri sigri. Því er haldið fram að kappræðurnar gætu reynst Biden afar erfiðar og stuðlað að því að minnka forskot hans verulega. CNN sagði hins vegar í úttekt sinni fyrr í maí að tölfræðin á bak við fylgi Bidens væri líkari tölfræði þeirra sem leiddu og unnu en þeirra sem leiddu en töpuðu. Lykilatriðið þar er að fylgi Bidens í fyrstu forkosningaríkjunum, Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður-Karólínu, eru í samræmi við fylgið á landsvísu. Þannig gæti hann strax náð góðu forskoti.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira