Áframhaldandi norðankæla í næstu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 11:11 Vísir/Vihelm Sex af síðustu átta nóttum hefur næturfrost verið viðvarandi á Norðvesturlandi, samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. Í stuttum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag segir hann nokkurs konar kuldakast á landsvísu hafa hafist 25. maí síðastliðinn en þremur dögum fyrr á Austurlandi. „Vestan til á Norðurlandi hafa næturfrost verið tíð þessa daga í byggð. Til að mynda á Gauksmýri í Línakradal skammt norðan Hvammstangagatnamóta á þjóðveginum. Þar hefur fryst 6 af síðustu 8 nóttum,“ segir Einar í færslunni og vísar þá til línurits sem má sjá með færslunni neðar í þessari frétt. Mælingar á öðrum stöðum á þessum slóðum sýni svipaða mynd. Búast megi við áframhaldandi næturfrosti og auknum norðanvindi á svæðinu fram á föstudag. Einar segir að þessi kuldatíð, sem ef spár ganga eftir verður orðin tveggja vikna löng á föstudag, valdi því að vöxtur grass stöðvist að mestum hluta. Því sé gott að gras hafi sprottið duglega áður en kuldabolinn lét á sér kræla. „Annar fylgifiskur er þurrkur, einkum suðvestan- og vestanlands. Þar hefur gengið mjög á raka í jarðvegi í sterkri sólinni að undanförnu,“ segir Einar en bendir á að spárnar geri ráð fyrir breytingum á veðurfari í kringum næstu helgi, sem kennd er við Hvítasunnu. Fréttaljósmyndari Vísis fangaði þá þessa mynd sem sýnir glögglega hinn snævi þakta topp Ingólfsfjalls, sem er til marks um þá kuldatíð sem varir nú víðs vegar um land, þrátt fyrir þá veðursæld sem íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa notið undanfarna daga.Hinn íslenski vetur lætur ekki að sér hæða þrátt fyrir að sumarið sé komið.Vísir/Vilhelm Veður Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Sex af síðustu átta nóttum hefur næturfrost verið viðvarandi á Norðvesturlandi, samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. Í stuttum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag segir hann nokkurs konar kuldakast á landsvísu hafa hafist 25. maí síðastliðinn en þremur dögum fyrr á Austurlandi. „Vestan til á Norðurlandi hafa næturfrost verið tíð þessa daga í byggð. Til að mynda á Gauksmýri í Línakradal skammt norðan Hvammstangagatnamóta á þjóðveginum. Þar hefur fryst 6 af síðustu 8 nóttum,“ segir Einar í færslunni og vísar þá til línurits sem má sjá með færslunni neðar í þessari frétt. Mælingar á öðrum stöðum á þessum slóðum sýni svipaða mynd. Búast megi við áframhaldandi næturfrosti og auknum norðanvindi á svæðinu fram á föstudag. Einar segir að þessi kuldatíð, sem ef spár ganga eftir verður orðin tveggja vikna löng á föstudag, valdi því að vöxtur grass stöðvist að mestum hluta. Því sé gott að gras hafi sprottið duglega áður en kuldabolinn lét á sér kræla. „Annar fylgifiskur er þurrkur, einkum suðvestan- og vestanlands. Þar hefur gengið mjög á raka í jarðvegi í sterkri sólinni að undanförnu,“ segir Einar en bendir á að spárnar geri ráð fyrir breytingum á veðurfari í kringum næstu helgi, sem kennd er við Hvítasunnu. Fréttaljósmyndari Vísis fangaði þá þessa mynd sem sýnir glögglega hinn snævi þakta topp Ingólfsfjalls, sem er til marks um þá kuldatíð sem varir nú víðs vegar um land, þrátt fyrir þá veðursæld sem íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa notið undanfarna daga.Hinn íslenski vetur lætur ekki að sér hæða þrátt fyrir að sumarið sé komið.Vísir/Vilhelm
Veður Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira