Lagði á ráðin um að myrða bestu vinkonu sina eftir milljónaboð á internetinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2019 23:30 Fórnarlambið, Cynthia Hoffman. Mynd/Skjáskot Sex táningar hafa verið ákærðir í Alaska-ríki Bandaríkjanna í tengslum við morðið á Cynthia Hoffman sem framið var 2. júní síðastliðinn. Besta vinkona Hoffman er sökuð um að hafa lagt á ráðin um morðið eftir að maður sem hún hafði kynnst á netinu bauð henni fúlgur fjár fyrir að senda honum myndbönd og ljósmyndir af morði. Greint er frá ákærunum á vef CNN en þar segir að hin átján ára Denali Brehmer hafi byrjað að undirbúa morðið á bestu vinkonu sinni eftir að hún kynntist manni á internetinu sem gekk undir nafninu Tyler. Þóttist hann vera milljónamæringur og bauð hann Brehmer að minnsta kosti níu milljónir dollara, um milljarð króna, fyrir að fremja morðið. Tyler þessi er hinsvegar hinn 21 árs gamli Darin Schilmiller, búsettur í Indiana-ríki í Bandaríkjunum. Hann hefur verið handtekinn í tengslum við málið og mun að öllum líkindum verða ákærður í Alaska fyrir þátt sinn í morðinu. Í gögnum málsins segir að hann hafi einnig beðið Brehmer um að brjóta kynferðislega gegn „átta eða níu ára gömlu barni“ sem og fimmtán ára gömlu barni og senda myndbönd af brotunum til hans.Í frétt CNN segir að Shilmiller og Brehmer hafi rætt saman um að nauðga og myrða einhvern í Alaska nokkrum vikum áður en Hoffman var myrt. Brehmer fékk nokkra í lið með sér til þess að myrða Hoffman og lofaði þeim í staðinn hlut í verðlaunafé Shilmiller Plötuðu þau Hoffman með sér í bílferð undir því yfirskyni að þau ætluðu í gönguferð. Stoppuðu þau á leiðinni í rjóðri þar sem hópurinn batt hendur og fætur hennar áður en að einn úr hópnum skaut hana í höfuðið. Losuðu þau sig við líkið í nærliggjandi á. Símagögn benda til þess að Brehmer hafi sent Shilmiller myndir og myndbönd á meðan ódæðið var framið. Þeir sem komu að morðinu hafa allir verið ákærðir fyrir aðild sína að málinu en tveir af þeim eru undir lögaldri. Bandaríkin Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Sex táningar hafa verið ákærðir í Alaska-ríki Bandaríkjanna í tengslum við morðið á Cynthia Hoffman sem framið var 2. júní síðastliðinn. Besta vinkona Hoffman er sökuð um að hafa lagt á ráðin um morðið eftir að maður sem hún hafði kynnst á netinu bauð henni fúlgur fjár fyrir að senda honum myndbönd og ljósmyndir af morði. Greint er frá ákærunum á vef CNN en þar segir að hin átján ára Denali Brehmer hafi byrjað að undirbúa morðið á bestu vinkonu sinni eftir að hún kynntist manni á internetinu sem gekk undir nafninu Tyler. Þóttist hann vera milljónamæringur og bauð hann Brehmer að minnsta kosti níu milljónir dollara, um milljarð króna, fyrir að fremja morðið. Tyler þessi er hinsvegar hinn 21 árs gamli Darin Schilmiller, búsettur í Indiana-ríki í Bandaríkjunum. Hann hefur verið handtekinn í tengslum við málið og mun að öllum líkindum verða ákærður í Alaska fyrir þátt sinn í morðinu. Í gögnum málsins segir að hann hafi einnig beðið Brehmer um að brjóta kynferðislega gegn „átta eða níu ára gömlu barni“ sem og fimmtán ára gömlu barni og senda myndbönd af brotunum til hans.Í frétt CNN segir að Shilmiller og Brehmer hafi rætt saman um að nauðga og myrða einhvern í Alaska nokkrum vikum áður en Hoffman var myrt. Brehmer fékk nokkra í lið með sér til þess að myrða Hoffman og lofaði þeim í staðinn hlut í verðlaunafé Shilmiller Plötuðu þau Hoffman með sér í bílferð undir því yfirskyni að þau ætluðu í gönguferð. Stoppuðu þau á leiðinni í rjóðri þar sem hópurinn batt hendur og fætur hennar áður en að einn úr hópnum skaut hana í höfuðið. Losuðu þau sig við líkið í nærliggjandi á. Símagögn benda til þess að Brehmer hafi sent Shilmiller myndir og myndbönd á meðan ódæðið var framið. Þeir sem komu að morðinu hafa allir verið ákærðir fyrir aðild sína að málinu en tveir af þeim eru undir lögaldri.
Bandaríkin Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira