Erlent

Þvert nei Græn­lendinga við yfir­töku Banda­ríkjanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jens-Frederik Nielsen er formaður landsstjórnar Grænlands.
Jens-Frederik Nielsen er formaður landsstjórnar Grænlands. Getty

Landsstjórn Grænlands sagði í yfirlýsingu nú síðdegis að grænlenska þjóðin geti með engu móti fallist á að Bandaríkin taki yfir Grænland. Grænland sé hluti af danska konungsríkinu og þannig með aðild að Atlandshafsbandalaginu sem beri að tryggja varnir landsins.

Í Facebookfærslu segir Jens Frederik Nielsen, formaður landsstjórnar, að um þessar mundir beinist mikil alþjóðleg athygli að Grænlandi og NATÓ. Ítrekuð ummæli Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin verði að eignast Grænland, með góðu eða illu, hafi valdið miklu uppnámi.

Í ljósi þessa segist Nielsen vita að fjölmargir fylgist náið með þróun mála og að hann skilji vel að fólk sé órólegt. Það sé þess vegna sem hann vilji vera alveg skýr. Grundvallarstefnan sé að NATÓ tryggi öryggi og varnir landsins.

Í lokin segir hann að í landinu sé lýðræðislegt samfélag sem taki sínar eigin ákvarðanir. Stefna þess grundvallist á alþjóðalögum og þjóðarrétti.


Tengdar fréttir

Danir standi á krossgötum

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir landið standa á krossgötum. Mikið sé í húfi en ef það sé raunverulega þannig að Bandaríkjamenn hyggist snúa baki við bandamönnum sínum með því að hafa í hótunum við annað Atlantshafsbandalagsríki, sé öllu lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×