Senda þúsund hermenn til Austurlanda nær Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júní 2019 07:13 Bandaríkjaher birti í nótt nýjar myndir sem hann segir renna stoðum undir ásakanir þess efnis að Íranir standi á bak við árásir á tvö flutningaskip í liðinni viku. Bandaríska varnarmálaráðuneytið Bandaríkjaher hefur í hyggju að fjölga í herliði sínu í Austurlöndum nær um eitt þúsund hermenn. Er skýringin sögð vera „fjandsamleg hegðun íranskra hersveita,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Fjölgunin er enn ein staðfestingin á þeirri ólgu sem nú ríkir í samskiptum Írans og Bandaríkjanna, ekki síst eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að draga þjóð sína út úr kjarnorkusamningnum sem gerður var við Írani og fleiri kjarnorkuríki árið 2015. Þá tilkynntu Íranir í gær að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum sem tilgreint er í fyrrnefndum samningi, sem er talið til þess fallið að auka enn á spennuna. Ekki bætti árás á tvö flutningaskip í Ómanflóa í liðinni viku úr skák. Bandaríkjamenn og Bretar segja Írani hafa staðið að baki árásunum en meðfram tilkynningunni um hermannafjölgunina í gær birti bandaríska varnarmálaráðuneytið jafnframt nýjar myndir sem það segir renna stoðum undir ásakanirnar. Írönsk stjórnvöld hafa hins vegar þvertekið fyrir aðkomu þeirra að árásunum.Önnur fjölgunin á mánuði Hermönnunum eitt þúsund er ætlað að auka öryggi annarrs herafla sem nú þegar er í Austurlöndum nær. Í tilkynningunni er þó ekkert sagt til um hvar nýju hermönnunum verður komið fyrir. Ekki eru nema örfáar vikur síðan að Bandaríkjaforseti, Donald Trump, greindi frá því að fjölgað yrði í herliði Bandaríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs um 1500 hermenn. Þrátt fyrir ásakanirnar og fjölgun hermanna segir utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, að ríki sitt vilji forðast vopnuð átök við Íran. Bandaríkin vildu þó ekki útiloka neitt í þeim efnum. Fyrrnefndu myndirnar sem birtar voru í gær eiga meðal annars að sýna íranska byltingarverði fjarlægja sprengju af öðru flutningaskipanna, sem og mynd af byltingarvörðum sigla frá vettvangi árásarinnar. Þar að auki er ein myndanna sögð sýna skemmdir sem unnar voru á öðru skipinu, að því er virðist eftir sprengingu. Myndirnar má sjá hér að ofan. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Bretar og Bandaríkjamenn segja Írani hafa gert árás á olíuskip Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist. 16. júní 2019 09:30 Netanyahu: Fylgjumst ekki aðgerðarlaus með kjarnorkuvopnaframleiðslu Írana Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga. 17. júní 2019 19:00 Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Bandaríkjaher hefur í hyggju að fjölga í herliði sínu í Austurlöndum nær um eitt þúsund hermenn. Er skýringin sögð vera „fjandsamleg hegðun íranskra hersveita,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Fjölgunin er enn ein staðfestingin á þeirri ólgu sem nú ríkir í samskiptum Írans og Bandaríkjanna, ekki síst eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að draga þjóð sína út úr kjarnorkusamningnum sem gerður var við Írani og fleiri kjarnorkuríki árið 2015. Þá tilkynntu Íranir í gær að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum sem tilgreint er í fyrrnefndum samningi, sem er talið til þess fallið að auka enn á spennuna. Ekki bætti árás á tvö flutningaskip í Ómanflóa í liðinni viku úr skák. Bandaríkjamenn og Bretar segja Írani hafa staðið að baki árásunum en meðfram tilkynningunni um hermannafjölgunina í gær birti bandaríska varnarmálaráðuneytið jafnframt nýjar myndir sem það segir renna stoðum undir ásakanirnar. Írönsk stjórnvöld hafa hins vegar þvertekið fyrir aðkomu þeirra að árásunum.Önnur fjölgunin á mánuði Hermönnunum eitt þúsund er ætlað að auka öryggi annarrs herafla sem nú þegar er í Austurlöndum nær. Í tilkynningunni er þó ekkert sagt til um hvar nýju hermönnunum verður komið fyrir. Ekki eru nema örfáar vikur síðan að Bandaríkjaforseti, Donald Trump, greindi frá því að fjölgað yrði í herliði Bandaríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs um 1500 hermenn. Þrátt fyrir ásakanirnar og fjölgun hermanna segir utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, að ríki sitt vilji forðast vopnuð átök við Íran. Bandaríkin vildu þó ekki útiloka neitt í þeim efnum. Fyrrnefndu myndirnar sem birtar voru í gær eiga meðal annars að sýna íranska byltingarverði fjarlægja sprengju af öðru flutningaskipanna, sem og mynd af byltingarvörðum sigla frá vettvangi árásarinnar. Þar að auki er ein myndanna sögð sýna skemmdir sem unnar voru á öðru skipinu, að því er virðist eftir sprengingu. Myndirnar má sjá hér að ofan.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Bretar og Bandaríkjamenn segja Írani hafa gert árás á olíuskip Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist. 16. júní 2019 09:30 Netanyahu: Fylgjumst ekki aðgerðarlaus með kjarnorkuvopnaframleiðslu Írana Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga. 17. júní 2019 19:00 Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Bretar og Bandaríkjamenn segja Írani hafa gert árás á olíuskip Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist. 16. júní 2019 09:30
Netanyahu: Fylgjumst ekki aðgerðarlaus með kjarnorkuvopnaframleiðslu Írana Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga. 17. júní 2019 19:00
Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01