Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2019 21:08 Mitch McConnell og Jon Stewart. Vísir/Getty Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé „svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. McConnell segir það engan vafa leika á því að sjóðurinn verði fullfjármagnaður. Stewart, sem best er þekktur fyrir miskunnarlaust háð sitt sem þáttastjórnandi the Daily Show á árum áður, hélt hjartnæma ræðu er hann kom fyrir þingnefnd í síðastu viku sem vakti gríðarlega athygli. Þar gagnrýndi hann þingmenn harðlega fyrir að draga lappirnar í því að samþykkja fjármögnun sjóðsins. Fjármagn sjóðsins rennur út á næsta ári og þarf bandaríska þingið að samþykkja frekari fjárveitingu svo sjóðurinn geti fjármagnað heilsugæslu fyrir þá sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001Sjá einnig:Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn"Your indifference cost these men and women their most valuable commodity: time." Jon Stewart receives a standing ovation from 9/11 first responders after slamming lawmakers for failing to fund programs providing healthcare to the first responders https://t.co/vSFOq11Wr5pic.twitter.com/BrAC3UfYMD — ABC News Politics (@ABCPolitics) June 11, 2019 Beindist reiði Stewart einkum að McConnell og sakaði Stewart leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni um að hafa tafið málið fram á síðustu stundu er þingið samþykkti síðast að fjármagna sjóðinn, árið 2015. Í viðtölum í bandarískum fjölmiðlum eftir ræðuna varaði Stewart McConnell við að draga málið, en báðar deildir Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja fjárveitinguna. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni, repúblikanar í öldungadeildinni.Í samtali við FOX í sagðist McConnellekki átta sig á því af hverju Stewart væri svona reiður út í sig og að eðlilegar skýringar væru á því af hverju málið tæki tíma.„Margt af því sem kemur frá þinginu gerist á lokametrinum. Við höfum aldrei skorast undan því að taka á málinu og það mun ekki gerast hér,“ sagði McConnell. „Ég skil ekki af hverju hann er svona pirraður. Við munum sjá um 9/11 sjóðinn.“Meðal þess sem Stewart gagnrýndi í eldræðu sinni var það sem hann sagði vera skort á áhuga þingmanna í garð þeirra sem þyrftu á sjóðnum að halda. Það sýndi sig í því að ekki hafi allir nefndarmenn mætt á fundinn þar sem málið var tekið fyrir og Stewart tók til máls. McConnell sagði af og frá að mæting á nefndarfundi gæfi vísbendingu um áhuga eða áhugaleysi þingmanna.„Það gerist mjög oft vegna þess að nefndarmenn eru með mörg járn í eldinum. Frá mínum bæjardyrum séð er eins og hann sé að reyna að vekja athygli á sér áður en hann fer í framboð,“ sagði McConnell og baunaði þar með til baka á Stewart. Bandaríkin Tengdar fréttir Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé „svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. McConnell segir það engan vafa leika á því að sjóðurinn verði fullfjármagnaður. Stewart, sem best er þekktur fyrir miskunnarlaust háð sitt sem þáttastjórnandi the Daily Show á árum áður, hélt hjartnæma ræðu er hann kom fyrir þingnefnd í síðastu viku sem vakti gríðarlega athygli. Þar gagnrýndi hann þingmenn harðlega fyrir að draga lappirnar í því að samþykkja fjármögnun sjóðsins. Fjármagn sjóðsins rennur út á næsta ári og þarf bandaríska þingið að samþykkja frekari fjárveitingu svo sjóðurinn geti fjármagnað heilsugæslu fyrir þá sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001Sjá einnig:Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn"Your indifference cost these men and women their most valuable commodity: time." Jon Stewart receives a standing ovation from 9/11 first responders after slamming lawmakers for failing to fund programs providing healthcare to the first responders https://t.co/vSFOq11Wr5pic.twitter.com/BrAC3UfYMD — ABC News Politics (@ABCPolitics) June 11, 2019 Beindist reiði Stewart einkum að McConnell og sakaði Stewart leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni um að hafa tafið málið fram á síðustu stundu er þingið samþykkti síðast að fjármagna sjóðinn, árið 2015. Í viðtölum í bandarískum fjölmiðlum eftir ræðuna varaði Stewart McConnell við að draga málið, en báðar deildir Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja fjárveitinguna. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni, repúblikanar í öldungadeildinni.Í samtali við FOX í sagðist McConnellekki átta sig á því af hverju Stewart væri svona reiður út í sig og að eðlilegar skýringar væru á því af hverju málið tæki tíma.„Margt af því sem kemur frá þinginu gerist á lokametrinum. Við höfum aldrei skorast undan því að taka á málinu og það mun ekki gerast hér,“ sagði McConnell. „Ég skil ekki af hverju hann er svona pirraður. Við munum sjá um 9/11 sjóðinn.“Meðal þess sem Stewart gagnrýndi í eldræðu sinni var það sem hann sagði vera skort á áhuga þingmanna í garð þeirra sem þyrftu á sjóðnum að halda. Það sýndi sig í því að ekki hafi allir nefndarmenn mætt á fundinn þar sem málið var tekið fyrir og Stewart tók til máls. McConnell sagði af og frá að mæting á nefndarfundi gæfi vísbendingu um áhuga eða áhugaleysi þingmanna.„Það gerist mjög oft vegna þess að nefndarmenn eru með mörg járn í eldinum. Frá mínum bæjardyrum séð er eins og hann sé að reyna að vekja athygli á sér áður en hann fer í framboð,“ sagði McConnell og baunaði þar með til baka á Stewart.
Bandaríkin Tengdar fréttir Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent