Bretar og Bandaríkjamenn segja Írani hafa gert árás á olíuskip Sighvatur Jónsson skrifar 16. júní 2019 09:30 Annað skipanna sem varð fyrir árásinni. ISN/AP Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist.Árás var gerð á tvo olíuflutningaskip í Ómanflóa á fimmtudag nærri Hormússundi, þar sem Persaflói tengist Ómanflóa. Skipin voru frá Noregi og Japan. Gerð var árás á fjögur önnur skip í síðasta mánuði. Enginn fórst í árásunum. Bandaríski herinn hefur birt myndband sem er sagt sýna íranska sérsveitarliða fjarlægja tundurdufl sem festist á japanska olíuskipinu en sprakk ekki. Íranir neita aðild að málinu. Forstjóri japanska félagsins sem gerir út skipið hefur eftir áhöfn þess að eitthvað fljúgandi hafi hæft það. Ásakanir Bandaríkjamanna á hendur Írönum eru settar í samhengi við versnandi samskipti þjóðanna í valdatíð Donald Trumps.Deilt um málið í breskum stjórnmálum Utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, kennir Írönum um og gagnrýnir leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar fyrir hræðsluáróður í garð Bandaríkjamanna. „Maður hefði haldið að það væri býsna augljóst hverjir bera ábyrgð á þessu þegar við höfum myndbandsupptökur sem sýna hvað Íranir hafa verið að gera. En, nei, fyrir Jeremy Corbyn er það allt Bandaríkjamönnum að kenna og þetta er sami maðurinn, vel á minnst, sem neitaði að fordæma Pútín eftir eiturárásirnar í Salisbury,“ segir Hunt. Sameinuðu þjóðirnar reyna að draga úr spennu og hvetja til óháðrar rannsóknar. „Við teljum mjög mikilvægt að forðast meiriháttar átök við Persaflóa,“ segir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Bretland Íran Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist.Árás var gerð á tvo olíuflutningaskip í Ómanflóa á fimmtudag nærri Hormússundi, þar sem Persaflói tengist Ómanflóa. Skipin voru frá Noregi og Japan. Gerð var árás á fjögur önnur skip í síðasta mánuði. Enginn fórst í árásunum. Bandaríski herinn hefur birt myndband sem er sagt sýna íranska sérsveitarliða fjarlægja tundurdufl sem festist á japanska olíuskipinu en sprakk ekki. Íranir neita aðild að málinu. Forstjóri japanska félagsins sem gerir út skipið hefur eftir áhöfn þess að eitthvað fljúgandi hafi hæft það. Ásakanir Bandaríkjamanna á hendur Írönum eru settar í samhengi við versnandi samskipti þjóðanna í valdatíð Donald Trumps.Deilt um málið í breskum stjórnmálum Utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, kennir Írönum um og gagnrýnir leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar fyrir hræðsluáróður í garð Bandaríkjamanna. „Maður hefði haldið að það væri býsna augljóst hverjir bera ábyrgð á þessu þegar við höfum myndbandsupptökur sem sýna hvað Íranir hafa verið að gera. En, nei, fyrir Jeremy Corbyn er það allt Bandaríkjamönnum að kenna og þetta er sami maðurinn, vel á minnst, sem neitaði að fordæma Pútín eftir eiturárásirnar í Salisbury,“ segir Hunt. Sameinuðu þjóðirnar reyna að draga úr spennu og hvetja til óháðrar rannsóknar. „Við teljum mjög mikilvægt að forðast meiriháttar átök við Persaflóa,“ segir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Bretland Íran Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira