„Gleðilegt að sjá þetta gerast“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2019 12:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, lagði í haust fram frumvarp til nýrra umferðarlaga sem samþykkt var á Alþingi í vikunni. vísir/vilhelm Samgönguráðherra segist himinlifandi yfir nýjum umferðarlögum sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni. Meðal breytinga er lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna, sem fer úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Í vikunni samþykkti Alþingi frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðalaga með öllum greiddum atkvæðum. Að sögn Sigurðar hefur heildarendurskoðun laganna tekið um tólf ár. „Já þetta var auðvitað mjög gleðilegt að fá þetta í gegnum þingið. Ekki síst í ljósi þess að heildarendurskoðun hefur tekið mjög langan tíma og það hefur verið reynt nokkrum sinnum áður að fara með þetta í gegnum þingið en mætt andstöðu. Núna var þetta samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þannig ég er auðvitað mjög glaður með það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhansson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Í nýjum umferðarlögum er kveðið á um að leyfilegt magn vínanda í blóði ökumanns minnki, en það fer úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Í greinargerð með frumvarpinu segir að um grundvallarbreytingu sé að ræða á gildissviði banns við ölvunarakstri. Á lækkunin meðal annars rætur að rekja til umferðaröryggisætlunar fyrir árin 2002 til 2012. Samkvæmt greinargerð felst í breytingunni sú afdráttarlausa stefna yfirvalda að áfengi og akstur vélknúinna ökutækja fari ekki saman. „Nefndin tekur undir mikilvægi þess og afgreiðslan er þannig að senda þau skilaboð. Markmiðið er skýrt en verklag lögreglunnar um að stöðva menn og láta þá ekki keyra lengra og skrá það í málaskrá héðan í frá held ég að sé ágætt skref af hálfu nefndarinnar og um það var víðtæk sátt,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Áfengi og tóbak Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Samgönguráðherra segist himinlifandi yfir nýjum umferðarlögum sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni. Meðal breytinga er lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna, sem fer úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Í vikunni samþykkti Alþingi frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðalaga með öllum greiddum atkvæðum. Að sögn Sigurðar hefur heildarendurskoðun laganna tekið um tólf ár. „Já þetta var auðvitað mjög gleðilegt að fá þetta í gegnum þingið. Ekki síst í ljósi þess að heildarendurskoðun hefur tekið mjög langan tíma og það hefur verið reynt nokkrum sinnum áður að fara með þetta í gegnum þingið en mætt andstöðu. Núna var þetta samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þannig ég er auðvitað mjög glaður með það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhansson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Í nýjum umferðarlögum er kveðið á um að leyfilegt magn vínanda í blóði ökumanns minnki, en það fer úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Í greinargerð með frumvarpinu segir að um grundvallarbreytingu sé að ræða á gildissviði banns við ölvunarakstri. Á lækkunin meðal annars rætur að rekja til umferðaröryggisætlunar fyrir árin 2002 til 2012. Samkvæmt greinargerð felst í breytingunni sú afdráttarlausa stefna yfirvalda að áfengi og akstur vélknúinna ökutækja fari ekki saman. „Nefndin tekur undir mikilvægi þess og afgreiðslan er þannig að senda þau skilaboð. Markmiðið er skýrt en verklag lögreglunnar um að stöðva menn og láta þá ekki keyra lengra og skrá það í málaskrá héðan í frá held ég að sé ágætt skref af hálfu nefndarinnar og um það var víðtæk sátt,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Áfengi og tóbak Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00