Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2019 17:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, lagði í haust fram frumvarp til nýrra umferðarlaga sem samþykkt var á Alþingi í gær. vísir/vilhelm Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. Ráðherrann segir á Facebook-síðu sinni unnið hafi verið að nýjum umferðarlögum af framkvæmdarvaldsins síðastliðin tólf ár og að þau hafi verið lögð fram fjórum sinnum á Alþingi án þess að hljóta brautargengi. „Þess vegna er það mjög gleðilegt að sjá það gerast að allur þingheimur sé sammála því að bæta umferðaröryggi með eins afgerandi hætti og atkvæðagreiðslan bar með sér,“ segir Sigurður Ingi. Á meðal þeirra breytinga sem lögin fela í sér er að hjálmskylda á reiðhjóli verður til 16 ára í stað 15 ára áður. Þá var samþykkt að ef bifreið er ekið fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil vera að lágmarki 1,5 metri. Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður síðan heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst. Í nýjum umferðarlögum er þannig kveðið á um eftirfarandi: „Takmarkanir á umferð vegna mengunar frá ökutækjum geta t.d. falist í breytingum á hámarkshraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða takmörkun almennrar umferðar með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu/jafnri endatölu eða sambærilegum endabókstaf skráningarmerkja.“ Leyfilegt magn vínanda í blóði ökumanns minnkar svo einnig með nýjum umferðarlögum en það fer úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Í greinargerð með frumvarpinu segir að um grundvallarbreytingu sé að ræða á gildissviði banns við ölvunarakstri. Á lækkunin meðal annars rætur að rekja til tillagna umferðaröryggisáætlunar fyrir árin 2002 til 2012. „Í breytingunni felst sú afdráttarlausa stefna yfirvalda að áfengi og akstur vélknúinna ökutækja fari ekki saman,“ segir í greinargerð. Alþingi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Lögreglan þarf 500 milljónir í auka fjárframlög ef frumvarp til nýrra umferðarlaga verður að lögum Aðallögfræðingur hjá lögreglunni segir breytingar um að lækka leyfileg mörk vínandamagns í blóði ökumanns leiða til töluvert fleiri verkefna hjá lögreglu, sem muni kalla á aukin útgjöld 18. apríl 2019 19:00 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. Ráðherrann segir á Facebook-síðu sinni unnið hafi verið að nýjum umferðarlögum af framkvæmdarvaldsins síðastliðin tólf ár og að þau hafi verið lögð fram fjórum sinnum á Alþingi án þess að hljóta brautargengi. „Þess vegna er það mjög gleðilegt að sjá það gerast að allur þingheimur sé sammála því að bæta umferðaröryggi með eins afgerandi hætti og atkvæðagreiðslan bar með sér,“ segir Sigurður Ingi. Á meðal þeirra breytinga sem lögin fela í sér er að hjálmskylda á reiðhjóli verður til 16 ára í stað 15 ára áður. Þá var samþykkt að ef bifreið er ekið fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil vera að lágmarki 1,5 metri. Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður síðan heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst. Í nýjum umferðarlögum er þannig kveðið á um eftirfarandi: „Takmarkanir á umferð vegna mengunar frá ökutækjum geta t.d. falist í breytingum á hámarkshraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða takmörkun almennrar umferðar með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu/jafnri endatölu eða sambærilegum endabókstaf skráningarmerkja.“ Leyfilegt magn vínanda í blóði ökumanns minnkar svo einnig með nýjum umferðarlögum en það fer úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Í greinargerð með frumvarpinu segir að um grundvallarbreytingu sé að ræða á gildissviði banns við ölvunarakstri. Á lækkunin meðal annars rætur að rekja til tillagna umferðaröryggisáætlunar fyrir árin 2002 til 2012. „Í breytingunni felst sú afdráttarlausa stefna yfirvalda að áfengi og akstur vélknúinna ökutækja fari ekki saman,“ segir í greinargerð.
Alþingi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Lögreglan þarf 500 milljónir í auka fjárframlög ef frumvarp til nýrra umferðarlaga verður að lögum Aðallögfræðingur hjá lögreglunni segir breytingar um að lækka leyfileg mörk vínandamagns í blóði ökumanns leiða til töluvert fleiri verkefna hjá lögreglu, sem muni kalla á aukin útgjöld 18. apríl 2019 19:00 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45
Lögreglan þarf 500 milljónir í auka fjárframlög ef frumvarp til nýrra umferðarlaga verður að lögum Aðallögfræðingur hjá lögreglunni segir breytingar um að lækka leyfileg mörk vínandamagns í blóði ökumanns leiða til töluvert fleiri verkefna hjá lögreglu, sem muni kalla á aukin útgjöld 18. apríl 2019 19:00