Brugðust við fjöldamótmælum með táragasi og háþrýstidælum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2019 08:54 Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Hong Kong. Vísir/ap Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Mótmælendur báru grímur og hjálma og söfnuðust saman við skrifstofur stjórnvalda og hindruðu aðgang. Þeir lokuðu einnig um hríð tveimur af helstu samgönguæðum borgarinnar. Óeirðarlögreglan brást við með því að nota táragas, piparúða og háþrýstidælur. Lögregluyfirvöld í Hong Kong birtu tíst í morgun þar sem kom fram að mótmælin væru ekki lengur friðsamleg samkoma. Þau ráðlögðu mótmælendum að hafa sig á brott ellegar þyrfti lögreglan að beita „viðeigandi“ valdi. Í skugga fjöldamótmæla um nýliðna helgi frestaði löggjafarþingið í Hong Kong í morgun annarri umræðu um lagasetninguna umdeildu. Forseti þingsins vildi þó ekki kannast við að frestunin væri liður í því að koma til móts við mótmælendur. Stjórnvöld segja að löggjöfin sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að Hong Kong verði skálkaskjól fyrir glæpamenn frá meginlandi Kína. Ákveðið var að ráðast í umbætur þegar stjórnvöld í Taiwan gátu ekki fengið 19 ára karlmann frá Hong Kong framseldan. Honum var gefið að sök að hafa myrt þungaða kærustu sína í fríi á Taiwan. Maðurinn flúði til Hong Kong því hann vissi að enginn framsalssamningur var í gildi.Fjöldamótmæli fyrir utan löggjafarþingið í Hong Kong í morgun.Vísir/apStjórnvöld hafa reynt að sefa áhyggjur mótmælenda með loforði um að eingöngu þeir brotamenn sem hafa verið ákærðir fyrir alvarlega glæpi verði framseldir. Mótmælendur í Hong Kong eru langt frá því að vera sannfærðir og eru þess fullvissir að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu. Andstæðingar lagafrumvarpsins hafa miklar áhyggjur af gerræðislegu réttarfari í Kína; þvinguðum játningum og pyntingum. Þeir segjast ekki ætla að fara fet fyrr en stjórnvöld hverfa frá fyrirætlunum sínum. Þrátt fyrir óánægju með lagafrumvarpið hyggjast stjórnvöld koma því í gegnum þingið. Áætlað er að löggjafarþingið greiði atkvæði um frumvarpið 20. júní. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Xi segir Pútín sinn albesta vin Samband Rússlands og Kínverja er orðið stórgott samkvæmt forsetum ríkjanna tveggja. Stórveldin standa nú saman gegn Bandaríkjunum í fjölmörgum ágreiningsmálum. Til að mynda í Íranmálinu. 6. júní 2019 07:45 Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Mótmælendur báru grímur og hjálma og söfnuðust saman við skrifstofur stjórnvalda og hindruðu aðgang. Þeir lokuðu einnig um hríð tveimur af helstu samgönguæðum borgarinnar. Óeirðarlögreglan brást við með því að nota táragas, piparúða og háþrýstidælur. Lögregluyfirvöld í Hong Kong birtu tíst í morgun þar sem kom fram að mótmælin væru ekki lengur friðsamleg samkoma. Þau ráðlögðu mótmælendum að hafa sig á brott ellegar þyrfti lögreglan að beita „viðeigandi“ valdi. Í skugga fjöldamótmæla um nýliðna helgi frestaði löggjafarþingið í Hong Kong í morgun annarri umræðu um lagasetninguna umdeildu. Forseti þingsins vildi þó ekki kannast við að frestunin væri liður í því að koma til móts við mótmælendur. Stjórnvöld segja að löggjöfin sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að Hong Kong verði skálkaskjól fyrir glæpamenn frá meginlandi Kína. Ákveðið var að ráðast í umbætur þegar stjórnvöld í Taiwan gátu ekki fengið 19 ára karlmann frá Hong Kong framseldan. Honum var gefið að sök að hafa myrt þungaða kærustu sína í fríi á Taiwan. Maðurinn flúði til Hong Kong því hann vissi að enginn framsalssamningur var í gildi.Fjöldamótmæli fyrir utan löggjafarþingið í Hong Kong í morgun.Vísir/apStjórnvöld hafa reynt að sefa áhyggjur mótmælenda með loforði um að eingöngu þeir brotamenn sem hafa verið ákærðir fyrir alvarlega glæpi verði framseldir. Mótmælendur í Hong Kong eru langt frá því að vera sannfærðir og eru þess fullvissir að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu. Andstæðingar lagafrumvarpsins hafa miklar áhyggjur af gerræðislegu réttarfari í Kína; þvinguðum játningum og pyntingum. Þeir segjast ekki ætla að fara fet fyrr en stjórnvöld hverfa frá fyrirætlunum sínum. Þrátt fyrir óánægju með lagafrumvarpið hyggjast stjórnvöld koma því í gegnum þingið. Áætlað er að löggjafarþingið greiði atkvæði um frumvarpið 20. júní.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Xi segir Pútín sinn albesta vin Samband Rússlands og Kínverja er orðið stórgott samkvæmt forsetum ríkjanna tveggja. Stórveldin standa nú saman gegn Bandaríkjunum í fjölmörgum ágreiningsmálum. Til að mynda í Íranmálinu. 6. júní 2019 07:45 Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Xi segir Pútín sinn albesta vin Samband Rússlands og Kínverja er orðið stórgott samkvæmt forsetum ríkjanna tveggja. Stórveldin standa nú saman gegn Bandaríkjunum í fjölmörgum ágreiningsmálum. Til að mynda í Íranmálinu. 6. júní 2019 07:45
Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16