Að gera góða laug ánægjulegri fyrir gesti Jón Gunnar Schram skrifar 28. júní 2019 12:33 Sæl öll. Mér finnst, og veit að það eru fleiri sem eru á sama máli, að sundlaugarnar á Íslandi eru perlur, mikil heilsubót. Á það því einnig að vera gleði að fara í sund. Við, sundlaugargestir, heimamenn, borgum fyrir allan kostnað laugarinnar með skatti okkar og aðgöngugjaldi. Nú hefur afgreiðslan verið endurbætt í sundlaug Keflavíkur, sem er gott mál. Færri fara í sund án þess að greiða sundlaugargjaldið. Það er e.t.v. eitt sem má laga, að mínu mati og annarra, til að gleðin við það að fara í sund sé áfram til staðar. Samræður í heitu pottunum fjalla oft um daginn og veginn, þar á meðal um sundlaugina sjálfa, starfsmennina. Komið hefur fram í máli manna, að þrifum sé ábótavant, sumir (yngstu) sundlaugargestir þrífa sig helst ekki fyrir sund. Þar eru þeir efstir á blaði sem æfa sund í lauginni. Heyrst hefur að þessi hópur fer helst ekki í sturtu fyrir sundæfingar. Annar hópur er erlendir gestir sem eru ekki vanir að þrífa sig fyrir sund eða vilja ekki sýna hvernig þeir eru skapaðir. Reglur laugarinnar eru á þann veg að gestir eiga að þrífa sig fyrir sund, skilti á veggjum baðherbergja benda á það. Vitni hafa séð að erlendir karlkynsgestir reyndu að fara/fóru í nærbuxum í laugina undir sundskýlu, það fannst íslensku gestunum ógeðslegt og er ég sammála. Er þá ekki gleðin, við að fara í sund, farin að minka töluvert við þetta? Þó að skiltin séu áberandi í sturtuklefunum þá fara erlendu gestirnir helst ekkert eftir þeim, líta ekki á þau, og þó að þeim sé bent á þau af íslenskum gestum, yppta bara öxlum. Einhver stjórnandi í RVK. í sundlaugarmálum, kom fram í sjónvarpinu, taldi að íslenskir sundlaugargestir ættu að koma í veg fyrir að útlendingar færu óbaðaðir í laugina. Við íslenskir sundlaugargestir eigum ekki að standa í ströggli, leiðindum, við aðra gesti, við erum komin til að njóta laugarinnar. Þessi maður fær því falleinkunn. Þetta með óþrifin hef ég nefnt við starfsmann í afgreiðslu, stjórnandann. Á hans máli mátti skilja að vegna fjölgunar erlendra ríkisborgara sem kæmu í sund þá væri erfitt að fylgjast með þeim í búningsherbergjum (hvers vegna erfitt?). Sama vandamál væri í öðrum sundlaugum t.d. í Rvk. (Þetta er vandamál sem stjórnendur lauganna búa til). Einnig nefndi hann að trúarlegar ástæður væru fyrir því að menn þrifu sig ekki fyrir sund, töldu sig vera hreina (múslimi), þurfa ekki að fara í sturtu (til hvers eru menn þá að fara í sund, ef ekki m.a. til að þrífa sig?). Einnig hélt hann að eftir u.þ.b. 10-15 ár þá færu fæstir í sturtu fyrir sund, unga kynslóðin væri nú þegar hætt því í dag. Eða með öðrum orðum, starfsmenn laugarinnar nenna ekki að standa í þessu með hreinlætið er sama þó menn fari óbaðaðir og í skítugum nærbuxum í laugina. Eldri sundlaugargestir, sem hafa alltaf farið eftir reglum sundlaugarinnar og borga sitt útsvar, eru ekki ánægðir með hvernig er tekið á þessum þrifamálum. Það má spyrja, hvað segja heilbrigðisyfirvöld sveitarfélagsins t.d. um nærbuxur í sundlauginni eða bara aðrir sundlaugargestir, er einhver ánægður með það? Með vaxandi óþrifum (bakteríur) í sundlauginni þá þarf að bæta klóri í vatnið, sem er ekki gott fyrir t.d. börn. Það ætti að kippa þessu í liðinn sem fyrst. Hvernig? Skal ekki segja. Þetta er stjórnendavandamál. E.t.v. má endurskipuleggja vaktirnar hjá starfsmönnum laugarinnar þannig að það væri einhver alltaf í baðherbergjunum. Ég hef heyrt það, að í Bláa Lóninu séu baðverðir og enginn gestur fer í lónið óbaðaður, til fyrirmyndar. Ég læt mitt sjónarmið duga hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundlaugar Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Sæl öll. Mér finnst, og veit að það eru fleiri sem eru á sama máli, að sundlaugarnar á Íslandi eru perlur, mikil heilsubót. Á það því einnig að vera gleði að fara í sund. Við, sundlaugargestir, heimamenn, borgum fyrir allan kostnað laugarinnar með skatti okkar og aðgöngugjaldi. Nú hefur afgreiðslan verið endurbætt í sundlaug Keflavíkur, sem er gott mál. Færri fara í sund án þess að greiða sundlaugargjaldið. Það er e.t.v. eitt sem má laga, að mínu mati og annarra, til að gleðin við það að fara í sund sé áfram til staðar. Samræður í heitu pottunum fjalla oft um daginn og veginn, þar á meðal um sundlaugina sjálfa, starfsmennina. Komið hefur fram í máli manna, að þrifum sé ábótavant, sumir (yngstu) sundlaugargestir þrífa sig helst ekki fyrir sund. Þar eru þeir efstir á blaði sem æfa sund í lauginni. Heyrst hefur að þessi hópur fer helst ekki í sturtu fyrir sundæfingar. Annar hópur er erlendir gestir sem eru ekki vanir að þrífa sig fyrir sund eða vilja ekki sýna hvernig þeir eru skapaðir. Reglur laugarinnar eru á þann veg að gestir eiga að þrífa sig fyrir sund, skilti á veggjum baðherbergja benda á það. Vitni hafa séð að erlendir karlkynsgestir reyndu að fara/fóru í nærbuxum í laugina undir sundskýlu, það fannst íslensku gestunum ógeðslegt og er ég sammála. Er þá ekki gleðin, við að fara í sund, farin að minka töluvert við þetta? Þó að skiltin séu áberandi í sturtuklefunum þá fara erlendu gestirnir helst ekkert eftir þeim, líta ekki á þau, og þó að þeim sé bent á þau af íslenskum gestum, yppta bara öxlum. Einhver stjórnandi í RVK. í sundlaugarmálum, kom fram í sjónvarpinu, taldi að íslenskir sundlaugargestir ættu að koma í veg fyrir að útlendingar færu óbaðaðir í laugina. Við íslenskir sundlaugargestir eigum ekki að standa í ströggli, leiðindum, við aðra gesti, við erum komin til að njóta laugarinnar. Þessi maður fær því falleinkunn. Þetta með óþrifin hef ég nefnt við starfsmann í afgreiðslu, stjórnandann. Á hans máli mátti skilja að vegna fjölgunar erlendra ríkisborgara sem kæmu í sund þá væri erfitt að fylgjast með þeim í búningsherbergjum (hvers vegna erfitt?). Sama vandamál væri í öðrum sundlaugum t.d. í Rvk. (Þetta er vandamál sem stjórnendur lauganna búa til). Einnig nefndi hann að trúarlegar ástæður væru fyrir því að menn þrifu sig ekki fyrir sund, töldu sig vera hreina (múslimi), þurfa ekki að fara í sturtu (til hvers eru menn þá að fara í sund, ef ekki m.a. til að þrífa sig?). Einnig hélt hann að eftir u.þ.b. 10-15 ár þá færu fæstir í sturtu fyrir sund, unga kynslóðin væri nú þegar hætt því í dag. Eða með öðrum orðum, starfsmenn laugarinnar nenna ekki að standa í þessu með hreinlætið er sama þó menn fari óbaðaðir og í skítugum nærbuxum í laugina. Eldri sundlaugargestir, sem hafa alltaf farið eftir reglum sundlaugarinnar og borga sitt útsvar, eru ekki ánægðir með hvernig er tekið á þessum þrifamálum. Það má spyrja, hvað segja heilbrigðisyfirvöld sveitarfélagsins t.d. um nærbuxur í sundlauginni eða bara aðrir sundlaugargestir, er einhver ánægður með það? Með vaxandi óþrifum (bakteríur) í sundlauginni þá þarf að bæta klóri í vatnið, sem er ekki gott fyrir t.d. börn. Það ætti að kippa þessu í liðinn sem fyrst. Hvernig? Skal ekki segja. Þetta er stjórnendavandamál. E.t.v. má endurskipuleggja vaktirnar hjá starfsmönnum laugarinnar þannig að það væri einhver alltaf í baðherbergjunum. Ég hef heyrt það, að í Bláa Lóninu séu baðverðir og enginn gestur fer í lónið óbaðaður, til fyrirmyndar. Ég læt mitt sjónarmið duga hér.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun