Innlent

Rignir áfram í næstu viku

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það er útlit fyrir frekari úrkomu um miðja næstu viku á mestöllu landinu.
Það er útlit fyrir frekari úrkomu um miðja næstu viku á mestöllu landinu. Vísir/Hanna
Í dag verður vestlæg átt og lítilsháttar úrkoma en bjart með köflum suðaustanlands og hiti svipaður í dag og var í gær.

Snýst í norðaustanátt í nótt og kólnar dálítið en suðaustanlands verður austlægari vindur og þar fer að rigna annað kvöld. Hiti verður frá 5 stigum norðaustantil upp í 15 stig á Suður- og Vesturlandi.

Þá er útlit fyrir frekari úrkomu um miðja næstu viku á mestöllu landinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Norðaustanátt 5-13, hvassast norðvestantil og við suðausturströndina. Skýjað og stöku skúrir, en fer að rigna syðst undir kvöldið. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast á Suðurlandi. 

Á sunnudag:

Norðaustan 5-13, hvassast norðvestantil. Skýjað og rigning sunnantil, annars úrkomulítið. Hiti 8 til 13 stig sunnan- og vestanlands, en 3 til 6 stig norðaustantil. 

Á mánudag:

Norðlæg átt, 8-13 við NA-ströndina, en annars hægari. Skýjað en þurrt að kalla NA-til, en víða bjart sunnan- og vestanlands. Kólnar lítillega. 

Á þriðjudag:

Hæg vaxandi suðaustanátt, en áfram norðlæg átt fyrir norðan. Rignin seinnipartinn suðvestantil, en annast skýjað og þurrt að kalla. Hiti 8 til 15 stig. 

Á miðvikudag:

Alhvöss austlæg eða norðaustlæg átt og rigning, en að mestu þurrt nyrst. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast syðst. 

Á fimmtudag:

Útlit fyrir norðanátt og lítilsháttar úrkomu fyrir norðan, en þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×