Að slökkva gróðureld með fötu! Pétur Pétursson skrifar 27. júní 2019 13:08 Þyrlur Landhelgisgæslunnar til aðstoðar í gróðureldum Með aukinni hættu á flóknum gróðureldum í landinu verður nauðsynlegt að njóta liðsinni Landhelgisgæslunnar. Auðvitað er það einungis einn hlekkur í keðjunni sem þarf til þess að ráða niðurlögum slíkra elda en aðgerðir sem þessar eru mjög mann- og búnaðarfrekar. Flytja getur þurft vatn langar leiðir og þá jafnvel upp á fjöll þar sem mosaeldar loga í viðkvæmri náttúru. Við slíkar aðstæður getur reynst afar erfitt að flytja vatn og búnað án þess að njóta stuðnings vatnsflutninga með þyrlu eins og dæmin sanna. Einnig getur flutningur vatns með þyrlu verið afar árangursríkur ef stór kjarr-/trjásvæði brenna og illmögulegt er að koma búnaði slökkviliða að vettvangi. Í þessum tilfellum getur það stóraukið slökkvimátt vatnsins ef íblöndunarefnum er blandað við vatnið sem þyrlan ber með sér en þetta er gert við góðan árangur erlendis.Barist við gróðurelda.Brunarvarnir ÁrnessýsluEina „fatan“ sem til er í landinu er um það bil að syngja sitt síðasta Fatan, eða skjólan eins og hún kallast, sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, var keypt fyrir tilstuðlan Mannvirkjastofnunnar árið 2006 í kjölfar „Mýrareldanna“ sem kviknuðu það sama ár. Fatan var síðan tekin í notkun árið 2007. Í dag er staðan þannig að talsvert viðhald er komið á fötuna þar sem allur búnaður af þessu tagi hefur ákveðinn líftíma. Einnig er í dag hægt að fá mun hentugri fötur sem geta sótt vatn í mun grynnri vatnslindir en núverandi fata getur, en hún þarf um og yfir 2 metra djúpt vatn að lágmarki til þess að hægt sé að fylla hana. Nýrri fötur eru með dælu á sér sem tengd er við rafmagn þyrlunnar. Þeim er hægt að slaka í mun grynnra vatn og dæla í fötuna og þar með er úr mun fleiri vatnslindum að velja fyrir áhöfn þyrlunnar. Þetta getur síðan augljóslega stytt mikið þær vegalendir sem fljúga þarf með hvert hlass af vatni. Fatan sem til er í dag tekur um 2000 lítra af vatni en mikilvægt væri að kaupa stærri fötur sem gætu tekið allt að 3000 lítra af vatni. Á árinu 2020 gerir flugrekstrarsvið Landhelgisgæslunnar ráð fyrir því að þeir muni hafa til yfirráða 3 þyrlur með króka sem borið geta vatnsfötur með allt að 3000 lítrum af vatni.Þyrla með fötu í bandi.Brunavarnir ÁrnessýsluEr hægt að slökkva gróður- eða skógareld með einni fötu? Með tilliti til gróðurþróunar á Íslandi má færa sterk rök fyrir því að ein fata hafi lítið að segja verði umfangsmikill gróðureldur. Mikilvægt er að Landhelgisgæslan hafi yfir að ráða að minnsta kosti 3 slíkum fötum með búnaði til þess að koma íblöndunarbúnaði í vatnið. Innan skamms mun Landhelgisgæslan hafa yfir 3 þyrlum að ráða sem allar geta borið þennan búnað en þar að auki má alltaf gera ráð fyrir að þyrlufata geti skemmst eða bilað og þá væri búið að tryggja að allavega 2 fötur væru nothæfar ef á þyrfti að halda. Hér er að mínu viti alls ekki verið að ofmeta þörfina á þessum búnaði, hann þarf svo sannarlega að vera tiltækur þegar og ef á þarf að halda. Ekki er nóg að eiga búnaðinn heldur þarf einnig að æfa notkun hans svo slökkvimáttur og virkni búnaðarins nýtist sem mest og best. Við alla notkun kemur slit á búnað sem kallar á viðhald og öllu viðhaldi fylgir kostnaður.Pétur Pétursson, Lárus Helgi Kristjánsson, Lárus Kr. Guðmundsson, Hreggviður Símonarson og Bjarni Á Sigurðsson.Hver á að borga? Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar sem undirritaður hefur, þá komu þrír aðilar að kostun fötunnar sem keypt var árið 2006. Mannvirkjastofnun, Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri. Kostnaður slökkvibúnaðarins á þeim tíma var um tvær milljónir. Í dag má gera ráð fyrir að kostnaður við eina fötu með dælubúnaði og íblöndunarefnakerfi sé milli 8 og 9 milljónir. Það má því gera ráð fyrir að kostnaður við þrjár fötur af þessu tagi fari nærri 30 milljónum sem eru umtalsverðir fjármunir. Þó ber að hafa í huga að tryggingaverðmæti þeirra sumarhúsa sem verið væri að bjarga getur numið margfaldri þeirri tölu svo ekki sé talað um líf fólks og umhverfi. Spurningunni „hver á að borga“ er ekki auð svarað og sýnist sitt hverjum og má í raun kasta nokkrum spurningum fram þar eins og, hvort um almannavarnaástand sé að ræða og þar með hagsmunir þjóðarinnar í húfi? Eru þetta sérhagsmunir sveitarfélaga? Er þetta búnaður sem viðbragðsaðilar ættu að hafa á sínum snærum og Landhelgisgæslan nálgast hjá þeim þegar á þarf að halda? Svona mætti lengi spyrja en höfum við tíma í það? Við þurfum að fá umræðuna af stað. Við þurfum að finna svarið, viljann til framkvæmdarinnar og fjármagn í verkið. Fram að þessu hefur Landhelgisgæslan haldið utan um og viðhaldið þeim búnaði sem keyptur var árið 2006 með tilheyrandi kostnaði. Mögulega væri hægt að halda því áfram en það er ekki mitt að svara því. Eitt er að kaupa búnað en annað er að reka hann og viðhalda. Með tilliti til almannahagsmuna þurfum við að svara þessum spurningum og við þurfum að svara þeim sem fyrst.Höfundur er slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu og formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Pétur Pétursson Slökkvilið Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Þyrlur Landhelgisgæslunnar til aðstoðar í gróðureldum Með aukinni hættu á flóknum gróðureldum í landinu verður nauðsynlegt að njóta liðsinni Landhelgisgæslunnar. Auðvitað er það einungis einn hlekkur í keðjunni sem þarf til þess að ráða niðurlögum slíkra elda en aðgerðir sem þessar eru mjög mann- og búnaðarfrekar. Flytja getur þurft vatn langar leiðir og þá jafnvel upp á fjöll þar sem mosaeldar loga í viðkvæmri náttúru. Við slíkar aðstæður getur reynst afar erfitt að flytja vatn og búnað án þess að njóta stuðnings vatnsflutninga með þyrlu eins og dæmin sanna. Einnig getur flutningur vatns með þyrlu verið afar árangursríkur ef stór kjarr-/trjásvæði brenna og illmögulegt er að koma búnaði slökkviliða að vettvangi. Í þessum tilfellum getur það stóraukið slökkvimátt vatnsins ef íblöndunarefnum er blandað við vatnið sem þyrlan ber með sér en þetta er gert við góðan árangur erlendis.Barist við gróðurelda.Brunarvarnir ÁrnessýsluEina „fatan“ sem til er í landinu er um það bil að syngja sitt síðasta Fatan, eða skjólan eins og hún kallast, sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, var keypt fyrir tilstuðlan Mannvirkjastofnunnar árið 2006 í kjölfar „Mýrareldanna“ sem kviknuðu það sama ár. Fatan var síðan tekin í notkun árið 2007. Í dag er staðan þannig að talsvert viðhald er komið á fötuna þar sem allur búnaður af þessu tagi hefur ákveðinn líftíma. Einnig er í dag hægt að fá mun hentugri fötur sem geta sótt vatn í mun grynnri vatnslindir en núverandi fata getur, en hún þarf um og yfir 2 metra djúpt vatn að lágmarki til þess að hægt sé að fylla hana. Nýrri fötur eru með dælu á sér sem tengd er við rafmagn þyrlunnar. Þeim er hægt að slaka í mun grynnra vatn og dæla í fötuna og þar með er úr mun fleiri vatnslindum að velja fyrir áhöfn þyrlunnar. Þetta getur síðan augljóslega stytt mikið þær vegalendir sem fljúga þarf með hvert hlass af vatni. Fatan sem til er í dag tekur um 2000 lítra af vatni en mikilvægt væri að kaupa stærri fötur sem gætu tekið allt að 3000 lítra af vatni. Á árinu 2020 gerir flugrekstrarsvið Landhelgisgæslunnar ráð fyrir því að þeir muni hafa til yfirráða 3 þyrlur með króka sem borið geta vatnsfötur með allt að 3000 lítrum af vatni.Þyrla með fötu í bandi.Brunavarnir ÁrnessýsluEr hægt að slökkva gróður- eða skógareld með einni fötu? Með tilliti til gróðurþróunar á Íslandi má færa sterk rök fyrir því að ein fata hafi lítið að segja verði umfangsmikill gróðureldur. Mikilvægt er að Landhelgisgæslan hafi yfir að ráða að minnsta kosti 3 slíkum fötum með búnaði til þess að koma íblöndunarbúnaði í vatnið. Innan skamms mun Landhelgisgæslan hafa yfir 3 þyrlum að ráða sem allar geta borið þennan búnað en þar að auki má alltaf gera ráð fyrir að þyrlufata geti skemmst eða bilað og þá væri búið að tryggja að allavega 2 fötur væru nothæfar ef á þyrfti að halda. Hér er að mínu viti alls ekki verið að ofmeta þörfina á þessum búnaði, hann þarf svo sannarlega að vera tiltækur þegar og ef á þarf að halda. Ekki er nóg að eiga búnaðinn heldur þarf einnig að æfa notkun hans svo slökkvimáttur og virkni búnaðarins nýtist sem mest og best. Við alla notkun kemur slit á búnað sem kallar á viðhald og öllu viðhaldi fylgir kostnaður.Pétur Pétursson, Lárus Helgi Kristjánsson, Lárus Kr. Guðmundsson, Hreggviður Símonarson og Bjarni Á Sigurðsson.Hver á að borga? Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar sem undirritaður hefur, þá komu þrír aðilar að kostun fötunnar sem keypt var árið 2006. Mannvirkjastofnun, Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri. Kostnaður slökkvibúnaðarins á þeim tíma var um tvær milljónir. Í dag má gera ráð fyrir að kostnaður við eina fötu með dælubúnaði og íblöndunarefnakerfi sé milli 8 og 9 milljónir. Það má því gera ráð fyrir að kostnaður við þrjár fötur af þessu tagi fari nærri 30 milljónum sem eru umtalsverðir fjármunir. Þó ber að hafa í huga að tryggingaverðmæti þeirra sumarhúsa sem verið væri að bjarga getur numið margfaldri þeirri tölu svo ekki sé talað um líf fólks og umhverfi. Spurningunni „hver á að borga“ er ekki auð svarað og sýnist sitt hverjum og má í raun kasta nokkrum spurningum fram þar eins og, hvort um almannavarnaástand sé að ræða og þar með hagsmunir þjóðarinnar í húfi? Eru þetta sérhagsmunir sveitarfélaga? Er þetta búnaður sem viðbragðsaðilar ættu að hafa á sínum snærum og Landhelgisgæslan nálgast hjá þeim þegar á þarf að halda? Svona mætti lengi spyrja en höfum við tíma í það? Við þurfum að fá umræðuna af stað. Við þurfum að finna svarið, viljann til framkvæmdarinnar og fjármagn í verkið. Fram að þessu hefur Landhelgisgæslan haldið utan um og viðhaldið þeim búnaði sem keyptur var árið 2006 með tilheyrandi kostnaði. Mögulega væri hægt að halda því áfram en það er ekki mitt að svara því. Eitt er að kaupa búnað en annað er að reka hann og viðhalda. Með tilliti til almannahagsmuna þurfum við að svara þessum spurningum og við þurfum að svara þeim sem fyrst.Höfundur er slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu og formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar