Norðaustlæg áttí dag og hvassast á Norðvesturlandi. Þurrt vestan lands en skúrir á Austurlandi og rigning á Suðurlandi. Þessi greina veðurfræðingar Veðurstofu Íslands.
Á morgun er útlit fyrir hægari norðanátt og að það létti til um landið sunnan- og suðvestalands, skúrir fyrir austan. Hiti breytist lítið.
Úrkomulítið á að vera á þriðjudag en útlit fyrir rigningu á suðvestanlands um kvöldið.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:Norðan 3-8 og bjart með köflum, en norðvestan 8-13 NA-til á landinu og rigning við ströndina í fyrstu. Hiti 10 til 18 stig, en 5 til 10 NA-lands. Suðaustan 5-10 og rigning á SV-landi um kvöldið.
Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og rigning, en lengst af þurrt NA- og A-lands. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig.
Á fimmtudag:
Breytileg átt og víða skúrir. Hiti 7 til 15 stig, mildast syðst. Norðan 8-13 um kvöldið, með rigningu á A-verðu landinu.
Á föstudag:
Minnkandi norðanátt og skýjað en úrkomulítið. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast S-lands.
Á laugardag:
Hægur vindur og bjart með köflum, hiti 10 til 17 stig að deginum.