Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 12:55 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. Hann bindur vonir við að tillaga Íslands um úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum verði samþykkt en ráðið greiðir atkvæði um tillöguna á fimmtudag. Yfirvöld á Filippseyjum hafa sætt mikilli gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála í landinu. Í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International kemur fram að ólöglegar aftökur og misbeiting valds séu orðin hættuleg og viðtekin venja á Filippseyjum. Þá hafa yfir sex þúsund verið drepnir í stjórnartíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum að því er fréttastofa Reuters greindi frá nýverið. Tillaga fulltrúa Íslands um stöðu mannréttinda á Filippseyjum liggur fyrir hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og kveðst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vongóður um að tillagan verði samþykkt. „Hér er um það að ræða að við leggjum fram ályktun þar sem við hvetjum ríkisstjórn Filippseyja til að standa vel að mannréttindamálum því þeir hafa verið ásakaðir um mjög alvarlega hluti og sömuleiðis að þeir veiti heimild fyrir Sameinuðu þjóðirnar til að taka út stöðuna og koma með skýrslu um ástandið,” segir Guðlaugur Þór. Sendiherra Filippseyja hefur lýst vanþóknun sinni á ályktun Íslendinga og hefur sakað Íslendinga um hræsni. „Ég vísa því einfaldlega til föðurhúsanna og mér finnst skrítið að þeir geti ekki tekið undir þessa hluti og ég held að allir séu sammála um það að ganga fram eins og við leggjum til er eitthvað sem að telst alveg sjálfsagt og eðlilegt.“ En hefur þú einhverja hugmynd um til hvers hann var að vísa þar? „Nei, ég hef nákvæmlega enga hugmynd um það. Ég hef einu sinni hitt utanríkisráðherra Filippseyja þar sem við áttum prýðis samtal. Hann vildi að ég kæmi til landsins til að taka út stöðu mannréttindamála en ég tel eðlilegra að það séu alþjóðastofnanir, virtar alþjóðastofnanir sem geri það og ég er ennþá þeirrar skoðunar,“ segir Guðlaugur Þór. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. Hann bindur vonir við að tillaga Íslands um úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum verði samþykkt en ráðið greiðir atkvæði um tillöguna á fimmtudag. Yfirvöld á Filippseyjum hafa sætt mikilli gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála í landinu. Í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International kemur fram að ólöglegar aftökur og misbeiting valds séu orðin hættuleg og viðtekin venja á Filippseyjum. Þá hafa yfir sex þúsund verið drepnir í stjórnartíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum að því er fréttastofa Reuters greindi frá nýverið. Tillaga fulltrúa Íslands um stöðu mannréttinda á Filippseyjum liggur fyrir hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og kveðst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vongóður um að tillagan verði samþykkt. „Hér er um það að ræða að við leggjum fram ályktun þar sem við hvetjum ríkisstjórn Filippseyja til að standa vel að mannréttindamálum því þeir hafa verið ásakaðir um mjög alvarlega hluti og sömuleiðis að þeir veiti heimild fyrir Sameinuðu þjóðirnar til að taka út stöðuna og koma með skýrslu um ástandið,” segir Guðlaugur Þór. Sendiherra Filippseyja hefur lýst vanþóknun sinni á ályktun Íslendinga og hefur sakað Íslendinga um hræsni. „Ég vísa því einfaldlega til föðurhúsanna og mér finnst skrítið að þeir geti ekki tekið undir þessa hluti og ég held að allir séu sammála um það að ganga fram eins og við leggjum til er eitthvað sem að telst alveg sjálfsagt og eðlilegt.“ En hefur þú einhverja hugmynd um til hvers hann var að vísa þar? „Nei, ég hef nákvæmlega enga hugmynd um það. Ég hef einu sinni hitt utanríkisráðherra Filippseyja þar sem við áttum prýðis samtal. Hann vildi að ég kæmi til landsins til að taka út stöðu mannréttindamála en ég tel eðlilegra að það séu alþjóðastofnanir, virtar alþjóðastofnanir sem geri það og ég er ennþá þeirrar skoðunar,“ segir Guðlaugur Þór.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira