Fljótasta táningsstúlka sögunnar ekki líkleg til að ná bílprófinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2019 14:00 Amy Hunt trúði varla tímanum þegar hún kom í mark. Mynd/Twitter/@AmyHunt02 Bretar eru að eignast mikla hlaupastjörnu í hinni átján ára gömlu Amy Hunt sem setti athyglisvert met á dögunum. Amy Hunt kom þá í mark í 200 metra hlaupi á 22,42 sekúndum. Engin kona átján ára og yngri hefur hlaupið þessa vegalengd hraðar í heiminum. Amy Hunt kemst þar í hóp með Usain Bolt sem er sá karlmaður sem hefur hlaupið 200 metrana hraðast fyrir átján ára afmælið. Amy Hunt er fædd 15. maí 2002 og er því nýorðin sautján ára gömul. Hún er nýkomin í sviðsljósið en var í stóru viðtalið við Telegraph um helgina.Meet Amy Hunt: the British teenage sprinter following in the footsteps of Usain Bolt | @benbloomsporthttps://t.co/qUulhrSlVj — Telegraph Sport (@TelegraphSport) July 7, 2019„Þetta er svo skrýtið. Hann er stærsta nafnið í sportinu og allir vita hver hann er. Það er svo skrýtið að ég eigi samskonar met og hann,“ sagði Amy Hunt um samanburðinn á metum hennar og Usain Bolt. Amy Hunt er langt frá því að vera bara spretthlaupari. Hún er líka frábær námsmaður, er búin að ná sjötta stigi á selló og er að hugsa um að sækja um skólavist í annaðhvort Oxford eða Cambridge. Í þessu fróðlega viðtali kemur fram að eiginlega eini gallinn sem finnst hjá henni er þegar hún sest fyrir aftan stýrið. Hún er ekki líkleg til að ná bílprófinu á næstunni. „Síðast þegar ég reyndi að keyra þá drap ég þrisvar á bílnum,“ sagði Amy Hunt hlæjandi. Hún treystir því á fjölskyldumeðlimi að keyra hana á æfingar. Amy Hunt á líka 20 ára metið hjá bretum og aðeins tvær breskar konur hafa hlaupið hraðar en hún eða þær Dina Asher-Smith og Kathy Cook. Dina Asher-Smith hljóp einmitt á sama tíma og hún á sama degi þegar Asher-Smith varð þriðja á dementamóti í Eugene í Bandaríkjunum.@AmyHunt02 breaks @dinaashersmith's British U20 200m record, @jzells01 sets a @EuroAthletics U20 110m hurdles lead and PB's galore for the British contingent in Mannheim this weekend! Our highlights from the weekend's action here https://t.co/VRppuN9gZQ — British Athletics (@BritAthletics) June 30, 2019Amy Hunt er með þessu frábæra hlaupi sínu búin að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. Hún leyfir sér þó ekki að hugsa um leikanna í Tókýó nærri því strax. Fyrst á dagskrá er að klára menntaskólann og ná sem bestum árangri í prófunum á næsta ári. Það má ekkert slaka á þar ef þú ætlar að komast inn í Oxford eða Cambridge. „Íþróttakonur geta alveg verið klárar. Sjáið bara Dina og Lauru. Þær hafa sýnt að maður þarf ekki að fórna öðru fyrir hitt,“ sagði Hunt. Umrædd Asher-Smith er lærður sagnfræðingur og millivegahlauparinn og Evrópumeistarinn Laura Muir er dýralæknir. „Námið er virkilega mikilvægt. Fullt af íþróttafólki á mínum aldri halda að ef þeir ná árangri í íþróttum þá þurfi þau ekki að leggja sig fram í námi. Lífið heldur áfram eftir íþróttirnar og þá er afar mikilvægt að vera búin með skólann líka,“ sagði Hunt. Það má finna allt viðtalið við Amy Hunt með því að smella hér. Bretland Frjálsar íþróttir Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjá meira
Bretar eru að eignast mikla hlaupastjörnu í hinni átján ára gömlu Amy Hunt sem setti athyglisvert met á dögunum. Amy Hunt kom þá í mark í 200 metra hlaupi á 22,42 sekúndum. Engin kona átján ára og yngri hefur hlaupið þessa vegalengd hraðar í heiminum. Amy Hunt kemst þar í hóp með Usain Bolt sem er sá karlmaður sem hefur hlaupið 200 metrana hraðast fyrir átján ára afmælið. Amy Hunt er fædd 15. maí 2002 og er því nýorðin sautján ára gömul. Hún er nýkomin í sviðsljósið en var í stóru viðtalið við Telegraph um helgina.Meet Amy Hunt: the British teenage sprinter following in the footsteps of Usain Bolt | @benbloomsporthttps://t.co/qUulhrSlVj — Telegraph Sport (@TelegraphSport) July 7, 2019„Þetta er svo skrýtið. Hann er stærsta nafnið í sportinu og allir vita hver hann er. Það er svo skrýtið að ég eigi samskonar met og hann,“ sagði Amy Hunt um samanburðinn á metum hennar og Usain Bolt. Amy Hunt er langt frá því að vera bara spretthlaupari. Hún er líka frábær námsmaður, er búin að ná sjötta stigi á selló og er að hugsa um að sækja um skólavist í annaðhvort Oxford eða Cambridge. Í þessu fróðlega viðtali kemur fram að eiginlega eini gallinn sem finnst hjá henni er þegar hún sest fyrir aftan stýrið. Hún er ekki líkleg til að ná bílprófinu á næstunni. „Síðast þegar ég reyndi að keyra þá drap ég þrisvar á bílnum,“ sagði Amy Hunt hlæjandi. Hún treystir því á fjölskyldumeðlimi að keyra hana á æfingar. Amy Hunt á líka 20 ára metið hjá bretum og aðeins tvær breskar konur hafa hlaupið hraðar en hún eða þær Dina Asher-Smith og Kathy Cook. Dina Asher-Smith hljóp einmitt á sama tíma og hún á sama degi þegar Asher-Smith varð þriðja á dementamóti í Eugene í Bandaríkjunum.@AmyHunt02 breaks @dinaashersmith's British U20 200m record, @jzells01 sets a @EuroAthletics U20 110m hurdles lead and PB's galore for the British contingent in Mannheim this weekend! Our highlights from the weekend's action here https://t.co/VRppuN9gZQ — British Athletics (@BritAthletics) June 30, 2019Amy Hunt er með þessu frábæra hlaupi sínu búin að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. Hún leyfir sér þó ekki að hugsa um leikanna í Tókýó nærri því strax. Fyrst á dagskrá er að klára menntaskólann og ná sem bestum árangri í prófunum á næsta ári. Það má ekkert slaka á þar ef þú ætlar að komast inn í Oxford eða Cambridge. „Íþróttakonur geta alveg verið klárar. Sjáið bara Dina og Lauru. Þær hafa sýnt að maður þarf ekki að fórna öðru fyrir hitt,“ sagði Hunt. Umrædd Asher-Smith er lærður sagnfræðingur og millivegahlauparinn og Evrópumeistarinn Laura Muir er dýralæknir. „Námið er virkilega mikilvægt. Fullt af íþróttafólki á mínum aldri halda að ef þeir ná árangri í íþróttum þá þurfi þau ekki að leggja sig fram í námi. Lífið heldur áfram eftir íþróttirnar og þá er afar mikilvægt að vera búin með skólann líka,“ sagði Hunt. Það má finna allt viðtalið við Amy Hunt með því að smella hér.
Bretland Frjálsar íþróttir Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjá meira