Af hverju? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. júlí 2019 07:00 Félagsmálaráðherra landsins ber aukatitilinn barnamálaráðherra, og fullt heiti er því félags- og barnamálaráðherra. Vísast á þessi aukatitill „barnamálaráðherra“ að vera til marks um umhyggju stjórnvalda fyrir börnum og ungmennum. Því miður er þessi umhyggja oft æði takmörkuð og ekki ratar hún alltaf þangað sem sár þörf er fyrir hana. Ef hún væri sönn og ekta myndi hún beinast að þeim börnum sem líða þjáningar og hið augljósa markmið væri þá að gera allt sem mögulegt væri til að gera líf þessara ungu einstaklinga betra. Hins vegar er það svo að þegar slík umhyggja kann að kosta stjórnvöld einhver óþægindi þá eru þau yfirleitt furðu fljót að koma sér í skjól. Nýleg dæmi blasa við og eru æði sorgleg. Zainab Safari frá Afganistan er fjórtán ára stúlka sem þráir ekkert heitar en að fá að búa á Íslandi. Hún dvaldi í flóttamannabúðum á Grikklandi ásamt móður sinni og bróður en kom með þeim til Íslands. Hér líður henni vel og hún er umvafin væntumþykju samnemenda sinna í Hagaskóla. Hlutskipti hennar virðist þó eiga að vera það að vera vísað aftur til Grikklands þar sem óvissan ein bíður hennar. Vinir hennar hér á landi skilja ekki óréttlætið sem í þessu felst og eru ekki reiðubúnir að sætta sig við það. Þeir tala máli hennar af krafti, ástríðu og væntumþykju en fyrir þeim verður kerfi sem hlustar ekki á tilfinningarök og er þess vegna ómanneskjulegt. Hinn afganski Asadollah og ungir synir hans, Ali og Mahdi, níu og tíu ára fréttu nýlega af því að vísa átti þeim úr landi. Annar sonurinn fékk taugaáfall og var fluttur á bráðamóttöku barnaspítala Hringsins. Vegna þessa hefur brottvísuninni verið frestað tímabundið. Sú frestun virðist gerð í von um að drengurinn jafni sig þannig að hægt sé að vísa honum burt. Þessi drengur var ásamt bróður sínum að byggja upp nýja tilveru eftir sára reynslu sem ætti ekki að leggja á litlar og saklausar sálir. Nú bíður þeirra að vera fluttir úr landi. Þannig er af fullkomnu miskunnarleysi verið að kippa fótum undan tilveru barna sem bjuggu við neyð og óöryggi en töldu sig vera komin í skjól. Endalaust má horfa á sjónvarpsfréttir af neyð úti í löndum og andvarpa samúðarfullt vegna þeirra skelfilegu aðstæðna sem börn á flótta þurfa að búa við og hugsa um leið hversu nauðsynlegt sé að koma þeim til bjargar. Þessi samúð er alls einskis virði ef enginn vilji er til að hjálpa þessum börnum þegar tækifæri gefst til þess. Það má skreyta félagsmálaráðherra með heitinu barnamálaráðherra en ef umhyggja stjórnvalda sýnir sig ekki í reynd þegar þörf er á þá er hún ósönn. Af hverju sýna stjórnvöld ekki mannúð í verki? Þau geta ekki endalaust falið sig á bak við reglugerðir. Ef reglugerðir eru óréttlátar þá er skylda stjórnvalda að rísa upp og krefjast breytingar á því. Ef velferð barna skiptir stjórnvöld raunverulegu máli þá eiga þau að taka sér stöðu með þeim börnum sem þola þjáningar. Ekki umvefja sig þögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra landsins ber aukatitilinn barnamálaráðherra, og fullt heiti er því félags- og barnamálaráðherra. Vísast á þessi aukatitill „barnamálaráðherra“ að vera til marks um umhyggju stjórnvalda fyrir börnum og ungmennum. Því miður er þessi umhyggja oft æði takmörkuð og ekki ratar hún alltaf þangað sem sár þörf er fyrir hana. Ef hún væri sönn og ekta myndi hún beinast að þeim börnum sem líða þjáningar og hið augljósa markmið væri þá að gera allt sem mögulegt væri til að gera líf þessara ungu einstaklinga betra. Hins vegar er það svo að þegar slík umhyggja kann að kosta stjórnvöld einhver óþægindi þá eru þau yfirleitt furðu fljót að koma sér í skjól. Nýleg dæmi blasa við og eru æði sorgleg. Zainab Safari frá Afganistan er fjórtán ára stúlka sem þráir ekkert heitar en að fá að búa á Íslandi. Hún dvaldi í flóttamannabúðum á Grikklandi ásamt móður sinni og bróður en kom með þeim til Íslands. Hér líður henni vel og hún er umvafin væntumþykju samnemenda sinna í Hagaskóla. Hlutskipti hennar virðist þó eiga að vera það að vera vísað aftur til Grikklands þar sem óvissan ein bíður hennar. Vinir hennar hér á landi skilja ekki óréttlætið sem í þessu felst og eru ekki reiðubúnir að sætta sig við það. Þeir tala máli hennar af krafti, ástríðu og væntumþykju en fyrir þeim verður kerfi sem hlustar ekki á tilfinningarök og er þess vegna ómanneskjulegt. Hinn afganski Asadollah og ungir synir hans, Ali og Mahdi, níu og tíu ára fréttu nýlega af því að vísa átti þeim úr landi. Annar sonurinn fékk taugaáfall og var fluttur á bráðamóttöku barnaspítala Hringsins. Vegna þessa hefur brottvísuninni verið frestað tímabundið. Sú frestun virðist gerð í von um að drengurinn jafni sig þannig að hægt sé að vísa honum burt. Þessi drengur var ásamt bróður sínum að byggja upp nýja tilveru eftir sára reynslu sem ætti ekki að leggja á litlar og saklausar sálir. Nú bíður þeirra að vera fluttir úr landi. Þannig er af fullkomnu miskunnarleysi verið að kippa fótum undan tilveru barna sem bjuggu við neyð og óöryggi en töldu sig vera komin í skjól. Endalaust má horfa á sjónvarpsfréttir af neyð úti í löndum og andvarpa samúðarfullt vegna þeirra skelfilegu aðstæðna sem börn á flótta þurfa að búa við og hugsa um leið hversu nauðsynlegt sé að koma þeim til bjargar. Þessi samúð er alls einskis virði ef enginn vilji er til að hjálpa þessum börnum þegar tækifæri gefst til þess. Það má skreyta félagsmálaráðherra með heitinu barnamálaráðherra en ef umhyggja stjórnvalda sýnir sig ekki í reynd þegar þörf er á þá er hún ósönn. Af hverju sýna stjórnvöld ekki mannúð í verki? Þau geta ekki endalaust falið sig á bak við reglugerðir. Ef reglugerðir eru óréttlátar þá er skylda stjórnvalda að rísa upp og krefjast breytingar á því. Ef velferð barna skiptir stjórnvöld raunverulegu máli þá eiga þau að taka sér stöðu með þeim börnum sem þola þjáningar. Ekki umvefja sig þögn.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun