Af hverju? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. júlí 2019 07:00 Félagsmálaráðherra landsins ber aukatitilinn barnamálaráðherra, og fullt heiti er því félags- og barnamálaráðherra. Vísast á þessi aukatitill „barnamálaráðherra“ að vera til marks um umhyggju stjórnvalda fyrir börnum og ungmennum. Því miður er þessi umhyggja oft æði takmörkuð og ekki ratar hún alltaf þangað sem sár þörf er fyrir hana. Ef hún væri sönn og ekta myndi hún beinast að þeim börnum sem líða þjáningar og hið augljósa markmið væri þá að gera allt sem mögulegt væri til að gera líf þessara ungu einstaklinga betra. Hins vegar er það svo að þegar slík umhyggja kann að kosta stjórnvöld einhver óþægindi þá eru þau yfirleitt furðu fljót að koma sér í skjól. Nýleg dæmi blasa við og eru æði sorgleg. Zainab Safari frá Afganistan er fjórtán ára stúlka sem þráir ekkert heitar en að fá að búa á Íslandi. Hún dvaldi í flóttamannabúðum á Grikklandi ásamt móður sinni og bróður en kom með þeim til Íslands. Hér líður henni vel og hún er umvafin væntumþykju samnemenda sinna í Hagaskóla. Hlutskipti hennar virðist þó eiga að vera það að vera vísað aftur til Grikklands þar sem óvissan ein bíður hennar. Vinir hennar hér á landi skilja ekki óréttlætið sem í þessu felst og eru ekki reiðubúnir að sætta sig við það. Þeir tala máli hennar af krafti, ástríðu og væntumþykju en fyrir þeim verður kerfi sem hlustar ekki á tilfinningarök og er þess vegna ómanneskjulegt. Hinn afganski Asadollah og ungir synir hans, Ali og Mahdi, níu og tíu ára fréttu nýlega af því að vísa átti þeim úr landi. Annar sonurinn fékk taugaáfall og var fluttur á bráðamóttöku barnaspítala Hringsins. Vegna þessa hefur brottvísuninni verið frestað tímabundið. Sú frestun virðist gerð í von um að drengurinn jafni sig þannig að hægt sé að vísa honum burt. Þessi drengur var ásamt bróður sínum að byggja upp nýja tilveru eftir sára reynslu sem ætti ekki að leggja á litlar og saklausar sálir. Nú bíður þeirra að vera fluttir úr landi. Þannig er af fullkomnu miskunnarleysi verið að kippa fótum undan tilveru barna sem bjuggu við neyð og óöryggi en töldu sig vera komin í skjól. Endalaust má horfa á sjónvarpsfréttir af neyð úti í löndum og andvarpa samúðarfullt vegna þeirra skelfilegu aðstæðna sem börn á flótta þurfa að búa við og hugsa um leið hversu nauðsynlegt sé að koma þeim til bjargar. Þessi samúð er alls einskis virði ef enginn vilji er til að hjálpa þessum börnum þegar tækifæri gefst til þess. Það má skreyta félagsmálaráðherra með heitinu barnamálaráðherra en ef umhyggja stjórnvalda sýnir sig ekki í reynd þegar þörf er á þá er hún ósönn. Af hverju sýna stjórnvöld ekki mannúð í verki? Þau geta ekki endalaust falið sig á bak við reglugerðir. Ef reglugerðir eru óréttlátar þá er skylda stjórnvalda að rísa upp og krefjast breytingar á því. Ef velferð barna skiptir stjórnvöld raunverulegu máli þá eiga þau að taka sér stöðu með þeim börnum sem þola þjáningar. Ekki umvefja sig þögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra landsins ber aukatitilinn barnamálaráðherra, og fullt heiti er því félags- og barnamálaráðherra. Vísast á þessi aukatitill „barnamálaráðherra“ að vera til marks um umhyggju stjórnvalda fyrir börnum og ungmennum. Því miður er þessi umhyggja oft æði takmörkuð og ekki ratar hún alltaf þangað sem sár þörf er fyrir hana. Ef hún væri sönn og ekta myndi hún beinast að þeim börnum sem líða þjáningar og hið augljósa markmið væri þá að gera allt sem mögulegt væri til að gera líf þessara ungu einstaklinga betra. Hins vegar er það svo að þegar slík umhyggja kann að kosta stjórnvöld einhver óþægindi þá eru þau yfirleitt furðu fljót að koma sér í skjól. Nýleg dæmi blasa við og eru æði sorgleg. Zainab Safari frá Afganistan er fjórtán ára stúlka sem þráir ekkert heitar en að fá að búa á Íslandi. Hún dvaldi í flóttamannabúðum á Grikklandi ásamt móður sinni og bróður en kom með þeim til Íslands. Hér líður henni vel og hún er umvafin væntumþykju samnemenda sinna í Hagaskóla. Hlutskipti hennar virðist þó eiga að vera það að vera vísað aftur til Grikklands þar sem óvissan ein bíður hennar. Vinir hennar hér á landi skilja ekki óréttlætið sem í þessu felst og eru ekki reiðubúnir að sætta sig við það. Þeir tala máli hennar af krafti, ástríðu og væntumþykju en fyrir þeim verður kerfi sem hlustar ekki á tilfinningarök og er þess vegna ómanneskjulegt. Hinn afganski Asadollah og ungir synir hans, Ali og Mahdi, níu og tíu ára fréttu nýlega af því að vísa átti þeim úr landi. Annar sonurinn fékk taugaáfall og var fluttur á bráðamóttöku barnaspítala Hringsins. Vegna þessa hefur brottvísuninni verið frestað tímabundið. Sú frestun virðist gerð í von um að drengurinn jafni sig þannig að hægt sé að vísa honum burt. Þessi drengur var ásamt bróður sínum að byggja upp nýja tilveru eftir sára reynslu sem ætti ekki að leggja á litlar og saklausar sálir. Nú bíður þeirra að vera fluttir úr landi. Þannig er af fullkomnu miskunnarleysi verið að kippa fótum undan tilveru barna sem bjuggu við neyð og óöryggi en töldu sig vera komin í skjól. Endalaust má horfa á sjónvarpsfréttir af neyð úti í löndum og andvarpa samúðarfullt vegna þeirra skelfilegu aðstæðna sem börn á flótta þurfa að búa við og hugsa um leið hversu nauðsynlegt sé að koma þeim til bjargar. Þessi samúð er alls einskis virði ef enginn vilji er til að hjálpa þessum börnum þegar tækifæri gefst til þess. Það má skreyta félagsmálaráðherra með heitinu barnamálaráðherra en ef umhyggja stjórnvalda sýnir sig ekki í reynd þegar þörf er á þá er hún ósönn. Af hverju sýna stjórnvöld ekki mannúð í verki? Þau geta ekki endalaust falið sig á bak við reglugerðir. Ef reglugerðir eru óréttlátar þá er skylda stjórnvalda að rísa upp og krefjast breytingar á því. Ef velferð barna skiptir stjórnvöld raunverulegu máli þá eiga þau að taka sér stöðu með þeim börnum sem þola þjáningar. Ekki umvefja sig þögn.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun