Fátt fær stöðvað illa rekin ríkisfyrirtæki Helgi Vífill Júlíusson skrifar 3. júlí 2019 07:00 BSRB, samtök opinberra starfsmanna, börðust kröftuglega fyrir þá félagsmenn sem starfa hjá Íslandspósti á dögunum þegar mótmælt var einkavæðingu ríkisfyrirtækisins. Í herlúðrunum ómaði gamall, skerandi falskur tónn um mikilvægi ríkisrekstrar á fjölda sviða mannlífsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á hrós skilið fyrir að stíga fram og lýsa yfir áhuga á að selja Íslandspóst. Það getur verið erfitt að viðra hugmyndir sem þessar í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græna. Það skiptir nefnilega sköpum að leiðtogar Sjálfstæðisflokksins tali með þessum hætti. Það hreyfir við umræðunni, eins og sést. Því miður vildi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra stíga varlega til jarðar. Hann taldi ekki tímabært að ræða sölu á fyrirtækinu og vildi sjá hver árangur af rekstrarumbótum á félaginu yrði. Birgir Jónsson, nýr forstjóri Íslandspósts, má eiga það að hann lætur strax til sín taka. Hans fyrsta verk var að setja prentsmiðjuna Samskipti á sölu. Það er lýsandi fyrir óráðsíuna hjá ríkispóstinum að hafa keypt illa rekna prentsmiðju á árunum fyrir hrun. Stjórnendurnir virtust ekki átta sig á þeim takmörkum sem ríkisrekstur setur þeim. Sigurður Ingi þarf að hafa í huga að endurskipulagning á rekstri Íslandspósts breytir ekki þessu þrennu: Í fyrsta lagi á ríkið ekki að reka flutningafyrirtæki sem dreifir bréfum, pökkum og stærri sendingum eins og Íslandspóstur gerir. Hann á ekki að vera í samkeppnisrekstri. Opinberu fé er betur varið í þarfari verkefni. Í öðru lagi felst vandi Íslandspósts í því að bréfasendingum hefur fækkað með tilkomu internetsins. Ríkið sendir til dæmis ekki skattframtöl í pósti nema nauðbeygt. BSRB-liðar segja að póstþjónusta sé mikilvægur innviður en bréfasendingar eru það ekki lengur. Jafnvel þótt svo væri, geta einkafyrirtæki geta sinnt þjónustunni með myndarbrag. Í þriðja lagi er ríkið með einkarétt á bréfasendingum. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, vakti athygli á að Ísland væri síðasta EES-ríkið til að afnema þessa einokun. Framkvæmdastjóri BSRB sagði í grein í Fréttablaðinu í gær að vandi Íslandspósts fælist í skorti á stefnumótun, ekki eignarhaldinu. Í þessu felst rökvilla. Vegna eignarhaldsins var skortur á stefnumótun. Aðhald hluthafa er með allt öðrum hætti en stjórnmálamanna. Það sem ekki skiptir síður máli er að þegar hefðbundin fyrirtæki ná ekki að fóta sig, líða þau undir lok. En vel rekin fyrirtæki fá að lifa áfram. Fátt fær stöðvað illa rekin ríkisfyrirtæki. Í því liggur vandinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
BSRB, samtök opinberra starfsmanna, börðust kröftuglega fyrir þá félagsmenn sem starfa hjá Íslandspósti á dögunum þegar mótmælt var einkavæðingu ríkisfyrirtækisins. Í herlúðrunum ómaði gamall, skerandi falskur tónn um mikilvægi ríkisrekstrar á fjölda sviða mannlífsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á hrós skilið fyrir að stíga fram og lýsa yfir áhuga á að selja Íslandspóst. Það getur verið erfitt að viðra hugmyndir sem þessar í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græna. Það skiptir nefnilega sköpum að leiðtogar Sjálfstæðisflokksins tali með þessum hætti. Það hreyfir við umræðunni, eins og sést. Því miður vildi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra stíga varlega til jarðar. Hann taldi ekki tímabært að ræða sölu á fyrirtækinu og vildi sjá hver árangur af rekstrarumbótum á félaginu yrði. Birgir Jónsson, nýr forstjóri Íslandspósts, má eiga það að hann lætur strax til sín taka. Hans fyrsta verk var að setja prentsmiðjuna Samskipti á sölu. Það er lýsandi fyrir óráðsíuna hjá ríkispóstinum að hafa keypt illa rekna prentsmiðju á árunum fyrir hrun. Stjórnendurnir virtust ekki átta sig á þeim takmörkum sem ríkisrekstur setur þeim. Sigurður Ingi þarf að hafa í huga að endurskipulagning á rekstri Íslandspósts breytir ekki þessu þrennu: Í fyrsta lagi á ríkið ekki að reka flutningafyrirtæki sem dreifir bréfum, pökkum og stærri sendingum eins og Íslandspóstur gerir. Hann á ekki að vera í samkeppnisrekstri. Opinberu fé er betur varið í þarfari verkefni. Í öðru lagi felst vandi Íslandspósts í því að bréfasendingum hefur fækkað með tilkomu internetsins. Ríkið sendir til dæmis ekki skattframtöl í pósti nema nauðbeygt. BSRB-liðar segja að póstþjónusta sé mikilvægur innviður en bréfasendingar eru það ekki lengur. Jafnvel þótt svo væri, geta einkafyrirtæki geta sinnt þjónustunni með myndarbrag. Í þriðja lagi er ríkið með einkarétt á bréfasendingum. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, vakti athygli á að Ísland væri síðasta EES-ríkið til að afnema þessa einokun. Framkvæmdastjóri BSRB sagði í grein í Fréttablaðinu í gær að vandi Íslandspósts fælist í skorti á stefnumótun, ekki eignarhaldinu. Í þessu felst rökvilla. Vegna eignarhaldsins var skortur á stefnumótun. Aðhald hluthafa er með allt öðrum hætti en stjórnmálamanna. Það sem ekki skiptir síður máli er að þegar hefðbundin fyrirtæki ná ekki að fóta sig, líða þau undir lok. En vel rekin fyrirtæki fá að lifa áfram. Fátt fær stöðvað illa rekin ríkisfyrirtæki. Í því liggur vandinn.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun