Ný áætlun gegn sykurneyslu gæti fækkað krabbameinum Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Sigrún Elva Einarsdóttir og Birna Þórisdóttir og Ásgeir R. Helgason skrifa 2. júlí 2019 07:15 Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. Krabbameinsfélagið fagnar því nýrri aðgerðaráætlun sem Embætti landlæknis vann fyrir heilbrigðisráðuneytið sem leggur til sykurskatt og lækkað verð á grænmeti og ávöxtum. Aukin líkamsþyngd er staðfestur áhættuþáttur 12 tegunda krabbameina, meðal annars í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Aukin neysla grænmetis og ávaxta dregur úr líkum á krabbameinum, bæði í gegnum betri þyngdarstjórnun og vegna þess hve rík þessi matvæli eru af trefjum og öðrum hollefnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að sporna við aukinni tíðni ofþyngdar og offitu til að bæta heilsufar þjóða. Norræn rannsókn frá 2017 sem byggir meðal annars á gögnum Krabbameinsskrár Íslands áætlaði varlega að með því að helminga þann fjölda Íslendinga sem eru of þungir mætti koma í veg fyrir að rúmlega 1.000 manns fái krabbamein á næstu 30 árum. Það væru að jafnaði þrír einstaklingar á mánuði. Það er því til mikils að vinna. Rannsóknir sýna að skattlagning á sykraðar vörur virkar ef hún er áþreifanleg og með lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi. Til að kynna sér magn sykurs í mismunandi matvælum má heimsækja vefsíðuna sykurmagn.is á vegum Embættis landlæknis. Krabbamein er nú algengasta ótímabæra dánarorsök Íslendinga yngri en 75 ára. Þriðji hver Íslendingur má vænta þess að fá krabbamein á ævinni. Vitað er að koma mætti í veg fyrir fjögur af hverjum 10 krabbameinum með forvörnum. Það er von okkar að hagsmunaaðilar sjái tækifærin í áætluninni því sykurskattur getur verið jákvætt skref í þágu lýðheilsu landsmanna og sterk forvörn gegn krabbameinum. Rétt er að taka fram að aðgerðir sem miða að því að draga úr sykurneyslu landsmanna nýtast öllum óháð líkamsþyngd. Hér er á ferð lýðheilsusjónarmið sem byggir á fjölda rannsókna sem sýna fram á mikilvægi þess, heilsunnar vegna, að reyna að draga úr óhóflegri þyngdaraukningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. Krabbameinsfélagið fagnar því nýrri aðgerðaráætlun sem Embætti landlæknis vann fyrir heilbrigðisráðuneytið sem leggur til sykurskatt og lækkað verð á grænmeti og ávöxtum. Aukin líkamsþyngd er staðfestur áhættuþáttur 12 tegunda krabbameina, meðal annars í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Aukin neysla grænmetis og ávaxta dregur úr líkum á krabbameinum, bæði í gegnum betri þyngdarstjórnun og vegna þess hve rík þessi matvæli eru af trefjum og öðrum hollefnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að sporna við aukinni tíðni ofþyngdar og offitu til að bæta heilsufar þjóða. Norræn rannsókn frá 2017 sem byggir meðal annars á gögnum Krabbameinsskrár Íslands áætlaði varlega að með því að helminga þann fjölda Íslendinga sem eru of þungir mætti koma í veg fyrir að rúmlega 1.000 manns fái krabbamein á næstu 30 árum. Það væru að jafnaði þrír einstaklingar á mánuði. Það er því til mikils að vinna. Rannsóknir sýna að skattlagning á sykraðar vörur virkar ef hún er áþreifanleg og með lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi. Til að kynna sér magn sykurs í mismunandi matvælum má heimsækja vefsíðuna sykurmagn.is á vegum Embættis landlæknis. Krabbamein er nú algengasta ótímabæra dánarorsök Íslendinga yngri en 75 ára. Þriðji hver Íslendingur má vænta þess að fá krabbamein á ævinni. Vitað er að koma mætti í veg fyrir fjögur af hverjum 10 krabbameinum með forvörnum. Það er von okkar að hagsmunaaðilar sjái tækifærin í áætluninni því sykurskattur getur verið jákvætt skref í þágu lýðheilsu landsmanna og sterk forvörn gegn krabbameinum. Rétt er að taka fram að aðgerðir sem miða að því að draga úr sykurneyslu landsmanna nýtast öllum óháð líkamsþyngd. Hér er á ferð lýðheilsusjónarmið sem byggir á fjölda rannsókna sem sýna fram á mikilvægi þess, heilsunnar vegna, að reyna að draga úr óhóflegri þyngdaraukningu.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar