Skima fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi til ársloka 2020 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2019 15:21 Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Fréttablaðið/Ernir Krabbameinsfélagið hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðuneytisins um að halda skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi áfram á Leitarstöð félagsins til ársloka 2020. Skrifað var skrifað undir samning við Sjúkratryggingar um framlenginguna á föstudag að því er segir í tilkynningu frá KÍ. Óvissa hefur ríkt um skipulag og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum eftir að heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í mars síðastliðnum að hún hygðist gera breytingar á skimuninni og fella hana undir opinbera þjónustu, til dæmis heilsugæsluna. „Árangursrík skimun fyrir krabbameinum byggir fyrst og fremst á sérhæfðri þekkingu fagfólks. Við lögðum til að samið yrði til lengri tíma, ekki síst til að auka starfsöryggi starfsfólksins sem hefur búið við mikið óöryggi í langan tíma vegna skammtímasamninga um þjónustuna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.Halda fagþekkingu í málaflokknum Krabbameinsfélagið leggur áherslu á að tryggja þurfi almenningi aðgengi að skimuninni þann tíma sem tekur heilbrigðisyfirvöld að útfæra og innleiða fyrirhugaðar breytingar. Tryggja þurfi að hvorki verði rof á þjónustu né að árangur dali. „Þar skiptir auðvitað höfuðmáli að halda fagþekkingu í málaflokknum, eins og bæði skimunarráð og landlæknir hafa talað um. Stjórnvöld höfnuðu boði okkar um lengri samning og vildu einungis semja til ársloka 2020. Þrátt fyrir það óöryggi sem það skapar, bæði í rekstri og fyrir starfsfólk, var ákveðið að fallast á enn einn skammtímasamninginn, þann áttunda frá árinu 2013, til að tryggja áframhaldandi aðgengi almennings að skimunni,“ segir Halla. Skimun sé viðkvæm þjónusta og ígrunda þurfi afar vel allar breytingar sem á henni verði. Vanda þurfi til eins og frekast er kostur ef vel eigi að takast. „Við treystum því að stjórnvöld tryggi áframhaldandi fagþekkingu í málaflokknum með því að tryggja áframhaldandi starfsöryggi þessa sérhæfða starfsfólks.“Ókeypis skimun – tvöföldun á þátttöku Krabbameinsfélagið hefur síðustu misseri staðið fyrir átaki til að hvetja konur til að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum. Hluti af átakinu er tilraunaverkefni og könnun sem félagið stendur fyrir árið 2019 þar sem það býður gjaldfrjálsa skimun fyrir konur sem eru boðaðar í krabbameinsleit fyrsta sinn. Fjöldi kvenna 23ja ára og 40 ára sem mættu í skimun á fyrstu fimm mánuðum ársins rúmlega tvöfaldaðist, miðað við sama tímabil í fyrra að því er segir í tilkynningunni. Stærstur hluti kvennanna, 95% 23ja ára kvenna og 70% 40 ára kvenna, segir að gjaldfrjáls skimun hafi hvatt þær til að taka þátt. Auk þess sögðu 23% yngri hópsins og 7% þess eldri að þær hefðu ekki mætt hefðu þær þurft að borga. Heilbrigðismál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Krabbameinsfélagið hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðuneytisins um að halda skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi áfram á Leitarstöð félagsins til ársloka 2020. Skrifað var skrifað undir samning við Sjúkratryggingar um framlenginguna á föstudag að því er segir í tilkynningu frá KÍ. Óvissa hefur ríkt um skipulag og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum eftir að heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í mars síðastliðnum að hún hygðist gera breytingar á skimuninni og fella hana undir opinbera þjónustu, til dæmis heilsugæsluna. „Árangursrík skimun fyrir krabbameinum byggir fyrst og fremst á sérhæfðri þekkingu fagfólks. Við lögðum til að samið yrði til lengri tíma, ekki síst til að auka starfsöryggi starfsfólksins sem hefur búið við mikið óöryggi í langan tíma vegna skammtímasamninga um þjónustuna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.Halda fagþekkingu í málaflokknum Krabbameinsfélagið leggur áherslu á að tryggja þurfi almenningi aðgengi að skimuninni þann tíma sem tekur heilbrigðisyfirvöld að útfæra og innleiða fyrirhugaðar breytingar. Tryggja þurfi að hvorki verði rof á þjónustu né að árangur dali. „Þar skiptir auðvitað höfuðmáli að halda fagþekkingu í málaflokknum, eins og bæði skimunarráð og landlæknir hafa talað um. Stjórnvöld höfnuðu boði okkar um lengri samning og vildu einungis semja til ársloka 2020. Þrátt fyrir það óöryggi sem það skapar, bæði í rekstri og fyrir starfsfólk, var ákveðið að fallast á enn einn skammtímasamninginn, þann áttunda frá árinu 2013, til að tryggja áframhaldandi aðgengi almennings að skimunni,“ segir Halla. Skimun sé viðkvæm þjónusta og ígrunda þurfi afar vel allar breytingar sem á henni verði. Vanda þurfi til eins og frekast er kostur ef vel eigi að takast. „Við treystum því að stjórnvöld tryggi áframhaldandi fagþekkingu í málaflokknum með því að tryggja áframhaldandi starfsöryggi þessa sérhæfða starfsfólks.“Ókeypis skimun – tvöföldun á þátttöku Krabbameinsfélagið hefur síðustu misseri staðið fyrir átaki til að hvetja konur til að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum. Hluti af átakinu er tilraunaverkefni og könnun sem félagið stendur fyrir árið 2019 þar sem það býður gjaldfrjálsa skimun fyrir konur sem eru boðaðar í krabbameinsleit fyrsta sinn. Fjöldi kvenna 23ja ára og 40 ára sem mættu í skimun á fyrstu fimm mánuðum ársins rúmlega tvöfaldaðist, miðað við sama tímabil í fyrra að því er segir í tilkynningunni. Stærstur hluti kvennanna, 95% 23ja ára kvenna og 70% 40 ára kvenna, segir að gjaldfrjáls skimun hafi hvatt þær til að taka þátt. Auk þess sögðu 23% yngri hópsins og 7% þess eldri að þær hefðu ekki mætt hefðu þær þurft að borga.
Heilbrigðismál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira