Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2019 12:18 Hópur slökkviliðsmanna sem hefur glímt við Skóflulækjarkjarreldana nærri Fairbanks. AP/Eric Engman Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna reyks í Anchorage, stærstu borg Alaska í Bandaríkjunum. Reykinn leggur frá kjarreldum sem hafa geisað á náttúruverndarsvæði frá því í fyrstu viku júní. Hitabylgja sem gengur yfir ríkið veldur einnig vatnavöxtum í ám. Methlýindi hafa verið í stærstum hluta Alaska og hefur það skapað kjöraðstæður fyrir kjarr- og skógarelda frá landamærunum að Kanada í austri til strandar Beringshafsins í vestri, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Eldurinn í Kenai-náttúruverndarsvæðinu kviknaði af völdum eldingar 5. Júní. Alls hafa um 275 ferkílómetrar lands orðið Svanavatnseldinum [e. Swan Lake] svonefnda að bráð. Í Anchorage, þar sem um 40% Alaskabúa búa, var fólk varað við því að dvelja lengi utandyra vegna reyksins. Þá var eldra fólki og heilsutæpu ráðlagt að halda sig alfarið innandyra. Í Fairbanks, norðar í Alaska, hafa svæði verið rýmd vegna annars kjarrelds sem geisar í nágrenninu sem nefndur hefur verið Skóflulækjareldurinn [e. Shovel Creek]. Alls geisa nú 354 kjarreldar víðsvegar í ríkinu og náðu þeir yfir tæplega 1.800 ferkílómetra svæði í gær. Flogið yfir þorpið Kivalina árið 2008. Hafísinn þar hefur hopað sérstaklega snemma að vori undanfarin ár. Það torveldar líf íbúanna sem veiða dýr á ísnum.Vísir/APHafísinn hopaði einstaklega snemma Hlýindin í Alaska koma í kjölfarið óvenjuhlýs vors þar sem ár losnuðu fyrr úr klakaböndum er nokkru sinni frá því að athuganir hófust. Það hefur leitt til mikilla leysinga bæði á jöklum og til fjalla. Víða er því mikið í ám og lækjum inn til ríkisins. Í Yetna-ánni norðvestur af Anchorage hafa leysingarnar valdið flóði. Í norðanverðu Alaska segja íbúar að hafísinn hafi tekið upp þar mun fyrr en vanalega í vor. Það hafi haft áhrif á dýralífið sem íbúarnir reiða sig á um lífsviðurværi. AP-fréttastofan hefur eftir Janet Mitchell frá Kivalina á norðvesturströnd Alaska að veiðimenn úr fjölskyldu hennar hafi þurft að sigla um 80 kílómetra til að finna kampsel á hafísnum. Vanalega hafi þeir getað veitt selina rétt utan við þorpið. Veiðimennirnir urðu eldsneytislausir á ísnum eftir að hafa veitt nokkur dýr og þurftu þorpsbúar að fara á eftir þeim og færa þeim meira eldsneyti á bátinn. Hop hafíssins er rakið til óvenjulegra hlýinda í norðanverðu Beringshafi og suðurhluta Tjúktahafs. Í síðustu viku var hitinn í yfirborðssjónum um fimm gráðum yfir meðaltali áranna 1981 til 2010. Hitinn í sjónum hefur mælst yfir 15°C. Rick Thoman, loftslagsvísindamaður við loftslagsstofnun Alaska-háskóla í Fairbanks, segir við AP að hlýindin séu langt á undan áætlun. Þau séu jafnframt hluti af jákvæðri svörun sem hnattræn hlýnun af völdum manna magni upp. Hlýnun hafsins leiði til minni hafíss sem aftur leiði til hlýnunar hafsins. „Sjórinn er hlýrri en á sama tíma í fyrra og það var gríðarlega hlýtt ár,“ segir Thoman. Síðustu fimm ár hafa verið þau hlýjustu í hafinu þar og hefur hafísinn því verið með minnsta móti. Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Sjá meira
Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna reyks í Anchorage, stærstu borg Alaska í Bandaríkjunum. Reykinn leggur frá kjarreldum sem hafa geisað á náttúruverndarsvæði frá því í fyrstu viku júní. Hitabylgja sem gengur yfir ríkið veldur einnig vatnavöxtum í ám. Methlýindi hafa verið í stærstum hluta Alaska og hefur það skapað kjöraðstæður fyrir kjarr- og skógarelda frá landamærunum að Kanada í austri til strandar Beringshafsins í vestri, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Eldurinn í Kenai-náttúruverndarsvæðinu kviknaði af völdum eldingar 5. Júní. Alls hafa um 275 ferkílómetrar lands orðið Svanavatnseldinum [e. Swan Lake] svonefnda að bráð. Í Anchorage, þar sem um 40% Alaskabúa búa, var fólk varað við því að dvelja lengi utandyra vegna reyksins. Þá var eldra fólki og heilsutæpu ráðlagt að halda sig alfarið innandyra. Í Fairbanks, norðar í Alaska, hafa svæði verið rýmd vegna annars kjarrelds sem geisar í nágrenninu sem nefndur hefur verið Skóflulækjareldurinn [e. Shovel Creek]. Alls geisa nú 354 kjarreldar víðsvegar í ríkinu og náðu þeir yfir tæplega 1.800 ferkílómetra svæði í gær. Flogið yfir þorpið Kivalina árið 2008. Hafísinn þar hefur hopað sérstaklega snemma að vori undanfarin ár. Það torveldar líf íbúanna sem veiða dýr á ísnum.Vísir/APHafísinn hopaði einstaklega snemma Hlýindin í Alaska koma í kjölfarið óvenjuhlýs vors þar sem ár losnuðu fyrr úr klakaböndum er nokkru sinni frá því að athuganir hófust. Það hefur leitt til mikilla leysinga bæði á jöklum og til fjalla. Víða er því mikið í ám og lækjum inn til ríkisins. Í Yetna-ánni norðvestur af Anchorage hafa leysingarnar valdið flóði. Í norðanverðu Alaska segja íbúar að hafísinn hafi tekið upp þar mun fyrr en vanalega í vor. Það hafi haft áhrif á dýralífið sem íbúarnir reiða sig á um lífsviðurværi. AP-fréttastofan hefur eftir Janet Mitchell frá Kivalina á norðvesturströnd Alaska að veiðimenn úr fjölskyldu hennar hafi þurft að sigla um 80 kílómetra til að finna kampsel á hafísnum. Vanalega hafi þeir getað veitt selina rétt utan við þorpið. Veiðimennirnir urðu eldsneytislausir á ísnum eftir að hafa veitt nokkur dýr og þurftu þorpsbúar að fara á eftir þeim og færa þeim meira eldsneyti á bátinn. Hop hafíssins er rakið til óvenjulegra hlýinda í norðanverðu Beringshafi og suðurhluta Tjúktahafs. Í síðustu viku var hitinn í yfirborðssjónum um fimm gráðum yfir meðaltali áranna 1981 til 2010. Hitinn í sjónum hefur mælst yfir 15°C. Rick Thoman, loftslagsvísindamaður við loftslagsstofnun Alaska-háskóla í Fairbanks, segir við AP að hlýindin séu langt á undan áætlun. Þau séu jafnframt hluti af jákvæðri svörun sem hnattræn hlýnun af völdum manna magni upp. Hlýnun hafsins leiði til minni hafíss sem aftur leiði til hlýnunar hafsins. „Sjórinn er hlýrri en á sama tíma í fyrra og það var gríðarlega hlýtt ár,“ segir Thoman. Síðustu fimm ár hafa verið þau hlýjustu í hafinu þar og hefur hafísinn því verið með minnsta móti.
Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Sjá meira
Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25
Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58
Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39
Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40
Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17