Erfið ár eftir brotthvarf Heimis Hallgríms: Þjálfararnir koma og fara í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 13:30 Heimir Hallgrímsson. Getty/Elsa Eyjamenn hafa enn á ný þurft að skipta um þjálfara karlaliðsins síns en knattspyrnuráð ÍBV og Pedro Hipolito komust í gær að samkomulagi um að ljúka samstarfi sínu. Eyjamenn hafa því farið í gegnum tólf mismunandi þjálfara á aðeins sjö og hálfu tímabili síðan þeir misstu Eyjamanninn sem hefur náð lengst í þjálfarastarfinu. Portúgalinn Pedro Hipolito var á sínu fyrsta tímabili með Eyjaliðið en hann tók við því af Kristjáni Guðmundssyni í vetur. ÍBV liðið náði aðeins fimm stigum í tíu leikjum sínum undir stjórn Hipolito í Pepsi Max deildinni. Hipolito yfirgefur ÍBV-liðið í botnsæti deildarinnar, fimm stigum frá öruggi sæti. Liðin sem eru í síðustu öruggu sætunum eiga enn fremur leik inni á ÍBV sem gerir slæma stöðu Eyjamanna enn verri.Hermann Hreiðarsson þjálfarði ÍBV liðið sumarið 2013.Vísir/DaníelHeimir Hallgrímsson, fyrrverandi A-landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al-Arabi í Katar, þjálfaði ÍBV-liðið í fimm ár eða frá 2006 til 2011. Hann hætti hjá ÍBV eftir 2011 tímabilið og gerðist aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck hjá íslenska landsliðinu. Heimir Hallgrímsson kom ÍBV aftur upp í deild þeirra bestu sumarið 2008 og undir hans stjórn varð liðið tvisvar í þriðja sæti deildarinnar. Það þekkja allir ævintýri íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis og Lars en síðan þá hafa margir sest í þjálfarsæti ÍBV-liðsins og flestir í bara stuttan tíma.Kristján Guðmundsson vann Heimi Guðjónsson í úrslitaleik bikarkeppninnar.Vísir/VilhelmKristján Guðmundsson varð í fyrra fyrsti þjálfarinn til að þjálfa ÍBV-liðið tvo sumur í röð síðan að Heimir hætti. ÍBV varð bikarmeistari fyrra árið sitt undir stjórn Kristjáns. Á fjórum af átta tímabilum síðan að Heimir hætti hafa Eyjamenn skipt um þjálfara á miðju tímabili. Það gerðist einnig sumurin 2012, 2015 og 2016 Ian Jeffs mun taka yfir þjálfun meistaraflokks ÍBV til að byrja með en hann tók einni við liðinu ásamt Alfreð Jóhannssyni í lok 2016 tímabilsins. Alls hafa tólf menn þjálfað ÍBV-liðið þessi undanfarin átta tímabil og þetta er orðinn myndarlegur listi eins og sjá má hér fyrir neðan. Fái Ian Jeffs ekki að klára þetta tímabil verða þjálfararnir orðnir þrettán áður en tímabilið klárast.Pedro Hipolito eftir leik á KR-vellinum.vísir/báraÞjálfarar ÍBV-liðsins síðan að Heimir Hallgrímsson hætti 2011: 2012 - Magnús Gylfason (19 leikir) 2012 - Dragan Kazic (3 leikir) 2013 - Hermann Hreiðarsson (22 leikir) 2014 - Sigurður Ragnar Eyjólfsson (22 leikir) 2015 - Jóhannes Harðarson (10 leikir) 2015 - Ingi Sigurðsson (2 leikir) 2015 - Ásmundur Arnarsson (10 leikir) 2016 - Bjarni Jóhannsson (15 leikir) 2016 - Ian Jeffs og Alfreð Jóhannsson (7 leikir) 2017 - Kristján Guðmundsson (22 leikir) 2018 - Kristján Guðmundsson (22 leikir) 2019 - Pedro Hipolito (22 leikir) 2019 - Ian Jeffs (??)Sigurður Ragnar Eyjólfsson, sem þjálfari ÍBV.Vísir/VilhelmMagnús Gylfason með aðstoðarmanni sínum Dragan Kazic sem síðan tók við af honum undir lok tímabilsins.Mynd/StefánJóhannes Harðarson stýrði ÍBV liðinu í hálf tímabil.vísir/vilhelmBjarni Jóhannsson fór aftur út í Eyjar en náði ekki að klára tímabilið með ÍBV.vísir/hanna Pepsi Max-deild karla Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Eyjamenn hafa enn á ný þurft að skipta um þjálfara karlaliðsins síns en knattspyrnuráð ÍBV og Pedro Hipolito komust í gær að samkomulagi um að ljúka samstarfi sínu. Eyjamenn hafa því farið í gegnum tólf mismunandi þjálfara á aðeins sjö og hálfu tímabili síðan þeir misstu Eyjamanninn sem hefur náð lengst í þjálfarastarfinu. Portúgalinn Pedro Hipolito var á sínu fyrsta tímabili með Eyjaliðið en hann tók við því af Kristjáni Guðmundssyni í vetur. ÍBV liðið náði aðeins fimm stigum í tíu leikjum sínum undir stjórn Hipolito í Pepsi Max deildinni. Hipolito yfirgefur ÍBV-liðið í botnsæti deildarinnar, fimm stigum frá öruggi sæti. Liðin sem eru í síðustu öruggu sætunum eiga enn fremur leik inni á ÍBV sem gerir slæma stöðu Eyjamanna enn verri.Hermann Hreiðarsson þjálfarði ÍBV liðið sumarið 2013.Vísir/DaníelHeimir Hallgrímsson, fyrrverandi A-landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al-Arabi í Katar, þjálfaði ÍBV-liðið í fimm ár eða frá 2006 til 2011. Hann hætti hjá ÍBV eftir 2011 tímabilið og gerðist aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck hjá íslenska landsliðinu. Heimir Hallgrímsson kom ÍBV aftur upp í deild þeirra bestu sumarið 2008 og undir hans stjórn varð liðið tvisvar í þriðja sæti deildarinnar. Það þekkja allir ævintýri íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis og Lars en síðan þá hafa margir sest í þjálfarsæti ÍBV-liðsins og flestir í bara stuttan tíma.Kristján Guðmundsson vann Heimi Guðjónsson í úrslitaleik bikarkeppninnar.Vísir/VilhelmKristján Guðmundsson varð í fyrra fyrsti þjálfarinn til að þjálfa ÍBV-liðið tvo sumur í röð síðan að Heimir hætti. ÍBV varð bikarmeistari fyrra árið sitt undir stjórn Kristjáns. Á fjórum af átta tímabilum síðan að Heimir hætti hafa Eyjamenn skipt um þjálfara á miðju tímabili. Það gerðist einnig sumurin 2012, 2015 og 2016 Ian Jeffs mun taka yfir þjálfun meistaraflokks ÍBV til að byrja með en hann tók einni við liðinu ásamt Alfreð Jóhannssyni í lok 2016 tímabilsins. Alls hafa tólf menn þjálfað ÍBV-liðið þessi undanfarin átta tímabil og þetta er orðinn myndarlegur listi eins og sjá má hér fyrir neðan. Fái Ian Jeffs ekki að klára þetta tímabil verða þjálfararnir orðnir þrettán áður en tímabilið klárast.Pedro Hipolito eftir leik á KR-vellinum.vísir/báraÞjálfarar ÍBV-liðsins síðan að Heimir Hallgrímsson hætti 2011: 2012 - Magnús Gylfason (19 leikir) 2012 - Dragan Kazic (3 leikir) 2013 - Hermann Hreiðarsson (22 leikir) 2014 - Sigurður Ragnar Eyjólfsson (22 leikir) 2015 - Jóhannes Harðarson (10 leikir) 2015 - Ingi Sigurðsson (2 leikir) 2015 - Ásmundur Arnarsson (10 leikir) 2016 - Bjarni Jóhannsson (15 leikir) 2016 - Ian Jeffs og Alfreð Jóhannsson (7 leikir) 2017 - Kristján Guðmundsson (22 leikir) 2018 - Kristján Guðmundsson (22 leikir) 2019 - Pedro Hipolito (22 leikir) 2019 - Ian Jeffs (??)Sigurður Ragnar Eyjólfsson, sem þjálfari ÍBV.Vísir/VilhelmMagnús Gylfason með aðstoðarmanni sínum Dragan Kazic sem síðan tók við af honum undir lok tímabilsins.Mynd/StefánJóhannes Harðarson stýrði ÍBV liðinu í hálf tímabil.vísir/vilhelmBjarni Jóhannsson fór aftur út í Eyjar en náði ekki að klára tímabilið með ÍBV.vísir/hanna
Pepsi Max-deild karla Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira