Akstur undir áhrifum jókst mikið í júní Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2019 13:30 Tölurnar má sjá í afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Gögn úr nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem birt var í gær, sýnir að skráðum brotum sem snúa að akstri undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa hefur fjölgað milli mánaða og einnig á milli ára.Skýrslan er gefin út mánaðarlega og sýnir tölfræði frá öllum fjórum löggæslusvæðum borgarinnar. Í skýrslunni sem gefin er út fyrir júnímánuð segir að samtals hafi verið skráð 328 brot þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum, 194 þeirra tengdust ávana- og fíkniefnum en 134 akstri undir áhrifum áfengis. Brotum fjölgaði um 31,7% milli mánaða en í maí voru skráð brot 249 talsins. Milli ára nemur fjölgunin 62 brotum sem nemur 23,3% aukningu. Þá er í skýrslunni borin saman tölfræði ársins við tölfræði fyrri ára. Tekinn er heildarfjöldi brota það sem af er ári og er borið saman við sama tímabil síðustu þriggja ára. Samtals hefur verið tilkynnt um 971 fíkniefnaakstursbrot á fyrstu sex mánuðum ársins og 584 ölvunarakstursmál. Um er að ræða 46% aukningu frá meðaltali síðustu ára sé litið til fíkniefnaaksturs en 18% aukning er á ölvunarakstri.Aukning frá fyrstu sex mánuðum 2016 er um 80% Fyrir þremur árum, 2016, höfðu á sama tíma ársins verið skráð 497 fíkniefnaaksturbrot og 368 ölvunarakstursbrot, samtals 865 brot. Aukningin frá því ári nemur því nærri 80%. Í fyrra, 2018 voru fíkniefnaakstursmál 795 talsins en ölvunarmál 579. Milli ára er aukningin því 13,1%. Stærstur hluti brotanna hafa verið skráð á löggæslusvæði 1 en svæði nær meðal annars yfir Miðborgina og Vesturbæ. Brotin voru í heildina 159 í júní og telst fjölgun mála á svæðinu vera mikil. Í maí voru brotin 104 og er aukningin því um 53%. Sjá má í skýrslu lögreglunnar að brotum sem þessum fjölgar á þrem af fjórum löggæslusvæðum höfuðborgarsvæðisins. Eina löggæslusvæðið þar sem brotunum hefur ekki fjölgað sé miðað við síðustu sex mánuði og síðasta ár er svæði 3, Breiðholt og Kópavogur. Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Gögn úr nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem birt var í gær, sýnir að skráðum brotum sem snúa að akstri undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa hefur fjölgað milli mánaða og einnig á milli ára.Skýrslan er gefin út mánaðarlega og sýnir tölfræði frá öllum fjórum löggæslusvæðum borgarinnar. Í skýrslunni sem gefin er út fyrir júnímánuð segir að samtals hafi verið skráð 328 brot þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum, 194 þeirra tengdust ávana- og fíkniefnum en 134 akstri undir áhrifum áfengis. Brotum fjölgaði um 31,7% milli mánaða en í maí voru skráð brot 249 talsins. Milli ára nemur fjölgunin 62 brotum sem nemur 23,3% aukningu. Þá er í skýrslunni borin saman tölfræði ársins við tölfræði fyrri ára. Tekinn er heildarfjöldi brota það sem af er ári og er borið saman við sama tímabil síðustu þriggja ára. Samtals hefur verið tilkynnt um 971 fíkniefnaakstursbrot á fyrstu sex mánuðum ársins og 584 ölvunarakstursmál. Um er að ræða 46% aukningu frá meðaltali síðustu ára sé litið til fíkniefnaaksturs en 18% aukning er á ölvunarakstri.Aukning frá fyrstu sex mánuðum 2016 er um 80% Fyrir þremur árum, 2016, höfðu á sama tíma ársins verið skráð 497 fíkniefnaaksturbrot og 368 ölvunarakstursbrot, samtals 865 brot. Aukningin frá því ári nemur því nærri 80%. Í fyrra, 2018 voru fíkniefnaakstursmál 795 talsins en ölvunarmál 579. Milli ára er aukningin því 13,1%. Stærstur hluti brotanna hafa verið skráð á löggæslusvæði 1 en svæði nær meðal annars yfir Miðborgina og Vesturbæ. Brotin voru í heildina 159 í júní og telst fjölgun mála á svæðinu vera mikil. Í maí voru brotin 104 og er aukningin því um 53%. Sjá má í skýrslu lögreglunnar að brotum sem þessum fjölgar á þrem af fjórum löggæslusvæðum höfuðborgarsvæðisins. Eina löggæslusvæðið þar sem brotunum hefur ekki fjölgað sé miðað við síðustu sex mánuði og síðasta ár er svæði 3, Breiðholt og Kópavogur.
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent