Hótaði því að drekka blóð lögreglumanns og nefbraut konu í Keiluhöllinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2019 17:48 Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Landsréttur úrskurðaði í gær karlmann í gæsluvarðhald til 9. ágúst næstkomandi en maðurinn er m.a. grunaður um tvær líkamsárásir, hótanir, fjögur þjófnaðarbrot og valdstjórnarbrot. Landsréttur sneri þannig við úrskurði héraðsdóms frá því í síðustu viku þar sem kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald yfir manninum var hafnað.Hótaði starfsmönnum Smáralindar lífláti Maðurinn er hælisleitandi hér á landi en í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 13. júlí segir að maðurinn hafi verið handtekinn daginn áður grunaður um þjófnað í Vínbúðinni í Skútuvogi. Þá lagði lögregla einnig hald á hjól sem maðurinn hafði lagt fyrir utan verslunina þar sem talið var að hann hefði stolið því. Þá haldlagði lögregla einnig hníf sem maðurinn var með í bakpoka sínum. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa stolið fatnaði að verðmæti rúmlega 131 þúsund krónum úr verslun Herragarðsins í Smáralind þann 12. mars síðastliðinn og í framhaldi af afskiptum starfsmanns hótað honum líkamsmeiðingum og lífláti, svo og öryggisvörðum Smáralindar. Nefbraut konu í Keiluhöllinni og reyndi að skalla lögreglumann Sama dag er manninum gefið að sök að hafa hótað lögreglumanni lífláti í lögreglubíl á leið úr Smáralind og á lögreglustöð. Á maðurinn að hafa heitið því að taka af honum höfuðið og sagst hafa „alltaf langað til þess að drepa kristna manneskju og þegar það yrði þá ætlaði hann að skera höfuð hennar af og drekka blóðið úr henni því til fögnuðar“, líkt og segir í úrskurði. Þá er manninum einnig gefið að sök að hafa ráðist á konu í Keiluhöllinni í Egilshöll þann 27. apríl síðastliðinn, klipið hana í vinstri kinn, slegið hana í andlitið með krepptum hnefa með þeim afleiðingum að hún m.a. nefbrotnaði. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa ýtt konunni og klipið hana en neitar því að hafa slegið hana. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa í lögreglubifreið á leiðinni frá Keiluhöllinni eftir áðurnefnt atvik hótað lögreglumönnum lífláti og barsmíðum og að hafa reynt að skalla lögreglumann sem sat við hlið hans í bílnum. Sló lottókassa í andlit manns Þá er maðurinn grunaður um líkamsárás með því að hafa slegið hendi í lottóstand í verslun 10-11 við Barónsstíg þann 30. apríl, með þeim afleiðingum að þolandi hlaut opið sár á nefi sem þurfti að sauma saman. Öryggismyndavélar frá vettvangi sýna manninn slá kassanum í andlit brotaþola svo blæðir út en maðurinn hefur ekki mætt í skýrslutöku vegna málsins. Maðurinn er einnig grunaður um ítrekaðan þjófnað í verslunum á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði. Leitaði sér að vopnum Í úrskurði héraðsdóms er vísað í mat lögreglustjóra, sem segir að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn haldi áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinni. Það sé því brýnt að hann sæti gæsluvarðhaldi, hann hafði sýnt af sér grófa ofbeldisfulla hegðun gagnvart almennum borgurum og lögreglumönnum. Þá hafi hann verið ógnandi og hótað öryggisvörðum í búsetuúrræðinu sem hann er í. Jafnframt hafi hann orðið uppvís að því að leita sér að eggvopnum, skotvopnum og fíkniefnum frá því að hann kom til landsins. Gæsluvarðhald ekki nauðsynlegt til að verja aðra árásum Héraðsdómur lítur m.a. til þess í úrskurði sínum að ekki sé nauðsynlegt að svipta manninn frelsi með gæsluvarðhaldi til að verja aðra árásum. Þá liggi ekki fyrir læknisfræðileg gögn um andlegt ástand hans sem styðja að um „aðsteðjandi hættu sé að ræða“. Þegar litið sé til eðlis hegningarlagabrotanna sem maðurinn er sakaður um, með hliðsjón af hreinum sakaferli kærða og dómaframkvæmdar, megi ætla að maðurinn verði aðeins dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Því beri að hafna kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald. Í úrskurði Landsréttar er hins vegar vísað til þess að fram sé kominn rökstuddur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um háttsemi sem varði fangelsisrefsingu, og einnig að skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi séu uppfyllt. Verður manninum því gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 9. ágúst næstkomandi. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Sjá meira
Landsréttur úrskurðaði í gær karlmann í gæsluvarðhald til 9. ágúst næstkomandi en maðurinn er m.a. grunaður um tvær líkamsárásir, hótanir, fjögur þjófnaðarbrot og valdstjórnarbrot. Landsréttur sneri þannig við úrskurði héraðsdóms frá því í síðustu viku þar sem kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald yfir manninum var hafnað.Hótaði starfsmönnum Smáralindar lífláti Maðurinn er hælisleitandi hér á landi en í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 13. júlí segir að maðurinn hafi verið handtekinn daginn áður grunaður um þjófnað í Vínbúðinni í Skútuvogi. Þá lagði lögregla einnig hald á hjól sem maðurinn hafði lagt fyrir utan verslunina þar sem talið var að hann hefði stolið því. Þá haldlagði lögregla einnig hníf sem maðurinn var með í bakpoka sínum. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa stolið fatnaði að verðmæti rúmlega 131 þúsund krónum úr verslun Herragarðsins í Smáralind þann 12. mars síðastliðinn og í framhaldi af afskiptum starfsmanns hótað honum líkamsmeiðingum og lífláti, svo og öryggisvörðum Smáralindar. Nefbraut konu í Keiluhöllinni og reyndi að skalla lögreglumann Sama dag er manninum gefið að sök að hafa hótað lögreglumanni lífláti í lögreglubíl á leið úr Smáralind og á lögreglustöð. Á maðurinn að hafa heitið því að taka af honum höfuðið og sagst hafa „alltaf langað til þess að drepa kristna manneskju og þegar það yrði þá ætlaði hann að skera höfuð hennar af og drekka blóðið úr henni því til fögnuðar“, líkt og segir í úrskurði. Þá er manninum einnig gefið að sök að hafa ráðist á konu í Keiluhöllinni í Egilshöll þann 27. apríl síðastliðinn, klipið hana í vinstri kinn, slegið hana í andlitið með krepptum hnefa með þeim afleiðingum að hún m.a. nefbrotnaði. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa ýtt konunni og klipið hana en neitar því að hafa slegið hana. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa í lögreglubifreið á leiðinni frá Keiluhöllinni eftir áðurnefnt atvik hótað lögreglumönnum lífláti og barsmíðum og að hafa reynt að skalla lögreglumann sem sat við hlið hans í bílnum. Sló lottókassa í andlit manns Þá er maðurinn grunaður um líkamsárás með því að hafa slegið hendi í lottóstand í verslun 10-11 við Barónsstíg þann 30. apríl, með þeim afleiðingum að þolandi hlaut opið sár á nefi sem þurfti að sauma saman. Öryggismyndavélar frá vettvangi sýna manninn slá kassanum í andlit brotaþola svo blæðir út en maðurinn hefur ekki mætt í skýrslutöku vegna málsins. Maðurinn er einnig grunaður um ítrekaðan þjófnað í verslunum á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði. Leitaði sér að vopnum Í úrskurði héraðsdóms er vísað í mat lögreglustjóra, sem segir að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn haldi áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinni. Það sé því brýnt að hann sæti gæsluvarðhaldi, hann hafði sýnt af sér grófa ofbeldisfulla hegðun gagnvart almennum borgurum og lögreglumönnum. Þá hafi hann verið ógnandi og hótað öryggisvörðum í búsetuúrræðinu sem hann er í. Jafnframt hafi hann orðið uppvís að því að leita sér að eggvopnum, skotvopnum og fíkniefnum frá því að hann kom til landsins. Gæsluvarðhald ekki nauðsynlegt til að verja aðra árásum Héraðsdómur lítur m.a. til þess í úrskurði sínum að ekki sé nauðsynlegt að svipta manninn frelsi með gæsluvarðhaldi til að verja aðra árásum. Þá liggi ekki fyrir læknisfræðileg gögn um andlegt ástand hans sem styðja að um „aðsteðjandi hættu sé að ræða“. Þegar litið sé til eðlis hegningarlagabrotanna sem maðurinn er sakaður um, með hliðsjón af hreinum sakaferli kærða og dómaframkvæmdar, megi ætla að maðurinn verði aðeins dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Því beri að hafna kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald. Í úrskurði Landsréttar er hins vegar vísað til þess að fram sé kominn rökstuddur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um háttsemi sem varði fangelsisrefsingu, og einnig að skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi séu uppfyllt. Verður manninum því gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 9. ágúst næstkomandi.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels