Óþarfi að óttast eldingar í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2019 08:02 Elding lýsir hér upp vesturbæ Reykjavíkur. Birna Ósk Kristinsdóttir Ekki er útilokað að þrumuveður muni gera vart við sig á Suður- og Vesturlandi eftir hádegi í dag. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofunni þurfa þó ansi margar breytur að vera réttar til þess að kjöraðstæður skapist fyrir þrumuveður. Veðurstofan gerir ráð fyrir því að það muni víða létta til í dag. Sólin muni hita upp loftið og leysa upp þokuna sem heilsaði landsmönnum í morgunsárið - „en þar sem loftið er óstöðugt tekst henni einnig að stuðla að skúrum, jafnvel nokkrum kröftugum skúradembum inn til landsins síðdegis,“ segir veðurfræðingur. Við þessar aðstæður gætu þrumur og eldingar hrellt landsmenn á suður- og vesturhorninu, eins og sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands vöruðu við á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Veðurfræðingur sem Vísir ræddi við í morgun er þó ekki tilbúinn að taka undir það að „töluverður líkur“ séu á þrumuveðri. Það sé ekki fullkomlega úr myndinni að réttar aðstæður geti skapast í dag, það sé þó alls ekki hægt að slá því föstu. „Ég er ekkert ofurbjartsýnn á þrumuveður þrátt fyrir að það sé ekki algjörlega hægt að útiloka það,“ segir veðurfræðingurinn léttur í bragði eftir að hafa útlistað fyrir blaðamanni þær fjölmörgu breytur sem þurfa að vera til staðar til að framkalla þrumur og eldingar.Til að mynda sé ólíklegt að nógu kalt verði í háloftunum í dag og að sólin muni hita landið nægilega upp. Þannig séu aðeins um 5 til 10 prósent líkur á hagléli inn til landsins, sem oft er boðberi þrumuveðurs. Hann segir þó að landsmenn geti stólað á nokkuð myndarlega rigningu síðdegis, jafnvel í líkingu við þá sem höfuðborgarbúar fengu í gærkvöldi. Hiti verði víða 12 til 18 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina þar sem búast má við þungbúnu veðri með dálítilli rigningu eða súld.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 5-13 m/s og súld eða rigning, en bjart með köflum vestantil á landinu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.Á föstudag:Norðaustan 5-13 og rigning eða súld, en úrkomulítið suðvestantil á landinu. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Austan 5-10. Víða skúrir síðdegis, en lengst af súld suðaustantil og þurrt á Vestfjörðum. Hiti víða 10 til 18 stig, hlýjast vestanlands.Á sunnudag:Austanátt og rigning með köflum, en þurrt um landið norðvestanvert. Hiti breytist lítið.Á mánudag:Austlæg átt, dálítil væta en þurrt vestantil á landinu. Hiti 10 til 18 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir ákveðna austan og norðaustan átt með rigingu, en úrkomulítið suðvesantil á landinu. Hiti breystist lítið. Veður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Ekki er útilokað að þrumuveður muni gera vart við sig á Suður- og Vesturlandi eftir hádegi í dag. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofunni þurfa þó ansi margar breytur að vera réttar til þess að kjöraðstæður skapist fyrir þrumuveður. Veðurstofan gerir ráð fyrir því að það muni víða létta til í dag. Sólin muni hita upp loftið og leysa upp þokuna sem heilsaði landsmönnum í morgunsárið - „en þar sem loftið er óstöðugt tekst henni einnig að stuðla að skúrum, jafnvel nokkrum kröftugum skúradembum inn til landsins síðdegis,“ segir veðurfræðingur. Við þessar aðstæður gætu þrumur og eldingar hrellt landsmenn á suður- og vesturhorninu, eins og sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands vöruðu við á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Veðurfræðingur sem Vísir ræddi við í morgun er þó ekki tilbúinn að taka undir það að „töluverður líkur“ séu á þrumuveðri. Það sé ekki fullkomlega úr myndinni að réttar aðstæður geti skapast í dag, það sé þó alls ekki hægt að slá því föstu. „Ég er ekkert ofurbjartsýnn á þrumuveður þrátt fyrir að það sé ekki algjörlega hægt að útiloka það,“ segir veðurfræðingurinn léttur í bragði eftir að hafa útlistað fyrir blaðamanni þær fjölmörgu breytur sem þurfa að vera til staðar til að framkalla þrumur og eldingar.Til að mynda sé ólíklegt að nógu kalt verði í háloftunum í dag og að sólin muni hita landið nægilega upp. Þannig séu aðeins um 5 til 10 prósent líkur á hagléli inn til landsins, sem oft er boðberi þrumuveðurs. Hann segir þó að landsmenn geti stólað á nokkuð myndarlega rigningu síðdegis, jafnvel í líkingu við þá sem höfuðborgarbúar fengu í gærkvöldi. Hiti verði víða 12 til 18 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina þar sem búast má við þungbúnu veðri með dálítilli rigningu eða súld.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 5-13 m/s og súld eða rigning, en bjart með köflum vestantil á landinu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.Á föstudag:Norðaustan 5-13 og rigning eða súld, en úrkomulítið suðvestantil á landinu. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Austan 5-10. Víða skúrir síðdegis, en lengst af súld suðaustantil og þurrt á Vestfjörðum. Hiti víða 10 til 18 stig, hlýjast vestanlands.Á sunnudag:Austanátt og rigning með köflum, en þurrt um landið norðvestanvert. Hiti breytist lítið.Á mánudag:Austlæg átt, dálítil væta en þurrt vestantil á landinu. Hiti 10 til 18 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir ákveðna austan og norðaustan átt með rigingu, en úrkomulítið suðvesantil á landinu. Hiti breystist lítið.
Veður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira