Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. júlí 2019 06:45 Talið er að um ár sé í að Íran geti komið sér upp kjarnorkuvopnabúri. Nordicphotos/AFP Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. Evrópuríkin hafa að undanförnu reynt að lægja öldurnar en togstreitan á milli Bandaríkjanna og Íran hefur aukist stöðugt frá því Bandaríkin riftu samningnum af sinni hálfu. Samningurinn gekk út á afléttingu þvingana á Íran gegn því að ríkið frysti kjarnorkuáætlun sína. Bandaríkin hafa, eftir riftun, lagt á nýjar þvinganir á meðan Íran hefur nú í tvígang dregið úr þátttöku sinni í samningnum og eru stjórnvöld farin að safna auðguðu úrani.Bíða eftir svörum Emmanuel Macron Frakklandsforseti sendi erindreka sinn til Teheran, höfuðborgar Íran, í síðustu viku til þess að ræða stöðuna að því er Reuters greinir frá. „Við sögðum Hassan Rouhani forseta frá okkar afstöðu og bíðum nú svara frá Írönum. En það er nokkuð langt á milli af því Íran krefst þess að þvingunum verði aflétt tafarlaust,“ var haft eftir upplýsingafulltrúa Frakklandsforseta. Skotið fast á Evrópuríkin Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, var gagnrýninn á sunnudag. „Það er mikill munur á því að gera eitthvað og tilkynna um að maður vilji gera eitthvað,“ sagði hann og skaut þannig á Evrópuríki. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Breta, sem sækist nú eftir forsætisráðuneytinu, var öllu bjartsýnni er hann mætti á fund utanríkisráðherra ESB í Brussel í gær. „Staðan er að þrengjast en það er enn mögulegt að halda lífi í samningnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Íran Tengdar fréttir Draga úr þátttöku í kjarnorkusamningi Stjórnvöld í Íran hættu í gær að fylgja skilmálum JCPOA-kjarnorkusamningsins. 8. júlí 2019 06:00 Íransforseti boðar frekari auðgun úrans Stjórnvöld í Teheran reyna nú að þrýsta á Evrópuríki sem eiga aðild að kjarnorkusamningum um að þau verja Íran fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. 3. júlí 2019 11:49 Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. Evrópuríkin hafa að undanförnu reynt að lægja öldurnar en togstreitan á milli Bandaríkjanna og Íran hefur aukist stöðugt frá því Bandaríkin riftu samningnum af sinni hálfu. Samningurinn gekk út á afléttingu þvingana á Íran gegn því að ríkið frysti kjarnorkuáætlun sína. Bandaríkin hafa, eftir riftun, lagt á nýjar þvinganir á meðan Íran hefur nú í tvígang dregið úr þátttöku sinni í samningnum og eru stjórnvöld farin að safna auðguðu úrani.Bíða eftir svörum Emmanuel Macron Frakklandsforseti sendi erindreka sinn til Teheran, höfuðborgar Íran, í síðustu viku til þess að ræða stöðuna að því er Reuters greinir frá. „Við sögðum Hassan Rouhani forseta frá okkar afstöðu og bíðum nú svara frá Írönum. En það er nokkuð langt á milli af því Íran krefst þess að þvingunum verði aflétt tafarlaust,“ var haft eftir upplýsingafulltrúa Frakklandsforseta. Skotið fast á Evrópuríkin Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, var gagnrýninn á sunnudag. „Það er mikill munur á því að gera eitthvað og tilkynna um að maður vilji gera eitthvað,“ sagði hann og skaut þannig á Evrópuríki. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Breta, sem sækist nú eftir forsætisráðuneytinu, var öllu bjartsýnni er hann mætti á fund utanríkisráðherra ESB í Brussel í gær. „Staðan er að þrengjast en það er enn mögulegt að halda lífi í samningnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Íran Tengdar fréttir Draga úr þátttöku í kjarnorkusamningi Stjórnvöld í Íran hættu í gær að fylgja skilmálum JCPOA-kjarnorkusamningsins. 8. júlí 2019 06:00 Íransforseti boðar frekari auðgun úrans Stjórnvöld í Teheran reyna nú að þrýsta á Evrópuríki sem eiga aðild að kjarnorkusamningum um að þau verja Íran fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. 3. júlí 2019 11:49 Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Draga úr þátttöku í kjarnorkusamningi Stjórnvöld í Íran hættu í gær að fylgja skilmálum JCPOA-kjarnorkusamningsins. 8. júlí 2019 06:00
Íransforseti boðar frekari auðgun úrans Stjórnvöld í Teheran reyna nú að þrýsta á Evrópuríki sem eiga aðild að kjarnorkusamningum um að þau verja Íran fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. 3. júlí 2019 11:49
Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34