Kyrrstaða rofin Hörður Ægisson skrifar 12. júlí 2019 06:45 Sala Kaupþings á tuttugu prósenta hlut í Arion banka markar tímamót. Í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins er einn af viðskiptabönkunum alfarið kominn úr höndum slitabús eða ríkissjóðs. Því ber að fagna. Nú þegar söluferlinu er lokið, sem hófst fyrir um þremur árum og var í höndum kröfuhafa Kaupþings, er ljóst að ríkissjóður getur vel við unað. Samtals hefur ríkið fengið um 100 milljarða í sinn hlut af heildarsöluandvirði Arion, sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings sem kröfuhafar samþykktu, og bankinn er skráður á markað hérlendis og í Svíþjóð með dreifðan eigendahóp erlendra og innlendra fjárfesta. Fullyrða má að sú staða væri ekki uppi ef bankinn hefði endað í fangi ríkisins eins og hugmyndir voru um sumarið 2015. Meiriháttar breytingar eru óumflýjanlegar á íslenskum bankamarkaði. Kyrrstaðan og einsleitnin er að rofna. Ólíklegt er að nýir stjórnendur Arion banka, með stuðningi stjórnar og stærstu hluthafa, muni taka sér langan tíma í að setja mark sitt á reksturinn. Í bréfi sem bankastjórinn sendi á starfsmenn á sínum fjórða degi í nýju starfi mátti greina áherslubreytingar. Markmiðið sé ekki endilega að vera stærsti bankinn heldur skipti máli að „skila hluthöfum okkar arði“. Strangar eiginfjárkröfur þýða að bankinn hlýtur að skoða leiðir til þess að losa eða selja frá sér eignir, sem binda mikið eigið fé en skila lítilli arðsemi, og ráðstafa þeim fjármunum til annarra og arðbærari verkefna. Með öðrum orðum mun efnahagsreikningurinn minnka og starfsfólki fækka. Það kunna að reynast erfiðar aðgerðir en þær eru nauðsynlegar. Meira af því sama er ekki í boði. Hvað með hina bankana? Hálfu ári eftir að hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins var kynnt er hafin vinna sem miðar að því að hefja söluferli á þeim bönkum – Íslandsbanka og Landsbankanum – sem eru í eigu ríkisins. Það mun taka tíma að losa um eignarhald ríkissjóðs, fimm til tíu ár, en raunhæft er að hægt verði að ljúka við sölu á hlut í öðrum hvorum bankanum á næsta ári. Alþjóðlegt útboð og skráning Arion, sem sýndi að það er áhugi hjá erlendum fjárfestum á íslenskum bönkum, mun koma að gagni þegar hlutir í ríkisbönkunum verða boðnir til sölu. Áhugi og verð helst jafnan í hendur. Sé tekið mið af hlutabréfaverði Arion banka má áætla að virði Íslandsbanka og Landsbankans sé um 300 milljarðar. Hlutfallslega lágt verð bankanna kemur ekki á óvart. Rekstrarkostnaðurinn er of mikill og arðsemi af reglulegum rekstri óásættanleg. Þar spila inn í sértækir skattar, háar eigin- og lausafjárkröfur – bankarnir binda um þrefalt meira eigið fé en aðrir norrænir bankar – og skortur á virkum eigendum. Áhugasamir fjárfestar munu vilja vita við hverju má búast þegar kemur að lagalegri umgjörð um rekstur bankanna horft fram í tímann. Mikilvægt er að sýn stjórnvalda liggi þar skýrt fyrir, einkum hvað varðar þá fráleitu sértæku skatta sem bankarnir greiða í dag, enda ljóst að það ræður miklu um það verð sem mun fást fyrir bankana. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ríkið getur ekki, og það er hvorki æskilegt né fjárhagslega skynsamlegt, verið eigandi að meirihluta íslenska bankakerfisins. Ótvíræðir hagsmunir skattgreiðenda eru að ríkissjóður dragi skipulega úr áhættu sinni gagnvart óarðbærum bankarekstri. Til að svo verði þurfa forystumenn ríkisstjórnarinnar að sýna pólitíska forystu og kjark. Það sagði enginn að þetta yrði auðvelt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Sala Kaupþings á tuttugu prósenta hlut í Arion banka markar tímamót. Í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins er einn af viðskiptabönkunum alfarið kominn úr höndum slitabús eða ríkissjóðs. Því ber að fagna. Nú þegar söluferlinu er lokið, sem hófst fyrir um þremur árum og var í höndum kröfuhafa Kaupþings, er ljóst að ríkissjóður getur vel við unað. Samtals hefur ríkið fengið um 100 milljarða í sinn hlut af heildarsöluandvirði Arion, sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings sem kröfuhafar samþykktu, og bankinn er skráður á markað hérlendis og í Svíþjóð með dreifðan eigendahóp erlendra og innlendra fjárfesta. Fullyrða má að sú staða væri ekki uppi ef bankinn hefði endað í fangi ríkisins eins og hugmyndir voru um sumarið 2015. Meiriháttar breytingar eru óumflýjanlegar á íslenskum bankamarkaði. Kyrrstaðan og einsleitnin er að rofna. Ólíklegt er að nýir stjórnendur Arion banka, með stuðningi stjórnar og stærstu hluthafa, muni taka sér langan tíma í að setja mark sitt á reksturinn. Í bréfi sem bankastjórinn sendi á starfsmenn á sínum fjórða degi í nýju starfi mátti greina áherslubreytingar. Markmiðið sé ekki endilega að vera stærsti bankinn heldur skipti máli að „skila hluthöfum okkar arði“. Strangar eiginfjárkröfur þýða að bankinn hlýtur að skoða leiðir til þess að losa eða selja frá sér eignir, sem binda mikið eigið fé en skila lítilli arðsemi, og ráðstafa þeim fjármunum til annarra og arðbærari verkefna. Með öðrum orðum mun efnahagsreikningurinn minnka og starfsfólki fækka. Það kunna að reynast erfiðar aðgerðir en þær eru nauðsynlegar. Meira af því sama er ekki í boði. Hvað með hina bankana? Hálfu ári eftir að hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins var kynnt er hafin vinna sem miðar að því að hefja söluferli á þeim bönkum – Íslandsbanka og Landsbankanum – sem eru í eigu ríkisins. Það mun taka tíma að losa um eignarhald ríkissjóðs, fimm til tíu ár, en raunhæft er að hægt verði að ljúka við sölu á hlut í öðrum hvorum bankanum á næsta ári. Alþjóðlegt útboð og skráning Arion, sem sýndi að það er áhugi hjá erlendum fjárfestum á íslenskum bönkum, mun koma að gagni þegar hlutir í ríkisbönkunum verða boðnir til sölu. Áhugi og verð helst jafnan í hendur. Sé tekið mið af hlutabréfaverði Arion banka má áætla að virði Íslandsbanka og Landsbankans sé um 300 milljarðar. Hlutfallslega lágt verð bankanna kemur ekki á óvart. Rekstrarkostnaðurinn er of mikill og arðsemi af reglulegum rekstri óásættanleg. Þar spila inn í sértækir skattar, háar eigin- og lausafjárkröfur – bankarnir binda um þrefalt meira eigið fé en aðrir norrænir bankar – og skortur á virkum eigendum. Áhugasamir fjárfestar munu vilja vita við hverju má búast þegar kemur að lagalegri umgjörð um rekstur bankanna horft fram í tímann. Mikilvægt er að sýn stjórnvalda liggi þar skýrt fyrir, einkum hvað varðar þá fráleitu sértæku skatta sem bankarnir greiða í dag, enda ljóst að það ræður miklu um það verð sem mun fást fyrir bankana. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ríkið getur ekki, og það er hvorki æskilegt né fjárhagslega skynsamlegt, verið eigandi að meirihluta íslenska bankakerfisins. Ótvíræðir hagsmunir skattgreiðenda eru að ríkissjóður dragi skipulega úr áhættu sinni gagnvart óarðbærum bankarekstri. Til að svo verði þurfa forystumenn ríkisstjórnarinnar að sýna pólitíska forystu og kjark. Það sagði enginn að þetta yrði auðvelt.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar