Ætlar að standa með sendiherrum verði hann forsætisráðherra Sylvía Hall skrifar 11. júlí 2019 20:39 Boris Johnson þykir líklegur til þess að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Boris Johnson var harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu með Kim Darroch, fráfarandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. Boris svaraði gagnrýninni á stuðningsmannafundi í dag þar sem hann sagðist lofa því að standa með sendiherrum landsins. Minnisblaðalekinn olli miklum usla í vikunni sem leið en þar voru ummæli sendiherrans um Donald Trump Bandaríkjaforseta og stjórn hans gerð opinber. Sagði hann Trump og stjórn hans vera klunnalega og óstarfhæfa en sendiherrann sagði af sér í gær vegna málsins. Theresa May kom sendiherranum til varnar og sagði hann njóta fulls stuðnings ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir að skoðanir hans endurspegluðu ekki skoðanir þeirra. Í kjölfarið birti Trump færslur á Twitter-síðu sinni þar sem hann fór ófögrum orðum um bæði sendiherrann og May sjálfa.Sjá einnig: Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Í kappræðum Íhaldsflokksins veigraði Johnson sér við það að lýsa yfir stuðningi við sendiherrann og fordæma ummæli Trump. Í kjölfarið var hann harðlega gagnrýndur af samflokksmönnum sínum og sögðu margir hann gera það til þess að styrkja samband sitt við Trump. „Ég mun standa með okkar frábæru sendiherrum um allan heim,“ sagði Johnson á stuðningsmannafundi sínum en ítrekaði þó að það benti margt til þess að samband Bretlands við Bandaríkin væri það mikilvægasta. Johnson tók ekki undir þau sjónarmið að hann væri að viðhalda góðu sambandi sínu við Bandaríkjaforseta og sagðist margoft hafa gagnrýnt hann. Til að mynda væri hann og ríkisstjórn Bretlands ósammála stefnu þeirra varðandi loftslagsvandann og hét hann því að vera fastur fyrir í samskiptum sínum við Bandaríkin. Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10 Segir af sér sem sendiherra eftir minnisblaðalekann Darroch segist vilja binda enda á vangaveltur varðandi stöðu sína og sagði það vera ómögulegt fyrir hann að sinna starfi sínu eftir lekann. 10. júlí 2019 13:25 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Boris Johnson var harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu með Kim Darroch, fráfarandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. Boris svaraði gagnrýninni á stuðningsmannafundi í dag þar sem hann sagðist lofa því að standa með sendiherrum landsins. Minnisblaðalekinn olli miklum usla í vikunni sem leið en þar voru ummæli sendiherrans um Donald Trump Bandaríkjaforseta og stjórn hans gerð opinber. Sagði hann Trump og stjórn hans vera klunnalega og óstarfhæfa en sendiherrann sagði af sér í gær vegna málsins. Theresa May kom sendiherranum til varnar og sagði hann njóta fulls stuðnings ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir að skoðanir hans endurspegluðu ekki skoðanir þeirra. Í kjölfarið birti Trump færslur á Twitter-síðu sinni þar sem hann fór ófögrum orðum um bæði sendiherrann og May sjálfa.Sjá einnig: Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Í kappræðum Íhaldsflokksins veigraði Johnson sér við það að lýsa yfir stuðningi við sendiherrann og fordæma ummæli Trump. Í kjölfarið var hann harðlega gagnrýndur af samflokksmönnum sínum og sögðu margir hann gera það til þess að styrkja samband sitt við Trump. „Ég mun standa með okkar frábæru sendiherrum um allan heim,“ sagði Johnson á stuðningsmannafundi sínum en ítrekaði þó að það benti margt til þess að samband Bretlands við Bandaríkin væri það mikilvægasta. Johnson tók ekki undir þau sjónarmið að hann væri að viðhalda góðu sambandi sínu við Bandaríkjaforseta og sagðist margoft hafa gagnrýnt hann. Til að mynda væri hann og ríkisstjórn Bretlands ósammála stefnu þeirra varðandi loftslagsvandann og hét hann því að vera fastur fyrir í samskiptum sínum við Bandaríkin.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10 Segir af sér sem sendiherra eftir minnisblaðalekann Darroch segist vilja binda enda á vangaveltur varðandi stöðu sína og sagði það vera ómögulegt fyrir hann að sinna starfi sínu eftir lekann. 10. júlí 2019 13:25 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35
Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10
Segir af sér sem sendiherra eftir minnisblaðalekann Darroch segist vilja binda enda á vangaveltur varðandi stöðu sína og sagði það vera ómögulegt fyrir hann að sinna starfi sínu eftir lekann. 10. júlí 2019 13:25