Fótbolti

41 árs gamall og er samt ekki elsti leikmaður liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shunsuke Nakamura á ferðinni með boltann. Hann ætlar að hjálpa nýja félaginu að komast upp í deild þeirra bestu.
Shunsuke Nakamura á ferðinni með boltann. Hann ætlar að hjálpa nýja félaginu að komast upp í deild þeirra bestu. Getty/Etsuo Hara
Reynslan er greinilega mikilvæg fyrir japanska knattspyrnuliðið Yokohama FC og liðið ætti auðveldlega að geta teflt fram elsta liði sögunnar á næstunni.

Yokohama FC var að semja við hinn 41 árs gamla Shunsuke Nakamura fyrir komandi baráttu í japönsku b-deildinni.

Shunsuke Nakamura er fæddur árið 1978 og lék sinn fyrsta leik sem atvinnumaður árið 1997. Hann hefur spilað á Ítalíu, í Skotlandi og á Spáni auk heimalandsins.

Stóra fréttin er þó sú að Shunsuke Nakamura er langt frá því að vera elsti leikmaður liðsins.





Fyrir hjá liði Yokohama FC er nefnilega hinn 52 ára gamli framherji Kazuyoshi Miura. Miura skrifaði undir nýjan samning í janúar.

Miura lék sinn fyrsta leik árið 1986 með brasilíska félaginu Santos og það eru liðin nítján ár síðan að hann spilaði sinn 89. og síðasta leik með japanska landsliðinu.

Kazuyoshi Miura bætti met Stanley Matthews árið 2017 þegar hann varð elsti atvinnumaðurinn til að skora mark.

Shunsuke Nakamura kemur til Yokohama FC frá Jubilo Iwata en hann hafði spilaði í efstu deildinni í Japan síðan að hann kom heim frá Spáni árið 2010.

Shunsuke Nakamura er sóknartengiliður og vann meðal annars þrjá meistaratitla með Celtic á árunum 2005 til 2009. Hann var kosinn besti leikmaðurinn í Skotlandi árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×