90 sólskinsstundir í Reykjavík það sem af er júlímánuði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2019 08:16 Sólin hefur látið sjá sig í sumar á höfuðborgarsvæðinu. vísir/vilhelm Meðalhiti fyrstu dagana í júlí er 11,6 stig. Það er 1,3 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961 til 1990 en 0,2 stigum fyrir ofan meðallag síðustu tíu ára. Þetta kemur fram á bloggsvæði Trausta Jónssonar, veðurfræðings, þar sem hann fjallar um tíðarfarið fyrstu tíu daga júlímánaðar. Eins og höfuðborgarbúar hafa orðið varir við hefur veðrið verið með miklum ágætum undanfarið. Það sést meðal annars á fjölda sólskinsstunda það sem af er júlí þar sem 90 sólskinsstundir hafa mælst. Það er 35 umfram meðallag sömu daga og er fjöldinn í 11. sæti á lista sem nær til 109 ára að sögn Trausta. Flestar sólskinsstundir fyrstu tíu dagana í júlí voru árið 1957, alls 131,4, en fæstar árið 1977, einungis 5,2. Hvað hitann í Reykjavík varðar eru dagarnir tíu þeir 8. hlýjustu á öldinni. „Hlýjastir voru sömu dagar árið 2009, 13,4 stig, en kaldastir voru þeir í fyrra, 9,1 stig. Á langa listanum (145 ár) er meðalhitinn í 32.sæti. Hlýjast var sömu daga 1991, +14,0 stig, en kaldast 1874, meðalhiti +7,6 stig (sú tala að vísu nokkuð óviss), næstlægstir eru sömu dagar 1892 þegar meðalhitinn var 7,8 stig. Á Akureyri er meðalhiti dagana tíu 10,0 stig, -0,1 stigi neðan meðallags 1961-1990, en -1,0 stigi neðan meðallags síðustu tíu ára. Hiti er ofan meðallags síðustu tíu ára víða um landið suðvestan- og vestanvert, en annars undir því. Mest er jákvæða vikið í Bláfjallaskála, +0,9 stig. Kaldast að tiltölu er á Gagnheiði þar sem hiti er -2,1 stig neðan meðallags síðustu tíu ára,“ segir Trausti á bloggsvæði sínu.Veðurhorfur næstu daga eru svo þessar samkvæmt Veðurstofu Íslands:Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað og stöku skúrir, en bjart veður NA-til á landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum NA-lands.Dálítil rigning á SA-landi á morgun, en skýjað með köflum í öðrum landshlutum og skúrir á víð og dreif síðdegis. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins.Á laugardag:Sunnan 3-8, skýjað og smáskúrir, en bjart með köflum austan til á landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.Á sunnudag:Sunnan 5-10 og rigning eða súld, en þurrt norðaustan til. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á mánudag og þriðjudag:Sunnanátt og súld eða rigning með köflum, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast um landið NA-vert. Reykjavík Veður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Sjá meira
Meðalhiti fyrstu dagana í júlí er 11,6 stig. Það er 1,3 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961 til 1990 en 0,2 stigum fyrir ofan meðallag síðustu tíu ára. Þetta kemur fram á bloggsvæði Trausta Jónssonar, veðurfræðings, þar sem hann fjallar um tíðarfarið fyrstu tíu daga júlímánaðar. Eins og höfuðborgarbúar hafa orðið varir við hefur veðrið verið með miklum ágætum undanfarið. Það sést meðal annars á fjölda sólskinsstunda það sem af er júlí þar sem 90 sólskinsstundir hafa mælst. Það er 35 umfram meðallag sömu daga og er fjöldinn í 11. sæti á lista sem nær til 109 ára að sögn Trausta. Flestar sólskinsstundir fyrstu tíu dagana í júlí voru árið 1957, alls 131,4, en fæstar árið 1977, einungis 5,2. Hvað hitann í Reykjavík varðar eru dagarnir tíu þeir 8. hlýjustu á öldinni. „Hlýjastir voru sömu dagar árið 2009, 13,4 stig, en kaldastir voru þeir í fyrra, 9,1 stig. Á langa listanum (145 ár) er meðalhitinn í 32.sæti. Hlýjast var sömu daga 1991, +14,0 stig, en kaldast 1874, meðalhiti +7,6 stig (sú tala að vísu nokkuð óviss), næstlægstir eru sömu dagar 1892 þegar meðalhitinn var 7,8 stig. Á Akureyri er meðalhiti dagana tíu 10,0 stig, -0,1 stigi neðan meðallags 1961-1990, en -1,0 stigi neðan meðallags síðustu tíu ára. Hiti er ofan meðallags síðustu tíu ára víða um landið suðvestan- og vestanvert, en annars undir því. Mest er jákvæða vikið í Bláfjallaskála, +0,9 stig. Kaldast að tiltölu er á Gagnheiði þar sem hiti er -2,1 stig neðan meðallags síðustu tíu ára,“ segir Trausti á bloggsvæði sínu.Veðurhorfur næstu daga eru svo þessar samkvæmt Veðurstofu Íslands:Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað og stöku skúrir, en bjart veður NA-til á landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum NA-lands.Dálítil rigning á SA-landi á morgun, en skýjað með köflum í öðrum landshlutum og skúrir á víð og dreif síðdegis. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins.Á laugardag:Sunnan 3-8, skýjað og smáskúrir, en bjart með köflum austan til á landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.Á sunnudag:Sunnan 5-10 og rigning eða súld, en þurrt norðaustan til. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á mánudag og þriðjudag:Sunnanátt og súld eða rigning með köflum, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast um landið NA-vert.
Reykjavík Veður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Sjá meira