Tvöfalt fleiri sektaðir fyrir að nota símann undir stýri Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. júlí 2019 20:30 Lögreglan fær í auknu mæli ábendingar um ölvunarakstur eða varhugavert aksturslag sem síðan reynist, við frekari athugun, vera símanotkun undir stýri. Átak lögreglunnar hefur leitt af sér tvöfalt fleiri sektir vegna notkunar farsíma undir stýri. Í nýjum umferðalögum sem taka gildi næstu áramót eru brot vegna notkunar farsíma undir stýri skilgreind betur en í fyrri lögum. Nýju lögin ná til allra snjalltækja eða annarra raftækja sem truflað geta aksturinn. Einnig ná þau ekki bara til ökumanna vélknúinna ökutækja, heldur ökutækja almennt og bendir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á að það þýði að hjólreiðar séu nú meðtaldar. „Við fáum stundum tilkynningar frá almennum borgurum um ölvunarakstur. Þegar við svo stöðvum viðkomandi kemur í ljós að hann er ekki undir áhrifum áfengis, heldur í símanum og var úti um alla götu. Enda hafa niðurstöður rannsókna sýnt að það mætti jafnvel jafngilda ölvunarakstri að vera í símanum undir stýri,“ segir Guðbrandur. 1. maí 2018 hækkuðu sektir vegna símanotkunar undir stýri úr 5000 krónum í 40. þúsund krónur. Í kjölfarið fór lögreglan í átak en árið 2017 voru tæp 400 slík brot skráð en árið 2018 hátt í 1000. Það sem af er ári hafa sex prósent fleiri brot verið skráð en að meðaltali síðustu þrjú ár á undan. En 654 hafa þegar verið sektaðir, þessa fyrstu sex mánuði ársins. Guðbrandur segir að sektin bíti þá sem teknir eru en aukið eftirlit lögreglu sé ástæða fjölgunar skráðra brota en hann telji ekki fleiri vera að tala í símann en áður undir stýri. „Þetta er mikið hættubrot. Það er oft niðurstaða eftir til dæmis aftan á keyrslur að viðkomandi hefur ekki verið með athygli á veginum, heldur í símanum eða á skjáborðinu á samfélagsmiðlum eða einhverju öðru slíku. Það er alveg fráleitt í okkar huga að ökumaður sem á að bera ábyrgð og horfa á veginn fram undan sé að rýna í símann,“ segir hann. Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Fleiri fréttir Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Sjá meira
Lögreglan fær í auknu mæli ábendingar um ölvunarakstur eða varhugavert aksturslag sem síðan reynist, við frekari athugun, vera símanotkun undir stýri. Átak lögreglunnar hefur leitt af sér tvöfalt fleiri sektir vegna notkunar farsíma undir stýri. Í nýjum umferðalögum sem taka gildi næstu áramót eru brot vegna notkunar farsíma undir stýri skilgreind betur en í fyrri lögum. Nýju lögin ná til allra snjalltækja eða annarra raftækja sem truflað geta aksturinn. Einnig ná þau ekki bara til ökumanna vélknúinna ökutækja, heldur ökutækja almennt og bendir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á að það þýði að hjólreiðar séu nú meðtaldar. „Við fáum stundum tilkynningar frá almennum borgurum um ölvunarakstur. Þegar við svo stöðvum viðkomandi kemur í ljós að hann er ekki undir áhrifum áfengis, heldur í símanum og var úti um alla götu. Enda hafa niðurstöður rannsókna sýnt að það mætti jafnvel jafngilda ölvunarakstri að vera í símanum undir stýri,“ segir Guðbrandur. 1. maí 2018 hækkuðu sektir vegna símanotkunar undir stýri úr 5000 krónum í 40. þúsund krónur. Í kjölfarið fór lögreglan í átak en árið 2017 voru tæp 400 slík brot skráð en árið 2018 hátt í 1000. Það sem af er ári hafa sex prósent fleiri brot verið skráð en að meðaltali síðustu þrjú ár á undan. En 654 hafa þegar verið sektaðir, þessa fyrstu sex mánuði ársins. Guðbrandur segir að sektin bíti þá sem teknir eru en aukið eftirlit lögreglu sé ástæða fjölgunar skráðra brota en hann telji ekki fleiri vera að tala í símann en áður undir stýri. „Þetta er mikið hættubrot. Það er oft niðurstaða eftir til dæmis aftan á keyrslur að viðkomandi hefur ekki verið með athygli á veginum, heldur í símanum eða á skjáborðinu á samfélagsmiðlum eða einhverju öðru slíku. Það er alveg fráleitt í okkar huga að ökumaður sem á að bera ábyrgð og horfa á veginn fram undan sé að rýna í símann,“ segir hann.
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Fleiri fréttir Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Sjá meira