Boris skipar nýja ríkisstjórn Andri Eysteinsson skrifar 24. júlí 2019 19:41 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Getty/Leon Neal Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. Meirihluti ríkisstjórnar Theresu May, 17 í heildina, hefur sagt af sér eða verið sagt upp störfum. Dominic Raab sem gegndi stöðu Brexit-málaráðherra í stjórn May var skipaður utanríkisráðherra og Priti Patel sem gegnt hefur stöðu alþjóða þróunarmálaráðherra var gerð að innanríkisráðherra í stjórn Johnson. Þá hefur fyrirrennari Patel í starfi innanríkisráðherra, Sajid Javid sem hafnaði í fjórða sæti í leiðtogakjöri flokksins verið skipaður fjármálaráðherra en hann hefur áður starfað innan þess málaflokks. Ben Wallace tekur við varnarmálaráðuneytinu af Penny Mordaunt en brotthvarf hennar þótti óvænt en hún er mikill stuðningsmaður Brexit og vinsæl á meðal flokksmanna. Tveir aðrir yfirlýstir Brexitarar, alþjóðviðskiptaráðherrann Liam Fox og Viðskiptaráðherrann Greg Clark voru einnig látnir yfirgefa skrifstofur sínar. Mordaunt, Fox og Clark studdu öll Jeremy Hunt, fyrrverandi utanríkisráðherra, í leiðtogakjörinu. Hunt sem varð annar í kjörinu segist hafa verið boðin önnur staða innan ríkisstjórnarinnar en kveðst hafa hafnað boði Johnson. Hunt sagði að eftir níu ár í ríkisstjórn sé komin tími til að draga sig úr sviðsljósinu og styðja forsætisráðherrann sem óbreyttur þingmaður.1/4 I would have been honoured to carry on my work at the FCO but understand the need for a new PM to choose his team. BJ kindly offered me another role but after 9 yrs in Cabinet & over 300 cab mtgs now is the time to return 2 backbenches from where PM will have my full support — Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 24, 2019 Auk þeirra sem áður hafa verið talin upp hafa fleiri hætt eða verið sagt upp. Menntamálaráðherrann, Damian Hinds, Norður Írlands-málaráðherrann Karen Bradley, innflytjendamálaráðherrann Caroline Nokes, Menningarmálaráðherrann Jeremy Wright, samfélagsráðherrann James Brokenshire, samgöngumálaráðherrann Chris Grayling og Skotlandsmálaráðherrann David Mundell verður öllum skipt út. Þá höfðu Fjármálaráðherrann Philip Hammond, Dómsmálaráðherrann David Gayke og ráðherrann David Lidington sagt af sér. BBC hefur eftir þingmanninum Nigel Evans að aðgerðirnar í dag minni á stjórnmálalegt blóðbað. Ríkisstjórn May hafi verið stráfelld. Bretland Brexit Tengdar fréttir Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. Meirihluti ríkisstjórnar Theresu May, 17 í heildina, hefur sagt af sér eða verið sagt upp störfum. Dominic Raab sem gegndi stöðu Brexit-málaráðherra í stjórn May var skipaður utanríkisráðherra og Priti Patel sem gegnt hefur stöðu alþjóða þróunarmálaráðherra var gerð að innanríkisráðherra í stjórn Johnson. Þá hefur fyrirrennari Patel í starfi innanríkisráðherra, Sajid Javid sem hafnaði í fjórða sæti í leiðtogakjöri flokksins verið skipaður fjármálaráðherra en hann hefur áður starfað innan þess málaflokks. Ben Wallace tekur við varnarmálaráðuneytinu af Penny Mordaunt en brotthvarf hennar þótti óvænt en hún er mikill stuðningsmaður Brexit og vinsæl á meðal flokksmanna. Tveir aðrir yfirlýstir Brexitarar, alþjóðviðskiptaráðherrann Liam Fox og Viðskiptaráðherrann Greg Clark voru einnig látnir yfirgefa skrifstofur sínar. Mordaunt, Fox og Clark studdu öll Jeremy Hunt, fyrrverandi utanríkisráðherra, í leiðtogakjörinu. Hunt sem varð annar í kjörinu segist hafa verið boðin önnur staða innan ríkisstjórnarinnar en kveðst hafa hafnað boði Johnson. Hunt sagði að eftir níu ár í ríkisstjórn sé komin tími til að draga sig úr sviðsljósinu og styðja forsætisráðherrann sem óbreyttur þingmaður.1/4 I would have been honoured to carry on my work at the FCO but understand the need for a new PM to choose his team. BJ kindly offered me another role but after 9 yrs in Cabinet & over 300 cab mtgs now is the time to return 2 backbenches from where PM will have my full support — Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 24, 2019 Auk þeirra sem áður hafa verið talin upp hafa fleiri hætt eða verið sagt upp. Menntamálaráðherrann, Damian Hinds, Norður Írlands-málaráðherrann Karen Bradley, innflytjendamálaráðherrann Caroline Nokes, Menningarmálaráðherrann Jeremy Wright, samfélagsráðherrann James Brokenshire, samgöngumálaráðherrann Chris Grayling og Skotlandsmálaráðherrann David Mundell verður öllum skipt út. Þá höfðu Fjármálaráðherrann Philip Hammond, Dómsmálaráðherrann David Gayke og ráðherrann David Lidington sagt af sér. BBC hefur eftir þingmanninum Nigel Evans að aðgerðirnar í dag minni á stjórnmálalegt blóðbað. Ríkisstjórn May hafi verið stráfelld.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00
Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21
Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22