Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2019 20:15 Ljóst er að margir Evrópubúar muni þurfa að kæla sig niður með ýmsum skapandi leiðum í komandi viku. Getty/SOPA Images Spáð er að hiti nái allt að 38 stigum í borgunum Madríd, Lyon og París á næstu dögum. Í öðrum borgum á borð við Lundúnir, Brussel, Amsterdam, Frankfurt, Berlín, Munchen og Mílan er því spáð að hiti geti farið yfir 32 stig. Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. Evrópa á von á stærðarinnar hitabylgju í komandi viku þegar vindakerfi mun draga heitt loft frá Norður-Afríku og Spáni þvert yfir Evrópu. Talið er að þetta leiði til langvarandi hitabylgju og að hitastig muni sums staðar ná hættulegum hæðum í fimm daga eða lengur. Hitabylgjan kemur minna en mánuði eftir að söguleg hitabylgja gekk yfir hluta Evrópu í lok júní. Þá féll allsherjar hitamet í Frakklandi og júní hitamet í Þýskalandi, Austurríki, Ungverjalandi, Pólandi, Litáen, Tékklandi og Slóvakíu. Því er spáð að komandi hitabylgja muni að mörgu leyti svipa til þeirrar síðustu. Einnig er talið að hiti muni sums staðar ekki ná að fara niður fyrir 21 stig að næturlagi. Slíkt myndi auka áhættuna á hitatengdum veikindum meðal aldraðra og ungmenna, þar sem byggingar myndu ekki ná að kólna fyllilega áður en sterk sólin rís upp að nýju. Vonast er til að kaldara loft fari að berast aftur yfir Evrópu seint í þessari viku. Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Spáð er að hiti nái allt að 38 stigum í borgunum Madríd, Lyon og París á næstu dögum. Í öðrum borgum á borð við Lundúnir, Brussel, Amsterdam, Frankfurt, Berlín, Munchen og Mílan er því spáð að hiti geti farið yfir 32 stig. Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. Evrópa á von á stærðarinnar hitabylgju í komandi viku þegar vindakerfi mun draga heitt loft frá Norður-Afríku og Spáni þvert yfir Evrópu. Talið er að þetta leiði til langvarandi hitabylgju og að hitastig muni sums staðar ná hættulegum hæðum í fimm daga eða lengur. Hitabylgjan kemur minna en mánuði eftir að söguleg hitabylgja gekk yfir hluta Evrópu í lok júní. Þá féll allsherjar hitamet í Frakklandi og júní hitamet í Þýskalandi, Austurríki, Ungverjalandi, Pólandi, Litáen, Tékklandi og Slóvakíu. Því er spáð að komandi hitabylgja muni að mörgu leyti svipa til þeirrar síðustu. Einnig er talið að hiti muni sums staðar ekki ná að fara niður fyrir 21 stig að næturlagi. Slíkt myndi auka áhættuna á hitatengdum veikindum meðal aldraðra og ungmenna, þar sem byggingar myndu ekki ná að kólna fyllilega áður en sterk sólin rís upp að nýju. Vonast er til að kaldara loft fari að berast aftur yfir Evrópu seint í þessari viku.
Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira