Telja sig fá lítinn stuðning þrátt fyrir lífshættulegt ástand Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2019 21:15 Móðir drengs, sem fór hratt inn í heim neyslunnar, segir barnið sitt ítrekað daðra við dauðann. Þrátt fyrir það séu úrræði engin sem styðji hann og fjölskylduna við að koma honum út úr þessum aðstæðum. Mikið sé um ódýrt læknadóp á götum borgarinnar. Í kjölfar umræðunnar um að Landspítalinn hafi ekki, enn sem komið er, tök á að þjónusta ungmenni í neyslu- og fíknivanda og veita með afeitrunarmeðferð, bráðameðferð og aðra þá sjúkrahús þjónustu sem þarf, tjáði Sigríður Þóra Óðinsdóttir, móðir ungs drengs með fíknivanda, sig á Facebook um þann vanda sem fjölskyldan glímir við. Í nóvember í fyrra fól heilbrigðisráðherra Landspítalanum að taka á móti ungmennum í neyslu- og með fíknivanda. Ekki hefur enn tekist að koma því á laggirnar. Ráðherra hefur því samið við SÁÁ að meðferð fyrir börn undir 18 ára aldri verði áfram á Vogi sem stendur. „Hann byrjaði í sinni neyslu bara fyrir ári síðan. Við erum að tala um ár. Neyslan hans breyttist alveg rosalega eftir áramót núna. Þá erum við að tala um þessi harðari efni. Þegar hann er kominn þangað, eða þegar krakkar eru komnir þangað almennt, af því sagan okkar er ekki bara sagan okkar, þá fer þetta rosalega hratt niður,“ segir Sigríður. Hún segir mikiðúrræðaleysi í kerfinu og að sonur sinn falli í raun á milli kerfa. Ef börn séu ekki með greiningu á ofvirkni, athyglisbrest eða eitthvað slíkt, þá hafi þau ekki greiðan aðgang inn í stuðningskerfið. „Í okkar tilfelli þá höfum við ekki náð að koma drengnum í gegnum greiningarferli. Hann þarf að vera í góðu ástandi til að gera það. Ef hann er á slæmum stað þá getur hann ekki farið í greiningarferlið ef hann hefur ekki farið í greiningarferlið þá getur hann ekki fengið þá aðstoð sem er jú klárlega til staðar. En það er ekki aðgangur í fyrir hann,“ segir hún. Úrræðin séu svo fá að sonur hennar sé með neyslufélaga sínum í meðferð eins og staðan er í dag. „Maður veit alveg hvernig sú saga endar af því að svo er bara spurning hvað kemur eftir meðferðina. Það er í raun lítil stuðningur við fjölskylduna sem kemur eftir meðferð,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Móðir drengs, sem fór hratt inn í heim neyslunnar, segir barnið sitt ítrekað daðra við dauðann. Þrátt fyrir það séu úrræði engin sem styðji hann og fjölskylduna við að koma honum út úr þessum aðstæðum. Mikið sé um ódýrt læknadóp á götum borgarinnar. Í kjölfar umræðunnar um að Landspítalinn hafi ekki, enn sem komið er, tök á að þjónusta ungmenni í neyslu- og fíknivanda og veita með afeitrunarmeðferð, bráðameðferð og aðra þá sjúkrahús þjónustu sem þarf, tjáði Sigríður Þóra Óðinsdóttir, móðir ungs drengs með fíknivanda, sig á Facebook um þann vanda sem fjölskyldan glímir við. Í nóvember í fyrra fól heilbrigðisráðherra Landspítalanum að taka á móti ungmennum í neyslu- og með fíknivanda. Ekki hefur enn tekist að koma því á laggirnar. Ráðherra hefur því samið við SÁÁ að meðferð fyrir börn undir 18 ára aldri verði áfram á Vogi sem stendur. „Hann byrjaði í sinni neyslu bara fyrir ári síðan. Við erum að tala um ár. Neyslan hans breyttist alveg rosalega eftir áramót núna. Þá erum við að tala um þessi harðari efni. Þegar hann er kominn þangað, eða þegar krakkar eru komnir þangað almennt, af því sagan okkar er ekki bara sagan okkar, þá fer þetta rosalega hratt niður,“ segir Sigríður. Hún segir mikiðúrræðaleysi í kerfinu og að sonur sinn falli í raun á milli kerfa. Ef börn séu ekki með greiningu á ofvirkni, athyglisbrest eða eitthvað slíkt, þá hafi þau ekki greiðan aðgang inn í stuðningskerfið. „Í okkar tilfelli þá höfum við ekki náð að koma drengnum í gegnum greiningarferli. Hann þarf að vera í góðu ástandi til að gera það. Ef hann er á slæmum stað þá getur hann ekki farið í greiningarferlið ef hann hefur ekki farið í greiningarferlið þá getur hann ekki fengið þá aðstoð sem er jú klárlega til staðar. En það er ekki aðgangur í fyrir hann,“ segir hún. Úrræðin séu svo fá að sonur hennar sé með neyslufélaga sínum í meðferð eins og staðan er í dag. „Maður veit alveg hvernig sú saga endar af því að svo er bara spurning hvað kemur eftir meðferðina. Það er í raun lítil stuðningur við fjölskylduna sem kemur eftir meðferð,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira