Áströlsk kona sögð hafa afhöfðað móður sína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2019 11:51 Lögreglan í Sydney að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Brook Mitchell Kona hefur verið ákærð fyrir morð eftir að hafa, að því er fullyrt er, afhöfðað móður sína á meðan fjögurra ára gamall frændi þeirra fylgdist með. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Lögreglan hefur ekki staðfest hvaða áverka móðirin hlaut en ástralskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hún hafi verið afhöfðuð í Sydney borg í Ástralíu á aðfaranótt sunnudags. Brett McFadden, yfirrannsóknarlögreglumaður, lýsti aðkomunni á vettvangi sem „meðal þeirra eftirtektarverðustu og viðbjóðslegustu glæpavettvanga sem lögreglan hefur séð,“ og bætti við að áverkar á fórnarlambinu hafi verið „heilmiklir.“ Hann sagði lögregluna telja að mæðgurnar hafi rifist og hafi rifrildið orðið ofbeldisfullt. Ástralskir miðlar hafa nafngreint konuna og á hún að hafa heitið Rita Camilleri. Hún var 57 ára gömul. Lögregla hefur enn ekki staðfest þetta. Nágrannar hennar hringdu á lögregluna á aðfaranótt sunnudags vegna láta og fannst lík móðurinnar á heimilinu og var það illa leikið. Dóttirin var handtekin fyrir utan heimili nágranna og fjögurra ára gamli drengurinn var færður á sjúkrahús vegna smávægilegra höfuðáverka segir lögregla. Lögreglumönnum sem unnu á vettvangi hefur verið boðin sálfræðiaðstoð. „Rannsóknarlögreglumennirnir eru að vinna sig í gegn um öll gögnin sem við höfum en þetta mál er mjög flókið og rannsóknin erfið,“ bætti McFadden við. „Hún er líka á frumstigi og eins og þið eflaust skiljið er enn mjög langt í land.“ Hann sagði í samtali við The Australian Broadcasting Corporation: „Við teljum á þessu stigi málsins að nokkrir hnífar hafi verið notaðir á meðan á atvikinu stóð.“ „Ég get ekki greint frá því hvers konar hnífar það voru.“ Dóttirin, sem ástralskir miðlar hafa nefnt sem Jessicu Camilleri, 25 ára, hefur komið fyrir dóm og beðið hefur verið um að heilsa hennar verði metin. Hún sagði við dóminn að hún væri andlega veik og ætti við fleiri veikindi að stríða og bætti við: „Ég gat ekki einu sinni þvegið mér almennilega þegar ég fór í sturtu til að ná öllu blóðinu af mér.“ Ástralía Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Kona hefur verið ákærð fyrir morð eftir að hafa, að því er fullyrt er, afhöfðað móður sína á meðan fjögurra ára gamall frændi þeirra fylgdist með. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Lögreglan hefur ekki staðfest hvaða áverka móðirin hlaut en ástralskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hún hafi verið afhöfðuð í Sydney borg í Ástralíu á aðfaranótt sunnudags. Brett McFadden, yfirrannsóknarlögreglumaður, lýsti aðkomunni á vettvangi sem „meðal þeirra eftirtektarverðustu og viðbjóðslegustu glæpavettvanga sem lögreglan hefur séð,“ og bætti við að áverkar á fórnarlambinu hafi verið „heilmiklir.“ Hann sagði lögregluna telja að mæðgurnar hafi rifist og hafi rifrildið orðið ofbeldisfullt. Ástralskir miðlar hafa nafngreint konuna og á hún að hafa heitið Rita Camilleri. Hún var 57 ára gömul. Lögregla hefur enn ekki staðfest þetta. Nágrannar hennar hringdu á lögregluna á aðfaranótt sunnudags vegna láta og fannst lík móðurinnar á heimilinu og var það illa leikið. Dóttirin var handtekin fyrir utan heimili nágranna og fjögurra ára gamli drengurinn var færður á sjúkrahús vegna smávægilegra höfuðáverka segir lögregla. Lögreglumönnum sem unnu á vettvangi hefur verið boðin sálfræðiaðstoð. „Rannsóknarlögreglumennirnir eru að vinna sig í gegn um öll gögnin sem við höfum en þetta mál er mjög flókið og rannsóknin erfið,“ bætti McFadden við. „Hún er líka á frumstigi og eins og þið eflaust skiljið er enn mjög langt í land.“ Hann sagði í samtali við The Australian Broadcasting Corporation: „Við teljum á þessu stigi málsins að nokkrir hnífar hafi verið notaðir á meðan á atvikinu stóð.“ „Ég get ekki greint frá því hvers konar hnífar það voru.“ Dóttirin, sem ástralskir miðlar hafa nefnt sem Jessicu Camilleri, 25 ára, hefur komið fyrir dóm og beðið hefur verið um að heilsa hennar verði metin. Hún sagði við dóminn að hún væri andlega veik og ætti við fleiri veikindi að stríða og bætti við: „Ég gat ekki einu sinni þvegið mér almennilega þegar ég fór í sturtu til að ná öllu blóðinu af mér.“
Ástralía Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira