Forstjóri segir einfalt að réttlæta ákvarðanir Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. júlí 2019 07:15 Airbus-þota ALC yfirgefur Keflavíkurflugvöll í gær. Fréttablaðið/Anton Brink Ákveðin kaflaskil hafa orðið með því að vél ALC er farin úr landi að sögn forstjóra Isavia. Staðan til að innheimta skuld WOW hafi versnað. Hægt sé að draga lærdóm af málinu en ekki sé hægt að kalla einstaklinga til sérstakrar ábyrgðar. „Þetta eru ákveðin kaflaskil þegar vélin fer frá Íslandi. Það breytir náttúrulega stöðunni talsvert,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, en Airbus-þota bandaríska félagsins ALC hélt af landi brott í gær. Vélin hafði þá verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í lok mars sem trygging fyrir ógreiddum skuldum WOW við Isavia upp á um tvo milljarða króna. Sveinbjörn segir stöðu Isavia til að innheimta skuldina eiga eftir að skýrast en hún hafi veikst. „Þá stöndum við bara frammi fyrir því að þurfa að afskrifa þessa fjármuni. Það mun ekki hafa einhver afgerandi áhrif á rekstur Isavia til framtíðar. Við stöndum fjárhagslega mjög vel og þolum það vel að afskrifa þessa fjármuni,“ segir Sveinbjörn. Vissulega sé um risastóra upphæð að ræða en það skipti miklu máli að þarna sé ekki um fjármuni að ræða sem Isavia þurfi að reiða fram heldur einfaldlega tekjur sem ekki náist að innheimta. Ekki megi heldur gleyma því að á síðustu níu mánuðunum í lífi WOW sem oft séu kallaðir hinir krítísku mánuðir hafi Isavia haft óflugtengdar tekjur af farþegum WOW. „Við erum búin að reikna það út að það eru líka tveir milljarðar. Það skilar sér inn á bankareikninginn.“ Aðspurður segir Sveinbjörn að hægt sé að draga lærdóma af málinu. „Ég efast um það að við munum nokkurn tímann aftur fara með vanskil upp í þessa tölu. Ég held líka að við munum ekki aftur láta líða svona langan tíma þangað til við grípum inn í.“ Sveinbjörn segir að miðað við þær upplýsingar sem legið hafi fyrir á hverjum tíma myndi hann taka sömu ákvörðun aftur. „Það þarf að setja allt þetta mál í stærra samhengi. Þetta er ofboðslega langur tími sem líður frá því að WOW air byrjar sitt fjármögnunarverkefni þangað til félagið fer endanlega á hliðina.“ Allar ákvarðanir hafi verið teknar með upplýstum hætti og verið viðskiptalegs eðlis. „Við sjáum bara áhrifin hérna þegar WOW air fellur. Það er mjög einfalt fyrir okkur að réttlæta það að þessar ákvarðanir voru viðskiptalega réttar.“ Það hafi verið margir kröfuhafar í kringum WOW sem hafi einhvern veginn verið samstiga um það að verða ekki þúfan sem velti hlassinu. Sveinbjörn tók við starfi forstjóra Isavia fyrir rúmum mánuði. Þá hafði hann gegnt starfinu tímabundið ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra frá því að Björn Óli Hauksson lét af störfum um miðjan apríl. Áður var Sveinbjörn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia. „Ég ætla alls ekkert að skafa utan af því að ég var upp fyrir haus í öllum þessum ákvörðunum frá a til ö. Ég held alls ekki að það sé hægt að kalla einhvern einn eða einhverja hópa til einhverrar sérstakrar ábyrgðar. Ég tel enn þá að við höfum verið réttu megin við strikið.“ Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. 19. júlí 2019 19:00 Trygging Isavia fyrir skuldum WOW air farin Trygging sem Isavia hafði fyrir skuldum WOW air er farin af landi brott eftir að farþegaþota bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem Isavia kyrrsetti fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að málinu sé ekki lokið, það verði áfram rekið fyrir dómstólum. 19. júlí 2019 12:00 Tjón ALC vegna kyrrsetningar á annað hundrað milljónir króna Flugvél ALC sem fór af landi brott í morgun er stefnt til Ljubljana í Slóveníu þar sem leigufélagið er með aðstöðu til að vera með þotur í viðhaldi. 19. júlí 2019 11:00 Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Ákveðin kaflaskil hafa orðið með því að vél ALC er farin úr landi að sögn forstjóra Isavia. Staðan til að innheimta skuld WOW hafi versnað. Hægt sé að draga lærdóm af málinu en ekki sé hægt að kalla einstaklinga til sérstakrar ábyrgðar. „Þetta eru ákveðin kaflaskil þegar vélin fer frá Íslandi. Það breytir náttúrulega stöðunni talsvert,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, en Airbus-þota bandaríska félagsins ALC hélt af landi brott í gær. Vélin hafði þá verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í lok mars sem trygging fyrir ógreiddum skuldum WOW við Isavia upp á um tvo milljarða króna. Sveinbjörn segir stöðu Isavia til að innheimta skuldina eiga eftir að skýrast en hún hafi veikst. „Þá stöndum við bara frammi fyrir því að þurfa að afskrifa þessa fjármuni. Það mun ekki hafa einhver afgerandi áhrif á rekstur Isavia til framtíðar. Við stöndum fjárhagslega mjög vel og þolum það vel að afskrifa þessa fjármuni,“ segir Sveinbjörn. Vissulega sé um risastóra upphæð að ræða en það skipti miklu máli að þarna sé ekki um fjármuni að ræða sem Isavia þurfi að reiða fram heldur einfaldlega tekjur sem ekki náist að innheimta. Ekki megi heldur gleyma því að á síðustu níu mánuðunum í lífi WOW sem oft séu kallaðir hinir krítísku mánuðir hafi Isavia haft óflugtengdar tekjur af farþegum WOW. „Við erum búin að reikna það út að það eru líka tveir milljarðar. Það skilar sér inn á bankareikninginn.“ Aðspurður segir Sveinbjörn að hægt sé að draga lærdóma af málinu. „Ég efast um það að við munum nokkurn tímann aftur fara með vanskil upp í þessa tölu. Ég held líka að við munum ekki aftur láta líða svona langan tíma þangað til við grípum inn í.“ Sveinbjörn segir að miðað við þær upplýsingar sem legið hafi fyrir á hverjum tíma myndi hann taka sömu ákvörðun aftur. „Það þarf að setja allt þetta mál í stærra samhengi. Þetta er ofboðslega langur tími sem líður frá því að WOW air byrjar sitt fjármögnunarverkefni þangað til félagið fer endanlega á hliðina.“ Allar ákvarðanir hafi verið teknar með upplýstum hætti og verið viðskiptalegs eðlis. „Við sjáum bara áhrifin hérna þegar WOW air fellur. Það er mjög einfalt fyrir okkur að réttlæta það að þessar ákvarðanir voru viðskiptalega réttar.“ Það hafi verið margir kröfuhafar í kringum WOW sem hafi einhvern veginn verið samstiga um það að verða ekki þúfan sem velti hlassinu. Sveinbjörn tók við starfi forstjóra Isavia fyrir rúmum mánuði. Þá hafði hann gegnt starfinu tímabundið ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra frá því að Björn Óli Hauksson lét af störfum um miðjan apríl. Áður var Sveinbjörn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia. „Ég ætla alls ekkert að skafa utan af því að ég var upp fyrir haus í öllum þessum ákvörðunum frá a til ö. Ég held alls ekki að það sé hægt að kalla einhvern einn eða einhverja hópa til einhverrar sérstakrar ábyrgðar. Ég tel enn þá að við höfum verið réttu megin við strikið.“
Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. 19. júlí 2019 19:00 Trygging Isavia fyrir skuldum WOW air farin Trygging sem Isavia hafði fyrir skuldum WOW air er farin af landi brott eftir að farþegaþota bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem Isavia kyrrsetti fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að málinu sé ekki lokið, það verði áfram rekið fyrir dómstólum. 19. júlí 2019 12:00 Tjón ALC vegna kyrrsetningar á annað hundrað milljónir króna Flugvél ALC sem fór af landi brott í morgun er stefnt til Ljubljana í Slóveníu þar sem leigufélagið er með aðstöðu til að vera með þotur í viðhaldi. 19. júlí 2019 11:00 Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. 19. júlí 2019 19:00
Trygging Isavia fyrir skuldum WOW air farin Trygging sem Isavia hafði fyrir skuldum WOW air er farin af landi brott eftir að farþegaþota bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem Isavia kyrrsetti fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að málinu sé ekki lokið, það verði áfram rekið fyrir dómstólum. 19. júlí 2019 12:00
Tjón ALC vegna kyrrsetningar á annað hundrað milljónir króna Flugvél ALC sem fór af landi brott í morgun er stefnt til Ljubljana í Slóveníu þar sem leigufélagið er með aðstöðu til að vera með þotur í viðhaldi. 19. júlí 2019 11:00
Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54