Hundruð eldinga í nótt: „Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2019 07:30 Ekki er útilokað að einhverjar eldingar nái niður í Eyjafjörð með morgninum. Myndin er frá þrumuveðri sem gekk yfir England. Vísir/getty Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. Veðurfræðingur segir að svo öflugt þrumuveður verði sjaldan á Íslandi. Ástandið í nótt minni einna helst á þrumuveður í útlöndum. Enn mælast eldingar það sem af er morgni en búist er við að þrumuveðrið gangi niður í dag. Þrumuveðrið byrjaði á Suðaustur- og Austurlandi, þar sem það lét til sín taka í nótt. Þá hafa mælst eldingar suður með landinu í morgun og fyrir norðan Vatnajökul. Ekki er útilokað að einhverjar eldingar nái niður í Eyjafjörð með morgninum, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að Austurland sé nú laust við þrumuveðrið. „Þrumuveðrið var öflugt í nótt en ég held þetta sé að klárast. Það hafa verið að mælast eldingar á Norðvesturlandi en þær eru ekki að mælast á Austurlandi eins og er.“ Hundruð eldinga mældust í nótt og segir Haraldur það vissulega óvenjulegt. „Það gerist sjaldan á Íslandi. Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður.“ Engar tilkynningar um þrumuveðrið hafa borist Veðurstofunni það sem af er morgni. Þá gerir Haraldur ráð fyrir að þrumu- og skúraveðrið gangi yfir í dag en ágætisspá er í kortunum restina af vikunni.Það er von á góðu veðri það sem eftir lifir viku.Vísir/vilhelmÁfram hlýtt og rofar til á morgun Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að í dag verði áfram hlýtt loft yfir landinu. Þá má búast við skúrum við suðurströndina en sólarglennum vestan- og norðantil. Á Austfjörðum er enn þá þokuloft eða súld en heldur léttara yfir inn til landisns. Á morgun verður áfram hlýtt en einnig útlit fyrir að rofi til víðast hvar á landinu. Í dag verður jafnframt vaxandi austanátt, víða 5-15 m/s og eru ferðalangar hvattir til að hafa varann á. „Hvassast verður undir Eyjafjöllum og í Öræfum en ekki ólíklegt að vindur geti einnig náð sér á strik á fjallvegum á Vestfjörðum. Ferðalöngum með aftanívagna og þeim sem eru á húsbílum er bent á að fylgjast vel með veðurathugunum, vindhviður geta náð 25 m/s, sem getur í sumum tilfellum reynst hættulegt farartækjum sem taka á sig mikinn vind,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Austan 5-10 m/s, en 10-15 við suðurströndina. Víða léttskýjað, en dálítil væta syðst um morguninn og og þokubakkar við austurströndina. Hiti 15 til 23 stig, en 10 til 15 austanlands. Á fimmtudag:Austlæg átt 3-8 og bjart veður, en skýjað og dálítil súld á annesjum austanlands. Hiti víða 15 til 20 stig að deginum, en svalara við norðausturströndina. Á föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag (frídagur verslunarmanna):Útlit fyrir áframhaldandi austlæga átt eða hafgolu. Bjart með köflum, hlýtt í veðri og líkur á stöku síðdegisskúrum, en þokuloft við norður- og austurströndina. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinuHæg breytileg átt en austan 5-10 seint í dag. Skýjað með köflum og stöku skúrir léttir til á morgun. Hiti 16 til 21 stig yfir daginn. Veður Tengdar fréttir Vara við þrumuveðri í kvöld og nótt Hlýtt loft hefur gengið yfir landið í dag en líkur eru á kaldara lofti í kvöld sem getur myndað óstöðugleika sem veldur þrumum og eldingum. 29. júlí 2019 14:46 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Sjá meira
Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. Veðurfræðingur segir að svo öflugt þrumuveður verði sjaldan á Íslandi. Ástandið í nótt minni einna helst á þrumuveður í útlöndum. Enn mælast eldingar það sem af er morgni en búist er við að þrumuveðrið gangi niður í dag. Þrumuveðrið byrjaði á Suðaustur- og Austurlandi, þar sem það lét til sín taka í nótt. Þá hafa mælst eldingar suður með landinu í morgun og fyrir norðan Vatnajökul. Ekki er útilokað að einhverjar eldingar nái niður í Eyjafjörð með morgninum, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að Austurland sé nú laust við þrumuveðrið. „Þrumuveðrið var öflugt í nótt en ég held þetta sé að klárast. Það hafa verið að mælast eldingar á Norðvesturlandi en þær eru ekki að mælast á Austurlandi eins og er.“ Hundruð eldinga mældust í nótt og segir Haraldur það vissulega óvenjulegt. „Það gerist sjaldan á Íslandi. Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður.“ Engar tilkynningar um þrumuveðrið hafa borist Veðurstofunni það sem af er morgni. Þá gerir Haraldur ráð fyrir að þrumu- og skúraveðrið gangi yfir í dag en ágætisspá er í kortunum restina af vikunni.Það er von á góðu veðri það sem eftir lifir viku.Vísir/vilhelmÁfram hlýtt og rofar til á morgun Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að í dag verði áfram hlýtt loft yfir landinu. Þá má búast við skúrum við suðurströndina en sólarglennum vestan- og norðantil. Á Austfjörðum er enn þá þokuloft eða súld en heldur léttara yfir inn til landisns. Á morgun verður áfram hlýtt en einnig útlit fyrir að rofi til víðast hvar á landinu. Í dag verður jafnframt vaxandi austanátt, víða 5-15 m/s og eru ferðalangar hvattir til að hafa varann á. „Hvassast verður undir Eyjafjöllum og í Öræfum en ekki ólíklegt að vindur geti einnig náð sér á strik á fjallvegum á Vestfjörðum. Ferðalöngum með aftanívagna og þeim sem eru á húsbílum er bent á að fylgjast vel með veðurathugunum, vindhviður geta náð 25 m/s, sem getur í sumum tilfellum reynst hættulegt farartækjum sem taka á sig mikinn vind,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Austan 5-10 m/s, en 10-15 við suðurströndina. Víða léttskýjað, en dálítil væta syðst um morguninn og og þokubakkar við austurströndina. Hiti 15 til 23 stig, en 10 til 15 austanlands. Á fimmtudag:Austlæg átt 3-8 og bjart veður, en skýjað og dálítil súld á annesjum austanlands. Hiti víða 15 til 20 stig að deginum, en svalara við norðausturströndina. Á föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag (frídagur verslunarmanna):Útlit fyrir áframhaldandi austlæga átt eða hafgolu. Bjart með köflum, hlýtt í veðri og líkur á stöku síðdegisskúrum, en þokuloft við norður- og austurströndina. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinuHæg breytileg átt en austan 5-10 seint í dag. Skýjað með köflum og stöku skúrir léttir til á morgun. Hiti 16 til 21 stig yfir daginn.
Veður Tengdar fréttir Vara við þrumuveðri í kvöld og nótt Hlýtt loft hefur gengið yfir landið í dag en líkur eru á kaldara lofti í kvöld sem getur myndað óstöðugleika sem veldur þrumum og eldingum. 29. júlí 2019 14:46 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Sjá meira
Vara við þrumuveðri í kvöld og nótt Hlýtt loft hefur gengið yfir landið í dag en líkur eru á kaldara lofti í kvöld sem getur myndað óstöðugleika sem veldur þrumum og eldingum. 29. júlí 2019 14:46