Kommúnistaflokkurinn fordæmir mótmælin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. júlí 2019 07:15 Táragasi var beitt á mótmælendur í Hong Kong. Nordicphotos/AFP Stjórnvöld í Kína fordæmdu í gær mótmælin gegn stjórn Carrie Lam í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. Sögðu þau mótmælendur hafa valdið réttarríkinu miklu tjóni og að aðgerðir þeirra væru litnar alvarlegum augum. Yang Guang, upplýsingafulltrúi frá skrifstofu málefna Hong Kong og Macau, sagði að það þyrfti að vera í algjörum forgangi að koma á reglu í borginni á ný. „Við köllum eftir því að almenningur í Hong Kong sé meðvitaður um stöðuna,“ sagði Yang sem fordæmdi jafnframt „glæpsamleg illvirki öfgamanna“ í borginni. Við það bætti Xu Luying, einnig upplýsingafulltrúi, að yfirvöld þyrftu að refsa hverjum þeim sem beitir ofbeldi eða brýtur lög á annan hátt. Mótmælaaldan braust upphaflega út vegna frumvarps stjórnvalda sem myndi heimila framsal til meginlands Kína. Lam var neydd til að draga frumvarpið til baka og þótt hún hafi sagt að það verði ekki lagt fram á ný hafa mótmælin haldið áfram. Mótmælendur vilja meina að lögregla hafi gengið of hart fram gegn þeim og verið í samstarfi við skipulögð glæpasamtök um að lemja mótmælendur með kylfum. Því neitar lögregla. Þess er krafist að handteknir mótmælendur verði leystir úr haldi og ekki ákærðir sem og að Lam segi af sér og boði til nýrra kosninga. Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27 Lögregla beitti táragasi þegar líkamsárásum og afskiptaleysi lögreglu var mótmælt Mótmælendur hafa sakað lögreglu um að bregðast seint og illa við árásunum en hún kom ekki á svæðið fyrr en eftir að árásarmennirnir höfðu forðað sér. 27. júlí 2019 11:50 Tugir þúsunda streyma um götur Hong Kong þrátt fyrir bann lögreglu Þetta er annan daginn í röð sem mótmælendur virða tilmæli lögreglu að vettugi en mótmæli fóru fram í Yuen Long hverfinu í gær. 28. júlí 2019 11:30 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Sjá meira
Stjórnvöld í Kína fordæmdu í gær mótmælin gegn stjórn Carrie Lam í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. Sögðu þau mótmælendur hafa valdið réttarríkinu miklu tjóni og að aðgerðir þeirra væru litnar alvarlegum augum. Yang Guang, upplýsingafulltrúi frá skrifstofu málefna Hong Kong og Macau, sagði að það þyrfti að vera í algjörum forgangi að koma á reglu í borginni á ný. „Við köllum eftir því að almenningur í Hong Kong sé meðvitaður um stöðuna,“ sagði Yang sem fordæmdi jafnframt „glæpsamleg illvirki öfgamanna“ í borginni. Við það bætti Xu Luying, einnig upplýsingafulltrúi, að yfirvöld þyrftu að refsa hverjum þeim sem beitir ofbeldi eða brýtur lög á annan hátt. Mótmælaaldan braust upphaflega út vegna frumvarps stjórnvalda sem myndi heimila framsal til meginlands Kína. Lam var neydd til að draga frumvarpið til baka og þótt hún hafi sagt að það verði ekki lagt fram á ný hafa mótmælin haldið áfram. Mótmælendur vilja meina að lögregla hafi gengið of hart fram gegn þeim og verið í samstarfi við skipulögð glæpasamtök um að lemja mótmælendur með kylfum. Því neitar lögregla. Þess er krafist að handteknir mótmælendur verði leystir úr haldi og ekki ákærðir sem og að Lam segi af sér og boði til nýrra kosninga.
Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27 Lögregla beitti táragasi þegar líkamsárásum og afskiptaleysi lögreglu var mótmælt Mótmælendur hafa sakað lögreglu um að bregðast seint og illa við árásunum en hún kom ekki á svæðið fyrr en eftir að árásarmennirnir höfðu forðað sér. 27. júlí 2019 11:50 Tugir þúsunda streyma um götur Hong Kong þrátt fyrir bann lögreglu Þetta er annan daginn í röð sem mótmælendur virða tilmæli lögreglu að vettugi en mótmæli fóru fram í Yuen Long hverfinu í gær. 28. júlí 2019 11:30 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Sjá meira
Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27
Lögregla beitti táragasi þegar líkamsárásum og afskiptaleysi lögreglu var mótmælt Mótmælendur hafa sakað lögreglu um að bregðast seint og illa við árásunum en hún kom ekki á svæðið fyrr en eftir að árásarmennirnir höfðu forðað sér. 27. júlí 2019 11:50
Tugir þúsunda streyma um götur Hong Kong þrátt fyrir bann lögreglu Þetta er annan daginn í röð sem mótmælendur virða tilmæli lögreglu að vettugi en mótmæli fóru fram í Yuen Long hverfinu í gær. 28. júlí 2019 11:30