Friðarbarátta Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 07:45 Í gegnum söguna hefur maðurinn margsannað sjálfseyðingarhvöt sína. Enginn skyldi því vanmeta hæfni hans til að tortíma sér. Pólitískir leiðtogar heims, sem hafa mikil áhrif, sýna margir hverjir lítinn vilja til að gera heiminn að öruggari stað. Áhugi þeirra á því að bjarga heiminum er í algjöru lágmarki. Kannski ætti þetta sinnuleysi ekki að koma á óvart, svona miðað við gang sögunnar þar sem mikið hefur farið fyrir umfangsmiklum stríðsrekstri með tilheyrandi hörmungum. Ár hvert, þar á meðal hér á landi, minnast friðarsinnar kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki í ágústmánuði árið 1945. Frá árinu 1985 hefur sá fallegi siður tíðkast hér á landi að fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn og minnast þannig fórnarlambanna um leið og minnt er á sjálfsagða kröfu um heim án kjarnorkuvopna. Nú í kvöld verður kertum ekki bara fleytt við Reykjavíkurtjörn heldur einnig á Akureyri, Ísafirði og Patreksfirði. Ekkert bendir til að friðarsinnum verði að ósk sinni um heim án kjarnorkuvopna. Heimurinn hefur alltaf verið hættulegur staður og er það svo sannarlega nú um stundir. Á of mörgum póstum hafa hreiðrað um sig valdasjúkir ófriðarsinnar sem skemmta sér við að hafa í hótunum við önnur ríki og gætu hugsað sér að grípa til kjarnorkuvopna. Í heimildarmynd sem sýnd var fyrir skömmu á RÚV var fjallað um Stanislav Petrov, einn fárra manna sem hægt er að segja að hafi bjargað heiminum. Árið 1983 var hann yfirmaður í stjórnstöð sovéska hersins þegar mælitæki sýndu að eldflaugum væri skotið frá Bandaríkjunum í átt að Sovétríkjunum. Hann hafði ekki mikinn tíma til umhugsunar en niðurstaða hans var að mælitæki væru biluð. Hinni meintu árás var því ekki svarað með kjarnorkuflaugum. Í þessari merku heimildarmynd sagðist Petrov, sem lést fyrir tveimur árum, ekki efast um að kjarnorkuáras ætti eftir að verða með tilheyrandi eyðingu, maðurinn hefði einfaldlega ekkert lært af sögunni. Kjarnorkuváin var nýlega fest á filmu í þáttunum marglofuðu um Chernobyl-kjarnorkuslysið í Sovétríkunum árið 1986. Þar voru afleiðingar slyssins sýndar á miskunnarlausan hátt. Undir hljómaði mögnuð tónlist Hildar Guðnadóttur og jók mjög á þann beyg sem hlýtur að hafa sótt á alla þá sem horfðu á þættina. Mannkyninu gengur vissulega afar erfiðlega að læra af sögunni. Sumir læra þó. Kertafleyting í minningu fórnarlambanna í Hírósíma og Nakasaki er til marks um það. Skilaboðin sem send eru út um allan heim á þessum degi, 9. ágúst, eru: Við viljum heim án kjarnorkuvopna. Lítil von er reyndar til að þessi skilaboð rati til þeirra þjóðarleiðtoga sem helst vilja vera í stöðugum stríðsleikjum. Þeir eru ekki karakterar sem láta sér segjast. Það á hins vegar ekki að draga kjark úr öllum þeim sem þrá að lifa í friðsamlegum heimi. Það er siðferðileg skylda þeirra að leitast við að gera heiminn örlítið betri. Í heimi, sem getur verið grimmur og óréttlátur, skiptir friðarbarátta máli. Þeirri baráttu má aldrei ljúka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í gegnum söguna hefur maðurinn margsannað sjálfseyðingarhvöt sína. Enginn skyldi því vanmeta hæfni hans til að tortíma sér. Pólitískir leiðtogar heims, sem hafa mikil áhrif, sýna margir hverjir lítinn vilja til að gera heiminn að öruggari stað. Áhugi þeirra á því að bjarga heiminum er í algjöru lágmarki. Kannski ætti þetta sinnuleysi ekki að koma á óvart, svona miðað við gang sögunnar þar sem mikið hefur farið fyrir umfangsmiklum stríðsrekstri með tilheyrandi hörmungum. Ár hvert, þar á meðal hér á landi, minnast friðarsinnar kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki í ágústmánuði árið 1945. Frá árinu 1985 hefur sá fallegi siður tíðkast hér á landi að fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn og minnast þannig fórnarlambanna um leið og minnt er á sjálfsagða kröfu um heim án kjarnorkuvopna. Nú í kvöld verður kertum ekki bara fleytt við Reykjavíkurtjörn heldur einnig á Akureyri, Ísafirði og Patreksfirði. Ekkert bendir til að friðarsinnum verði að ósk sinni um heim án kjarnorkuvopna. Heimurinn hefur alltaf verið hættulegur staður og er það svo sannarlega nú um stundir. Á of mörgum póstum hafa hreiðrað um sig valdasjúkir ófriðarsinnar sem skemmta sér við að hafa í hótunum við önnur ríki og gætu hugsað sér að grípa til kjarnorkuvopna. Í heimildarmynd sem sýnd var fyrir skömmu á RÚV var fjallað um Stanislav Petrov, einn fárra manna sem hægt er að segja að hafi bjargað heiminum. Árið 1983 var hann yfirmaður í stjórnstöð sovéska hersins þegar mælitæki sýndu að eldflaugum væri skotið frá Bandaríkjunum í átt að Sovétríkjunum. Hann hafði ekki mikinn tíma til umhugsunar en niðurstaða hans var að mælitæki væru biluð. Hinni meintu árás var því ekki svarað með kjarnorkuflaugum. Í þessari merku heimildarmynd sagðist Petrov, sem lést fyrir tveimur árum, ekki efast um að kjarnorkuáras ætti eftir að verða með tilheyrandi eyðingu, maðurinn hefði einfaldlega ekkert lært af sögunni. Kjarnorkuváin var nýlega fest á filmu í þáttunum marglofuðu um Chernobyl-kjarnorkuslysið í Sovétríkunum árið 1986. Þar voru afleiðingar slyssins sýndar á miskunnarlausan hátt. Undir hljómaði mögnuð tónlist Hildar Guðnadóttur og jók mjög á þann beyg sem hlýtur að hafa sótt á alla þá sem horfðu á þættina. Mannkyninu gengur vissulega afar erfiðlega að læra af sögunni. Sumir læra þó. Kertafleyting í minningu fórnarlambanna í Hírósíma og Nakasaki er til marks um það. Skilaboðin sem send eru út um allan heim á þessum degi, 9. ágúst, eru: Við viljum heim án kjarnorkuvopna. Lítil von er reyndar til að þessi skilaboð rati til þeirra þjóðarleiðtoga sem helst vilja vera í stöðugum stríðsleikjum. Þeir eru ekki karakterar sem láta sér segjast. Það á hins vegar ekki að draga kjark úr öllum þeim sem þrá að lifa í friðsamlegum heimi. Það er siðferðileg skylda þeirra að leitast við að gera heiminn örlítið betri. Í heimi, sem getur verið grimmur og óréttlátur, skiptir friðarbarátta máli. Þeirri baráttu má aldrei ljúka.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar