Á göngu Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 08:30 Nútímamaðurinn kallar yfir sig alls kyns böl með kæruleysislegu líferni sínu. Hann kann sér ekki hóf og hámar í sig mat með þeim afleiðingum að hann tútnar út. Þannig er offita böl víða um heim, ekki síst meðal barna og unglinga. Þennan vanda má ekki alltaf ræða því um leið og ákveðnir einstaklingar heyra orðið offita rísa þeir upp og æpa: Fitusmánun! Það gól breytir samt ekki óþægilegum staðreyndum. Nútímamaðurinn er latur við að hreyfa sig. Það er segin saga að ef hann getur komist hjá því að ganga stekkur hann upp í bíl sinn sem hann ann hugástum. Hann er síðan háður alls kyns tækjum og tólum og fyllist gríðarlegum aðskilnaðarkvíða gleymi hann að taka með sér ástvin sinn, símann. Þar sem nútímamaðurinn sækir alla jafna ekki í frið og ró þá er ekkert einkennilegt að hann skuli þjást af streitu, kvíða og þunglyndi og leggist reglulega undir sæng til að vorkenna sjálfum sér sárlega – og taki síðan töflu til að ná að festa blund. Með reglulegu millibili vara læknar og sérfræðingar við hættunum af öllum þeim lífsstílstengdu sjúkdómum sem herja á nútímamanninn í velferðarsamfélagi. Þeir eru iðnir við að benda á að margt meinið megi laga með aðeins skárra líferni en á þá er ekki nægilega hlustað. Maðurinn hefur nefnilega sérstaklega mikla hæfileika til að gera sér lífið erfitt, án þess að átta sig á því. Leiðir sem hann telur í skammsýni vera þær auðveldustu og þægilegustu teyma hann í þveröfuga átt. Ef hann á nóg að borða þá borðar hann of mikið. Ef hann þarf að komast á milli staða fer hann á bílnum, það hvarflar ekki að honum að ganga því það tekur svo mikinn tíma. Hann eyðir ógrynni af tíma í snjalltækjum og á fjölda vina á Facebook sem hann hittir nær aldrei. Á sumum svokallaðra vina sinna þar kann hann lítil sem engin skil. Hann vill bara hafa sem flesta þarna svo hann geti safnað lækum og sannfærst um eigið ágæti. Skrýtið samt að hann skuli telja allt þetta uppskrift að hamingju. Margt í samtíma okkar er vanmetið. Eitt af því eru göngutúrar. Ef einhver skyldi hafa gleymt því skal rifjað upp að þeir fara þannig fram að einstaklingur gengur um leið og hann virðir fyrir sér umhverfið og horfir jafnvel til himins. Hann finnur hvernig þreyta hverfur og nýjar hugmyndir kvikna. Honum líður alveg ljómandi og víst er að hann þarf enga töflu til að festa svefn um kvöldið. Temji hann sér þennan lífsstíl og gæti um leið hófs í mataræði og helli ekki í sig áfengi eða seilist í dóp þá er ansi ólíklegt að hann muni þjást af fimm krónískum sjúkdómum um og eftir sjötugt, eins og hendir svo marga. Gríski læknirinn Hippókrates, sem kallaður er faðir læknisfræðinnar, mun hafa sagt að ganga væri besta meðalið. Hann lést um 377 fyrir Krist, en nútímalæknar munu varla geta haldið því fram að þarna hafi lærifaðir þeirra verið á villigötum. Einnig þeir mæla með hreyfingu því hún bætir heilsu, kveikir nýjar hugmyndir og lyftir andanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
Nútímamaðurinn kallar yfir sig alls kyns böl með kæruleysislegu líferni sínu. Hann kann sér ekki hóf og hámar í sig mat með þeim afleiðingum að hann tútnar út. Þannig er offita böl víða um heim, ekki síst meðal barna og unglinga. Þennan vanda má ekki alltaf ræða því um leið og ákveðnir einstaklingar heyra orðið offita rísa þeir upp og æpa: Fitusmánun! Það gól breytir samt ekki óþægilegum staðreyndum. Nútímamaðurinn er latur við að hreyfa sig. Það er segin saga að ef hann getur komist hjá því að ganga stekkur hann upp í bíl sinn sem hann ann hugástum. Hann er síðan háður alls kyns tækjum og tólum og fyllist gríðarlegum aðskilnaðarkvíða gleymi hann að taka með sér ástvin sinn, símann. Þar sem nútímamaðurinn sækir alla jafna ekki í frið og ró þá er ekkert einkennilegt að hann skuli þjást af streitu, kvíða og þunglyndi og leggist reglulega undir sæng til að vorkenna sjálfum sér sárlega – og taki síðan töflu til að ná að festa blund. Með reglulegu millibili vara læknar og sérfræðingar við hættunum af öllum þeim lífsstílstengdu sjúkdómum sem herja á nútímamanninn í velferðarsamfélagi. Þeir eru iðnir við að benda á að margt meinið megi laga með aðeins skárra líferni en á þá er ekki nægilega hlustað. Maðurinn hefur nefnilega sérstaklega mikla hæfileika til að gera sér lífið erfitt, án þess að átta sig á því. Leiðir sem hann telur í skammsýni vera þær auðveldustu og þægilegustu teyma hann í þveröfuga átt. Ef hann á nóg að borða þá borðar hann of mikið. Ef hann þarf að komast á milli staða fer hann á bílnum, það hvarflar ekki að honum að ganga því það tekur svo mikinn tíma. Hann eyðir ógrynni af tíma í snjalltækjum og á fjölda vina á Facebook sem hann hittir nær aldrei. Á sumum svokallaðra vina sinna þar kann hann lítil sem engin skil. Hann vill bara hafa sem flesta þarna svo hann geti safnað lækum og sannfærst um eigið ágæti. Skrýtið samt að hann skuli telja allt þetta uppskrift að hamingju. Margt í samtíma okkar er vanmetið. Eitt af því eru göngutúrar. Ef einhver skyldi hafa gleymt því skal rifjað upp að þeir fara þannig fram að einstaklingur gengur um leið og hann virðir fyrir sér umhverfið og horfir jafnvel til himins. Hann finnur hvernig þreyta hverfur og nýjar hugmyndir kvikna. Honum líður alveg ljómandi og víst er að hann þarf enga töflu til að festa svefn um kvöldið. Temji hann sér þennan lífsstíl og gæti um leið hófs í mataræði og helli ekki í sig áfengi eða seilist í dóp þá er ansi ólíklegt að hann muni þjást af fimm krónískum sjúkdómum um og eftir sjötugt, eins og hendir svo marga. Gríski læknirinn Hippókrates, sem kallaður er faðir læknisfræðinnar, mun hafa sagt að ganga væri besta meðalið. Hann lést um 377 fyrir Krist, en nútímalæknar munu varla geta haldið því fram að þarna hafi lærifaðir þeirra verið á villigötum. Einnig þeir mæla með hreyfingu því hún bætir heilsu, kveikir nýjar hugmyndir og lyftir andanum.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun