Þurfa ekki að svara kröfubréfum frá þýsku fyrirtæki Ari Brynjólfsson skrifar 8. ágúst 2019 07:30 Bréf VRE til lítils fyrirtækis hefði kostað mikið fé ef því hefði verið svarað. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bréf hafa verið send á fyrirtæki á Íslandi þar sem þau eru krafin um að gefa upp virðisaukaskattsnúmer í tengslum við persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Ekki eru þekkt dæmi um að fyrirtæki hér á landi hafi svarað bréfum af þessu tagi, en eigandi lítils fyrirtækis í Reykjavík sem Fréttablaðið ræddi við segist hafa talið í fyrstu að þetta væri frá opinberum aðila. Fyrirtækið sem sendi það bréf heitir VRE og er með aðsetur í Hamborg í Þýskalandi. Í smáa letrinu kemur fram að með því að svara bréfinu skuldbindur viðkomandi fyrirtæki sig til að greiða 711 evrur, eða rúmar 97 þúsund krónur, árlega í þrjú ár og þarf að senda skriflega uppsögn með þriggja mánaða fyrirvara. Persónuvernd kannast ekki við málið og segir skráningu af þessu tagi ekki tengjast lögum um persónuvernd. „Upplýsingar um fyrirtæki, einar og sér, heyra þannig almennt ekki undir persónuverndarlöggjöfina,“ segir í svari Persónuverndar við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Eins og fram kemur í bréfinu sjálfu er skráin sem um ræðir ekki tengd Evrópusambandinu. Veffangið sem gefið er upp endar vissulega á .eu, en það getur hver sem er orðið sér úti um það.“ Monika Ziegelmüller, stjórnandi VRE, segir málið mjög einfalt. „Við sendum bréf á valin fyrirtæki sem við höfum upplýsingar um.“ Aðspurð hvað fyrirtæki fái fyrir að greiða þeim 711 evrur segir Ziegelmüller að þau fái skráningu hjá VRE. „Við birtum nafn fyrirtækisins á vefnum okkar, einnig skjáskot af heimasíðunni þeirra. Við erum ekki opinber stofnun, fyrirtæki þurfa ekki að taka þátt, ef þau vilja ekki taka þátt þá geta þau hundsað bréf frá okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Persónuvernd Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Bréf hafa verið send á fyrirtæki á Íslandi þar sem þau eru krafin um að gefa upp virðisaukaskattsnúmer í tengslum við persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Ekki eru þekkt dæmi um að fyrirtæki hér á landi hafi svarað bréfum af þessu tagi, en eigandi lítils fyrirtækis í Reykjavík sem Fréttablaðið ræddi við segist hafa talið í fyrstu að þetta væri frá opinberum aðila. Fyrirtækið sem sendi það bréf heitir VRE og er með aðsetur í Hamborg í Þýskalandi. Í smáa letrinu kemur fram að með því að svara bréfinu skuldbindur viðkomandi fyrirtæki sig til að greiða 711 evrur, eða rúmar 97 þúsund krónur, árlega í þrjú ár og þarf að senda skriflega uppsögn með þriggja mánaða fyrirvara. Persónuvernd kannast ekki við málið og segir skráningu af þessu tagi ekki tengjast lögum um persónuvernd. „Upplýsingar um fyrirtæki, einar og sér, heyra þannig almennt ekki undir persónuverndarlöggjöfina,“ segir í svari Persónuverndar við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Eins og fram kemur í bréfinu sjálfu er skráin sem um ræðir ekki tengd Evrópusambandinu. Veffangið sem gefið er upp endar vissulega á .eu, en það getur hver sem er orðið sér úti um það.“ Monika Ziegelmüller, stjórnandi VRE, segir málið mjög einfalt. „Við sendum bréf á valin fyrirtæki sem við höfum upplýsingar um.“ Aðspurð hvað fyrirtæki fái fyrir að greiða þeim 711 evrur segir Ziegelmüller að þau fái skráningu hjá VRE. „Við birtum nafn fyrirtækisins á vefnum okkar, einnig skjáskot af heimasíðunni þeirra. Við erum ekki opinber stofnun, fyrirtæki þurfa ekki að taka þátt, ef þau vilja ekki taka þátt þá geta þau hundsað bréf frá okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Persónuvernd Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira