Innleiða þarf hringrásarhagkerfið í byggingariðnaðinn Vigdís Bergsdóttir og Dagur Bollason skrifar 8. ágúst 2019 07:00 Hringrásarhagkerfið hefur verið mikið í umræðunni síðastliðin ár sem arftaki línulega hagkerfisins og snýst um að aðlaga það að náttúrulegum ferlum. Í náttúrunni er ekkert sem heitir rusl en sá úrgangur sem fellur til er liður í hringrás – visnað lauf fellur til jarðar og verður að endingu mold.Hringrásarhagkerfið Hringrásarhagkerfið er tegund hagkerfis þar sem vörum og efni er haldið í notkun með endurnýtingu, viðgerðum og endurvinnslu. Þar er litið á úrgangsmyndun sem hönnunargalla þar sem efniviður er í stöðugri hringrás og á sér því ekki lokastöð eins og til dæmis í landfyllingu. Deilihagkerfið fellur síðan undir endurnýtingu þar sem nýting vara er hámörkuð með því að fólk deili þeim á milli sín. Dæmi um deilihagkerfi á Íslandi er til dæmis Tool Library á Granda þar sem verkfæri eru lánuð eins og á bókasafni gegnum sjálfbært viðskiptamódel. Nytjamarkaðir sem selja notaðan varning eru dæmi um endurnýtingu þar sem nýting vara eykst við endursölu og þar með þarf minna af auðlindum fyrir nýja hluti. Byggingariðnaðurinn mikilvægastur Á Íslandi er byggingariðnaðurinn ábyrgur fyrir gríðarlegri notkun auðlinda og myndun úrgangs. Um helmingur auðlindanýtingar jarðar kemur frá byggingariðnaðinum og telur hann um 40% úrgangs í Evrópu. Hins vegar er þetta talsvert flóknara en t.d. í matvælaiðnaðinum því vistferill bygginga er langur, illa rekjanlegur og með mörgum ólíkum hagsmunaaðilum. Ef við ætlum að ná markmiðum okkar í Parísarsamkomulaginu verður byggingariðnaðurinn að aðlaga sig að hringrænu kerfi þar sem byggingarefni er notað aftur og aftur í hringrás. Það er hægt bæði með beinni endurnýtingu eða með endurvinnslu þar sem gæði skerðast ekki. Á World Circular Economy Forum 2019 kom fram að 10-15% af byggingarefni er sóað í Evrópu meðan á framkvæmd stendur, en einnig kom fram að 60% af skrifstofurýmum eru ekki í notkun og helmingi Evrópubúa finnst þeir búa í of stóru húsnæði. Niðurvinnsla Umfang úrgangs er í raun ágæt mæling á það hversu skilvirk notkun samfélagsins á auðlindum og efniviði er. Í dag er hún mjög óskilvirk en árið 2018 bárust Sorpu 263 þúsund tonn af rusli og má gróflega áætla að um 40% af því komi frá byggingariðnaðinum. Enginn hefur formlegt eftirlit með byggingarúrgangi og athugar hvort hann sé flokkaður rétt. Grænni byggð fór í vettvangsferð í Álfsnes í maí síðastliðnum og þar gátum við séð þessa sóun með berum augum. Ónotaðir einingaveggir, rör, timbur, tankar og margt fleira sem hefði auðveldlega geta farið í endurnýtingu eða viðgerð var á leið í landfyllingu. Þessi úrgangur hefur aldrei verið kortlagður almennilega en ljóst er að mest af þeirri „endurvinnslu“ sem á sér stað er í raun niðurvinnsla (e. down-cycling) sem þýðir að efniviðurinn tapar gæðum sínum. Gler er eitt af þessum efnum sem hægt er að endurvinna aftur og aftur án þess að það tapi gæðum sínum. Hins vegar er það ekki gert því það mögulega vantar hvata til þess að koma slíkri starfsemi af stað og hagnaður af því fæst aðeins til langs tíma. Það eru til ýmsar lausnir til þess að varðveita gæði byggingarefna og með því að nýta þær getum við verið minna háð innflutningi á byggingarefni. Ef verktaki rífur niður byggingu þá er enginn ákveðinn farvegur til fyrir endurnotkun á t.d. gluggum og hurðum nema verktakinn finni not fyrir það sjálfur eða þekki til einhvers sem gæti nýtt það. Fyrir litlar framkvæmdir eru til vettvangar á netinu og sölustaður eins og Efnismiðlun Sorpu þar sem hægt er að endurselja. Lausnir? Það þarf að finna lausnir sem virka hérlendis. Í byrjun næsta árs verða komnar leiðbeiningar um meðhöndlun byggingarúrgangs frá Mannvirkjastofnun en þær eru einn liður í allsherjar átaki sem þarf að eiga sér stað. Það sem vantar nú eru stærri geymslusvæði til að geyma endurnýtanlegan efnivið. Íslendingar eru þekktir fyrir skapandi hæfileika sína og líklega vantar ekki hugmyndaflugið fyrir endurnýtingu heldur meiri aðgang að endurnýtanlegu efni. Opinber innkaup gætu einnig hjálpað innleiðingu hringrásarhagkerfisins með því að kaupa til landsins byggingarvörur úr hringrænu og umhverfisvænu framleiðsluferli. Hönnun bygginga þarf einnig að taka allan vistferil bygginga inn í myndina, sérstaklega viðhald og niðurrif. Rannsóknarverkefnið Building as Material Banks vinnur að því og hefur komið fram með ýmsar lausnir og alþjóðasamtökin World Green Building Council nýta einnig tengslanet sitt til þess að hafa áhrif á byggingariðnaðinn. Það er mikilvægt að nýta betur það sem nú þegar hefur verið byggt og forðast óþarfa niðurrif og nýbyggingu. Sem dæmi var gömlum heimavistum Héraðsskólans í Reykholti í Borgarfirði breytt í Edduhótel sem starfa í dag sem Fosshótel. Í Hollandi var gerð tilraun þar sem leikhús var nýtt fyrir kennslustofur háskóla á daginn þegar starfsemin var lítil sem engin. Deilihagkerfið getur verið frábær lausn gegn neyslumenningu því það þurfa ekki allir að eiga hluti eins og verkfæri eða vinnurými. Þegar munir eru leigðir út er hagstæðast að geta leigt sem flestum í sem lengstan tíma sem gerir það að verkum að hagstæðara verður að framleiða vandaða hluti sem endast lengi og viðhalda þeim. Þetta hefur verið gert með byggingaríhluti þar sem ljósaframleiðandi selur ljós sem þjónustu en ekki vöru. Ljóst er að lausnirnar eru margar og núna er tími til þess að koma þessu í framkvæmd í hinu byggða umhverfi því það er til mikils að vinna ef við ætlum að ná markmiðum Parísarsáttmálans og vinna að sjálfbærri auðlindanotkun. Höfundar eru starfsmenn hjá Grænni byggð (Samtökum um vistvæna þróun byggðar) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hringrásarhagkerfið hefur verið mikið í umræðunni síðastliðin ár sem arftaki línulega hagkerfisins og snýst um að aðlaga það að náttúrulegum ferlum. Í náttúrunni er ekkert sem heitir rusl en sá úrgangur sem fellur til er liður í hringrás – visnað lauf fellur til jarðar og verður að endingu mold.Hringrásarhagkerfið Hringrásarhagkerfið er tegund hagkerfis þar sem vörum og efni er haldið í notkun með endurnýtingu, viðgerðum og endurvinnslu. Þar er litið á úrgangsmyndun sem hönnunargalla þar sem efniviður er í stöðugri hringrás og á sér því ekki lokastöð eins og til dæmis í landfyllingu. Deilihagkerfið fellur síðan undir endurnýtingu þar sem nýting vara er hámörkuð með því að fólk deili þeim á milli sín. Dæmi um deilihagkerfi á Íslandi er til dæmis Tool Library á Granda þar sem verkfæri eru lánuð eins og á bókasafni gegnum sjálfbært viðskiptamódel. Nytjamarkaðir sem selja notaðan varning eru dæmi um endurnýtingu þar sem nýting vara eykst við endursölu og þar með þarf minna af auðlindum fyrir nýja hluti. Byggingariðnaðurinn mikilvægastur Á Íslandi er byggingariðnaðurinn ábyrgur fyrir gríðarlegri notkun auðlinda og myndun úrgangs. Um helmingur auðlindanýtingar jarðar kemur frá byggingariðnaðinum og telur hann um 40% úrgangs í Evrópu. Hins vegar er þetta talsvert flóknara en t.d. í matvælaiðnaðinum því vistferill bygginga er langur, illa rekjanlegur og með mörgum ólíkum hagsmunaaðilum. Ef við ætlum að ná markmiðum okkar í Parísarsamkomulaginu verður byggingariðnaðurinn að aðlaga sig að hringrænu kerfi þar sem byggingarefni er notað aftur og aftur í hringrás. Það er hægt bæði með beinni endurnýtingu eða með endurvinnslu þar sem gæði skerðast ekki. Á World Circular Economy Forum 2019 kom fram að 10-15% af byggingarefni er sóað í Evrópu meðan á framkvæmd stendur, en einnig kom fram að 60% af skrifstofurýmum eru ekki í notkun og helmingi Evrópubúa finnst þeir búa í of stóru húsnæði. Niðurvinnsla Umfang úrgangs er í raun ágæt mæling á það hversu skilvirk notkun samfélagsins á auðlindum og efniviði er. Í dag er hún mjög óskilvirk en árið 2018 bárust Sorpu 263 þúsund tonn af rusli og má gróflega áætla að um 40% af því komi frá byggingariðnaðinum. Enginn hefur formlegt eftirlit með byggingarúrgangi og athugar hvort hann sé flokkaður rétt. Grænni byggð fór í vettvangsferð í Álfsnes í maí síðastliðnum og þar gátum við séð þessa sóun með berum augum. Ónotaðir einingaveggir, rör, timbur, tankar og margt fleira sem hefði auðveldlega geta farið í endurnýtingu eða viðgerð var á leið í landfyllingu. Þessi úrgangur hefur aldrei verið kortlagður almennilega en ljóst er að mest af þeirri „endurvinnslu“ sem á sér stað er í raun niðurvinnsla (e. down-cycling) sem þýðir að efniviðurinn tapar gæðum sínum. Gler er eitt af þessum efnum sem hægt er að endurvinna aftur og aftur án þess að það tapi gæðum sínum. Hins vegar er það ekki gert því það mögulega vantar hvata til þess að koma slíkri starfsemi af stað og hagnaður af því fæst aðeins til langs tíma. Það eru til ýmsar lausnir til þess að varðveita gæði byggingarefna og með því að nýta þær getum við verið minna háð innflutningi á byggingarefni. Ef verktaki rífur niður byggingu þá er enginn ákveðinn farvegur til fyrir endurnotkun á t.d. gluggum og hurðum nema verktakinn finni not fyrir það sjálfur eða þekki til einhvers sem gæti nýtt það. Fyrir litlar framkvæmdir eru til vettvangar á netinu og sölustaður eins og Efnismiðlun Sorpu þar sem hægt er að endurselja. Lausnir? Það þarf að finna lausnir sem virka hérlendis. Í byrjun næsta árs verða komnar leiðbeiningar um meðhöndlun byggingarúrgangs frá Mannvirkjastofnun en þær eru einn liður í allsherjar átaki sem þarf að eiga sér stað. Það sem vantar nú eru stærri geymslusvæði til að geyma endurnýtanlegan efnivið. Íslendingar eru þekktir fyrir skapandi hæfileika sína og líklega vantar ekki hugmyndaflugið fyrir endurnýtingu heldur meiri aðgang að endurnýtanlegu efni. Opinber innkaup gætu einnig hjálpað innleiðingu hringrásarhagkerfisins með því að kaupa til landsins byggingarvörur úr hringrænu og umhverfisvænu framleiðsluferli. Hönnun bygginga þarf einnig að taka allan vistferil bygginga inn í myndina, sérstaklega viðhald og niðurrif. Rannsóknarverkefnið Building as Material Banks vinnur að því og hefur komið fram með ýmsar lausnir og alþjóðasamtökin World Green Building Council nýta einnig tengslanet sitt til þess að hafa áhrif á byggingariðnaðinn. Það er mikilvægt að nýta betur það sem nú þegar hefur verið byggt og forðast óþarfa niðurrif og nýbyggingu. Sem dæmi var gömlum heimavistum Héraðsskólans í Reykholti í Borgarfirði breytt í Edduhótel sem starfa í dag sem Fosshótel. Í Hollandi var gerð tilraun þar sem leikhús var nýtt fyrir kennslustofur háskóla á daginn þegar starfsemin var lítil sem engin. Deilihagkerfið getur verið frábær lausn gegn neyslumenningu því það þurfa ekki allir að eiga hluti eins og verkfæri eða vinnurými. Þegar munir eru leigðir út er hagstæðast að geta leigt sem flestum í sem lengstan tíma sem gerir það að verkum að hagstæðara verður að framleiða vandaða hluti sem endast lengi og viðhalda þeim. Þetta hefur verið gert með byggingaríhluti þar sem ljósaframleiðandi selur ljós sem þjónustu en ekki vöru. Ljóst er að lausnirnar eru margar og núna er tími til þess að koma þessu í framkvæmd í hinu byggða umhverfi því það er til mikils að vinna ef við ætlum að ná markmiðum Parísarsáttmálans og vinna að sjálfbærri auðlindanotkun. Höfundar eru starfsmenn hjá Grænni byggð (Samtökum um vistvæna þróun byggðar)
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun