Allt að 86 vindmyllur í pípunum Sigurður Páll Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Fjárfestar fara mikinn á Íslandi um þessar mundir og hver áætlunin á fætur annarri skýtur upp kollinum um vindmyllugarða eða smávirkjanir þar sem beisla á sem mest af þeirri orku sem landið okkar fagra hefur upp á að bjóða. Nú síðast voru það 27 vindmyllur sem setja á upp í landi Sólheima í Laxárdal og eiga lægstu myllurnar að tróna í 150 metra hæð eða rúmlega á við tvöfalda Hallgrímskirkju. Þær vindmyllur bætast þá við þær 59 vindmyllur sem fyrirhugað er að rísi á Garpsdal og Hróðnýjarstöðum. Íslendingar eru óvanir vindmyllum nema þá frá útlöndum enda hefur ekki mikið farið fyrir þeim á Íslandi nema sem hluti af tilraunaverkefnum. Sú staðreynd að nú séu 86 vindmyllur í pípunum kann því að vekja furðu og margur veltir því eflaust fyrir sér hvers vegna þessi mikli áhugi hefur nú vaknað sem aldrei hefur verið fyrr. Þar kemur hinn snjalli fjárfestir við sögu og hvernig hann tengir saman pólitíkina á Íslandi og fjárfestingarmöguleika og fær út mikinn hagnað. Markmiðið með fjárfestingum er að þær séu arðbærar og skili sem mestum hagnaði til fjármagnseigenda. Það eru vissulega margar leiðir til að ná því markmiði, veita örugg lán, kaupa frambærileg fyrirtæki eða fjárfesta í innviðum landa eins og orkuauðlindum. Kosturinn við orkuauðlindirnar er hins vegar að þær eru örugg fjárfesting þar sem erfitt getur reynst fyrir heimilin að búa við orkuskort. Ekki komumst við hjá því að elda eða þvo þvott til lengri tíma og flest okkar myndu fljótt sjá eftir aðgangi að tölvu, interneti, farsíma og jafnvel rafmagnsbíl. Það sem taka verður þó inn í reikninginn er að á Íslandi hefur orkuverð alla tíð verið nokkuð lágt í samanburði við önnur lönd. Það hefur því ekki reynst ábatasamt að fjárfesta í orkuframleiðslu hér á landi þar sem virkjanir og vindmyllur eru dýrar og því hefur það tekið langan tíma að greiða upp þann kostnað áður en fjárfestar fara að sjá hagnað. En nú hefur orðið breyting á og skyndilega vilja fjárfestar meina að nú sé lag að setja háar upphæðir í virkjanir og vindmyllur. Meira að segja norsku sveitarfélögin hafa í hyggju að eyða, að þeirra sögn, verulegum fjármunum til rannsókna á vindaðstæðum á Íslandi. En hvers vegna núna? Þær breytingar sem eru fyrirsjáanlegar og nýtilkomnar hvað orkumálin varðar eru jú þriðji orkupakkinn og því er eðlilegt að velta fyrir sér hvort hann hafi eitthvað með málið að gera. Með þriðja orkupakkanum er auðvelt að sjá fyrir sér að orkuverð muni hækka því leiða má líkur að því að sæstrengur sé á döfinni, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að hinn breski fjárfestir Edmund Truell segist vera tilbúinn með fjármagn til að leggja sæstreng og Landsvirkjun sjálf hefur sýnt mikinn áhuga á sæstreng. Með þriðja orkupakkanum verður áhugaverðara fyrir fjárfesta að leggja sæstreng þar sem orkupakkinn stækkar orkumarkaðinn sem verið er að tengja Ísland við, nánast öll Evrópa, og eftir orkupakkann gildir samevrópsk löggjöf í stað þeirrar íslensku í orkumálum. Þetta tvennt gildir hins vegar ekki fyrir samþykki þriðja orkupakkans og því er eðlilegt að hvorki áhugi á virkjunum eða sæstreng hafi verið jafn mikill fyrr og hann er nú. Það eru nefnilega ýmsar hliðar á orkupakkanum sem vert er að velta upp. Hliðar sem hafa ef til vill ekki verið nógu mikið í umræðunni. Þriðji orkupakkinn hvetur til frekari virkjana og við getum vel búist við að ef orkupakkinn verður samþykktur og fyrirætlanir um sæstreng verða að raunveruleika, aukist áhuginn á því að virkja sprænur og setja upp vindmyllur enn frekar. Viljum við að auðmenn nýti sér landið okkar til að græða á orkunni? Viljum við hærra rafmagnsverð? Heimilin í landinu nota ekki nema um 5% af þeirri orku sem Landsvirkjun framleiðir. Við verðum því að spyrja okkur, fyrir hvern er verið að virkja? Hver vindmylla veldur sjónmengun upp á tugi kílómetra. Þessa umræðu þarf að taka. Við þurfum að bregðast við áður en það er orðið of seint.Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fjárfestar fara mikinn á Íslandi um þessar mundir og hver áætlunin á fætur annarri skýtur upp kollinum um vindmyllugarða eða smávirkjanir þar sem beisla á sem mest af þeirri orku sem landið okkar fagra hefur upp á að bjóða. Nú síðast voru það 27 vindmyllur sem setja á upp í landi Sólheima í Laxárdal og eiga lægstu myllurnar að tróna í 150 metra hæð eða rúmlega á við tvöfalda Hallgrímskirkju. Þær vindmyllur bætast þá við þær 59 vindmyllur sem fyrirhugað er að rísi á Garpsdal og Hróðnýjarstöðum. Íslendingar eru óvanir vindmyllum nema þá frá útlöndum enda hefur ekki mikið farið fyrir þeim á Íslandi nema sem hluti af tilraunaverkefnum. Sú staðreynd að nú séu 86 vindmyllur í pípunum kann því að vekja furðu og margur veltir því eflaust fyrir sér hvers vegna þessi mikli áhugi hefur nú vaknað sem aldrei hefur verið fyrr. Þar kemur hinn snjalli fjárfestir við sögu og hvernig hann tengir saman pólitíkina á Íslandi og fjárfestingarmöguleika og fær út mikinn hagnað. Markmiðið með fjárfestingum er að þær séu arðbærar og skili sem mestum hagnaði til fjármagnseigenda. Það eru vissulega margar leiðir til að ná því markmiði, veita örugg lán, kaupa frambærileg fyrirtæki eða fjárfesta í innviðum landa eins og orkuauðlindum. Kosturinn við orkuauðlindirnar er hins vegar að þær eru örugg fjárfesting þar sem erfitt getur reynst fyrir heimilin að búa við orkuskort. Ekki komumst við hjá því að elda eða þvo þvott til lengri tíma og flest okkar myndu fljótt sjá eftir aðgangi að tölvu, interneti, farsíma og jafnvel rafmagnsbíl. Það sem taka verður þó inn í reikninginn er að á Íslandi hefur orkuverð alla tíð verið nokkuð lágt í samanburði við önnur lönd. Það hefur því ekki reynst ábatasamt að fjárfesta í orkuframleiðslu hér á landi þar sem virkjanir og vindmyllur eru dýrar og því hefur það tekið langan tíma að greiða upp þann kostnað áður en fjárfestar fara að sjá hagnað. En nú hefur orðið breyting á og skyndilega vilja fjárfestar meina að nú sé lag að setja háar upphæðir í virkjanir og vindmyllur. Meira að segja norsku sveitarfélögin hafa í hyggju að eyða, að þeirra sögn, verulegum fjármunum til rannsókna á vindaðstæðum á Íslandi. En hvers vegna núna? Þær breytingar sem eru fyrirsjáanlegar og nýtilkomnar hvað orkumálin varðar eru jú þriðji orkupakkinn og því er eðlilegt að velta fyrir sér hvort hann hafi eitthvað með málið að gera. Með þriðja orkupakkanum er auðvelt að sjá fyrir sér að orkuverð muni hækka því leiða má líkur að því að sæstrengur sé á döfinni, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að hinn breski fjárfestir Edmund Truell segist vera tilbúinn með fjármagn til að leggja sæstreng og Landsvirkjun sjálf hefur sýnt mikinn áhuga á sæstreng. Með þriðja orkupakkanum verður áhugaverðara fyrir fjárfesta að leggja sæstreng þar sem orkupakkinn stækkar orkumarkaðinn sem verið er að tengja Ísland við, nánast öll Evrópa, og eftir orkupakkann gildir samevrópsk löggjöf í stað þeirrar íslensku í orkumálum. Þetta tvennt gildir hins vegar ekki fyrir samþykki þriðja orkupakkans og því er eðlilegt að hvorki áhugi á virkjunum eða sæstreng hafi verið jafn mikill fyrr og hann er nú. Það eru nefnilega ýmsar hliðar á orkupakkanum sem vert er að velta upp. Hliðar sem hafa ef til vill ekki verið nógu mikið í umræðunni. Þriðji orkupakkinn hvetur til frekari virkjana og við getum vel búist við að ef orkupakkinn verður samþykktur og fyrirætlanir um sæstreng verða að raunveruleika, aukist áhuginn á því að virkja sprænur og setja upp vindmyllur enn frekar. Viljum við að auðmenn nýti sér landið okkar til að græða á orkunni? Viljum við hærra rafmagnsverð? Heimilin í landinu nota ekki nema um 5% af þeirri orku sem Landsvirkjun framleiðir. Við verðum því að spyrja okkur, fyrir hvern er verið að virkja? Hver vindmylla veldur sjónmengun upp á tugi kílómetra. Þessa umræðu þarf að taka. Við þurfum að bregðast við áður en það er orðið of seint.Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun