Bjargvætturinn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Ungmenni heimsins lifa mörg hver í ótta við afleiðingar loftslagsbreytinga sem víða hafa skelfileg áhrif. Þau þreytast ekki á að minna hina fullorðnu, sem eiga víst að vera ábyrgðarfullu manneskjurnar á þessari plánetu, á nauðsyn þess að grípa til aðgerða. Víða tala ungmennin fyrir daufum eyrum og fá jafnvel þau skilaboð frá stjórnmálamönnum að halda sig inni í skólastofum og láta af hávaða og hysteríu. Þegar valdafólk sem hefur áhrif og ætti að vera ábyrgðarfullt skeytir ekki um hættu eins og þá sem stafar af loftslagsbreytingum er ekki nema von að unga fólkið sé hrætt. Fyrir áratugum ólst ungt fólk upp við annars konar hættu og í svefni fékk það jafnvel martraðir, svo skelfileg var ógnin. Æskan óttaðist kjarnorkustríð og hafði sannarlega ástæðu til. Það stríð varð ekki, en litlu mátti muna eins og fjallað var um í stórmerkilegri heimildarmynd sem RÚV sýndi á dögunum og heitir: Maðurinn sem bjargaði heiminum. Hetjan í þessari sönnu sögu er Stanislav Petrov, liðsforingi sem var á vakt í stjórnstöð sovéska hersins árið 1983 þegar mælitæki gáfu til kynna að Bandaríkjamenn hefðu skotið kjarnaflaugum í átt að Sovétríkjunum. Samkvæmt reglum átti hann að tilkynna árás sem umsvifalaust yrði svarað með því að senda flugskeyti til Bandaríkjanna. Í heimildarmyndinni kom fram að slík árás á Bandaríkin hefði kostað helming Bandaríkjamanna lífið. Fleiri árásir frá báðum aðilum hefðu fylgt í kjölfarið með þeim afleiðingum að Jörðin hefði orðið að eyðimörk. Petrov taldi líklegast að bilun væri í mælitækjum. Hann var engan veginn viss um að svo væri en ákvað að aðhafast ekkert. Í heimildarmyndinni sem er frá árinu 2014 og mun hafa verið gerð á tíu ára tímabili eltu kvikmyndagerðarmenn Petrov, sem þá var gamall maður og alls ekki fús til að ræða við þá. „Fjárans blaðasnápar, hunskist út úr mínum húsum!“ æpti hann. Maðurinn sem bjargaði heiminum var afundinn, tortrygginn og skaphundur hinn mesti. Honum virtist ekki þykja sérlega vænt um mannkynið. Samt hafði hann bjargað því. Nokkuð sem hann hélt leyndu árum saman. Það var ekki fyrr en áratugum seinna sem þáttur hans varð ljós. Þegar leið á þessa merkilegu mynd opinberaðist að undir hrjúfu yfirborði var góður maður sem hafði upplifað sorgir sem höfðu markað hann. Hann hafði misst eiginkonu sína úr krabbameini og virtist sakna hennar afar sárt og lifði í mikilli ósátt við móður sína, en milli þeirra tókst óvænt og falleg sátt undir lok myndar. „Menn hafa ekkert lært af sögunni,“ sagði Petrov í myndinni. Hann benti á náttúruna og sagði: „Ímyndið ykkur að allt þetta hyrfi á sekúndubroti.“ Í dag, tveimur árum eftir lát Petrovs, vofir vá yfir mannkyni. Vá sem mannkynið hefur sjálft skapað. Loftslagsbreytingar munu ekki valda því að náttúra og líf hverfi á sekúndubroti, en verði ekki brugðist við blasa hamfarir við. Enginn einn maður getur stöðvað þær. Í þessum björgunarleiðangri þarf mannkyn allt að standa saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ungmenni heimsins lifa mörg hver í ótta við afleiðingar loftslagsbreytinga sem víða hafa skelfileg áhrif. Þau þreytast ekki á að minna hina fullorðnu, sem eiga víst að vera ábyrgðarfullu manneskjurnar á þessari plánetu, á nauðsyn þess að grípa til aðgerða. Víða tala ungmennin fyrir daufum eyrum og fá jafnvel þau skilaboð frá stjórnmálamönnum að halda sig inni í skólastofum og láta af hávaða og hysteríu. Þegar valdafólk sem hefur áhrif og ætti að vera ábyrgðarfullt skeytir ekki um hættu eins og þá sem stafar af loftslagsbreytingum er ekki nema von að unga fólkið sé hrætt. Fyrir áratugum ólst ungt fólk upp við annars konar hættu og í svefni fékk það jafnvel martraðir, svo skelfileg var ógnin. Æskan óttaðist kjarnorkustríð og hafði sannarlega ástæðu til. Það stríð varð ekki, en litlu mátti muna eins og fjallað var um í stórmerkilegri heimildarmynd sem RÚV sýndi á dögunum og heitir: Maðurinn sem bjargaði heiminum. Hetjan í þessari sönnu sögu er Stanislav Petrov, liðsforingi sem var á vakt í stjórnstöð sovéska hersins árið 1983 þegar mælitæki gáfu til kynna að Bandaríkjamenn hefðu skotið kjarnaflaugum í átt að Sovétríkjunum. Samkvæmt reglum átti hann að tilkynna árás sem umsvifalaust yrði svarað með því að senda flugskeyti til Bandaríkjanna. Í heimildarmyndinni kom fram að slík árás á Bandaríkin hefði kostað helming Bandaríkjamanna lífið. Fleiri árásir frá báðum aðilum hefðu fylgt í kjölfarið með þeim afleiðingum að Jörðin hefði orðið að eyðimörk. Petrov taldi líklegast að bilun væri í mælitækjum. Hann var engan veginn viss um að svo væri en ákvað að aðhafast ekkert. Í heimildarmyndinni sem er frá árinu 2014 og mun hafa verið gerð á tíu ára tímabili eltu kvikmyndagerðarmenn Petrov, sem þá var gamall maður og alls ekki fús til að ræða við þá. „Fjárans blaðasnápar, hunskist út úr mínum húsum!“ æpti hann. Maðurinn sem bjargaði heiminum var afundinn, tortrygginn og skaphundur hinn mesti. Honum virtist ekki þykja sérlega vænt um mannkynið. Samt hafði hann bjargað því. Nokkuð sem hann hélt leyndu árum saman. Það var ekki fyrr en áratugum seinna sem þáttur hans varð ljós. Þegar leið á þessa merkilegu mynd opinberaðist að undir hrjúfu yfirborði var góður maður sem hafði upplifað sorgir sem höfðu markað hann. Hann hafði misst eiginkonu sína úr krabbameini og virtist sakna hennar afar sárt og lifði í mikilli ósátt við móður sína, en milli þeirra tókst óvænt og falleg sátt undir lok myndar. „Menn hafa ekkert lært af sögunni,“ sagði Petrov í myndinni. Hann benti á náttúruna og sagði: „Ímyndið ykkur að allt þetta hyrfi á sekúndubroti.“ Í dag, tveimur árum eftir lát Petrovs, vofir vá yfir mannkyni. Vá sem mannkynið hefur sjálft skapað. Loftslagsbreytingar munu ekki valda því að náttúra og líf hverfi á sekúndubroti, en verði ekki brugðist við blasa hamfarir við. Enginn einn maður getur stöðvað þær. Í þessum björgunarleiðangri þarf mannkyn allt að standa saman.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun