Júlí hlýjasti mánuður í sögu beinna mælinga á jörðinni Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2019 16:06 Smáfuglar svala sér í hitabylgju í Belgrad í Serbíu. Áfram hefur verið heitt víða í águst eftir metmánuðinn júlí. Vísir/EPA Meðalhiti á jörðinni í júlí var sá hæsti frá því að beinar mælingar hófust fyrir um 140 árum, að mati Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Mánuðurinn einkenndist meðal annars af hitabylgju á meginlandi Evrópu og á norðurslóðum sem stuðlaði að miklum skógar- og kjarreldum. Mælingar NOAA byggjast á athugunum frá þúsundum veðurstöðva um allan heim. Þær sýna að meðalhitinn í júlí var 0,95°C hærri en að meðaltali 20. aldarinnar. Nú hafa síðustu 415 mánuðir í röð verið hlýrri en meðaltalið og níu af tíu hlýjustu júlímánuðunum í mælingarsögunni hafa verið eftir árið 2005. Af þeim eru þeir fimm síðustu þeir hlýjustu í sögunni. Júlí er hlýjasti mánuðurinn á jörðinni að jafnaði. Hitamet voru slegin í Norður-Ameríku, Suður-Asíu, sunnanverðri Afríku, við norðanvert Indlandshaf, Atlantshaf og við vestan- og norðanvert Kyrrahaf. Engin kuldamet voru slegin, hvorki yfir landi né hafi, fyrir júlímánuð. Metbráðnun átti sér stað á Grænlandsjökli þegar leifar evrópsku hitabylgjunnar náðu þangað. Kjarr- og skógareldar hafa geisað í Alaska, Síberíu og Grænlandi. Washington Post segir að hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugs hafi mælst í Markusvinsa í Svíþjóð 26. júlí, 34,8°C. Útbreiðsla hafsíss bæði á norður- og suðurskauti voru lægri en þau hafa áður mælst í júlímánuði. Hitametið á jörðinni í júlí þykir ekki síst athyglisvert fyrir þær sakir að það var ekki knúið af El niño-veðurviðburði í Kyrrahafi eins og fyrri metár. Í El niño-árum leiðir aukinn hiti í hafinu til hlýnunar í lofthjúpnum. Þannig hafði sterkur El nino áhrif á að 2016 varð methlýtt. Veikur El niño sem myndaðist fyrr á þessu ári er sagður hafa horfið tiltölulega fljótt. Hlýindin í júlí má því rekja að nær öllu leyti til hlýnunar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum.Fréttin hefur verið uppfærð. Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Telja loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi og eyða landi Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir frá því hvernig menn hafa breytt landi á jörðinni og loftslagsáhrif þess. 8. ágúst 2019 08:00 Júlí heitastur frá upphafi mælinga Júlímánuður 2019 mældist sá heitasti í sögunni, frá því að mælingar hófust. 5. ágúst 2019 22:30 Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Meðalhiti á jörðinni í júlí var sá hæsti frá því að beinar mælingar hófust fyrir um 140 árum, að mati Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Mánuðurinn einkenndist meðal annars af hitabylgju á meginlandi Evrópu og á norðurslóðum sem stuðlaði að miklum skógar- og kjarreldum. Mælingar NOAA byggjast á athugunum frá þúsundum veðurstöðva um allan heim. Þær sýna að meðalhitinn í júlí var 0,95°C hærri en að meðaltali 20. aldarinnar. Nú hafa síðustu 415 mánuðir í röð verið hlýrri en meðaltalið og níu af tíu hlýjustu júlímánuðunum í mælingarsögunni hafa verið eftir árið 2005. Af þeim eru þeir fimm síðustu þeir hlýjustu í sögunni. Júlí er hlýjasti mánuðurinn á jörðinni að jafnaði. Hitamet voru slegin í Norður-Ameríku, Suður-Asíu, sunnanverðri Afríku, við norðanvert Indlandshaf, Atlantshaf og við vestan- og norðanvert Kyrrahaf. Engin kuldamet voru slegin, hvorki yfir landi né hafi, fyrir júlímánuð. Metbráðnun átti sér stað á Grænlandsjökli þegar leifar evrópsku hitabylgjunnar náðu þangað. Kjarr- og skógareldar hafa geisað í Alaska, Síberíu og Grænlandi. Washington Post segir að hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugs hafi mælst í Markusvinsa í Svíþjóð 26. júlí, 34,8°C. Útbreiðsla hafsíss bæði á norður- og suðurskauti voru lægri en þau hafa áður mælst í júlímánuði. Hitametið á jörðinni í júlí þykir ekki síst athyglisvert fyrir þær sakir að það var ekki knúið af El niño-veðurviðburði í Kyrrahafi eins og fyrri metár. Í El niño-árum leiðir aukinn hiti í hafinu til hlýnunar í lofthjúpnum. Þannig hafði sterkur El nino áhrif á að 2016 varð methlýtt. Veikur El niño sem myndaðist fyrr á þessu ári er sagður hafa horfið tiltölulega fljótt. Hlýindin í júlí má því rekja að nær öllu leyti til hlýnunar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Telja loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi og eyða landi Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir frá því hvernig menn hafa breytt landi á jörðinni og loftslagsáhrif þess. 8. ágúst 2019 08:00 Júlí heitastur frá upphafi mælinga Júlímánuður 2019 mældist sá heitasti í sögunni, frá því að mælingar hófust. 5. ágúst 2019 22:30 Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18
Telja loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi og eyða landi Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir frá því hvernig menn hafa breytt landi á jörðinni og loftslagsáhrif þess. 8. ágúst 2019 08:00
Júlí heitastur frá upphafi mælinga Júlímánuður 2019 mældist sá heitasti í sögunni, frá því að mælingar hófust. 5. ágúst 2019 22:30
Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00
Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06