Kirkja allra Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Margir veittu athygli lítilli frétt sem birtist í fjölmiðlum á dögunum. Hún fjallaði um viðbrögð bandarísks ferðamanns sem var stórlega misboðið þegar hann sá regnbogafána á kórtröppum Hallgrímskirkju. Hann sneri sér að kirkjuverði og lýsti hneykslun sinni á að slíkur fáni væri í kirkju. Hann fékk það svar að ást Guðs væri fyrir allt fólk. Þetta svar dugði ferðamanninum engan veginn og hann ætlaði sér alls ekki að láta kirkjuvörðinn sleppa svo auðveldlega frá málinu. Hann sagði að Kristur myndi aldrei samþykkja svona nokkuð. Kirkjuvörðurinn mótmælti því og sagði Krist einmitt myndu vera þessu samþykkan. Ferðamaðurinn, stórmóðgaður fyrir hönd Frelsarans, strunsaði burt með þeim orðum að þetta væri greinilega ekki kristin kirkja. Þessa sanna saga sýnir að í dag finnst fólk sem notar kristna trú til að einangra fólk vegna kynhneigðar þess. Það stimplar til dæmis samkynhneigð sem synd og óeðli og samkvæmt þeirri hugmyndafræði er ómögulegt að taka þann synduga í sátt nema hann sjái að sér og hreinsi sig með því að afneita kynhneigð sinni. Það er beinlínis gremjulegt þegar fólk sem er þessarar skoðunar tekur upp á því að vitna í Krist máli sínu til stuðnings. Kristur var ekki að láta kynhneigð fólks fara í taugarnar á sér. Þeir einstaklingar sem halda öðru fram skilja ekki boðskap hans. Samt leyfa þeir sér að tala óhikað í hans nafni. Þarna er um að ræða fólk sem telur sig vel lesið í Biblíunni, þykist vera með allar kenningarnar á hreinu en lifir um leið í algjörum misskilningi um boðskap Krists um náungakærleik. Hver sá sem vill meina öðrum að njóta mannréttinda vegna kynhneigðar er að hafna náungakærleik. Þetta veit kirkjuvörðurinn sem svaraði hinum erlenda ferðamanni. Þegar kemur að stuðningi við samkynhneigða hefur þjóðkirkjan ekki hreina samvisku. Hún getur ekki vikið frá sér þeirri staðreynd að í þeim efnum er hún syndug. Tregðan sem lengi var ríkjandi innan kirkjunnar við að gefa samkynhneigða saman í kristilegt hjónaband er skammarblettur sem lengi mun loða við hana. Verið var að flokka samkynhneigða sem annars flokks manneskjur sem hefðu ekki sama rétt og aðrir og nytu ekki Guðs blessunar í sama mæli. Lítið fór fyrir kærleiksboðskap Krists, sem á að vera fyrir alla, ekki einungis þá sem prestarnir telja þóknanlega. Prestar eru ekki á réttri braut ef þeir hengja sig í bókstafstrú sem boðar fordóma og útskúfun í stað kærleiks og umburðarlyndis. Bókstafstrú á aldrei að vera sterkari en kærleiksboðskapurinn sem kirkjan á alltaf að hafa í heiðri. Prestar sem átta sig ekki á þessu eru ekki í réttu starfi. Kirkjuvörðurinn góði gengur veg kærleikans, eins og kirkja hans því Hallgrímskirkja er þátttakandi í Hinsegin dögum. Þar blaktir regnbogafáninn við hún og er á kórtröppunum. Mikilvæg ábending um að kirkjan er fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Trúmál Tengdar fréttir Strunsaði brjálaður út úr Hallgrímskirkju vegna fána Óhætt er að segja að bandarískur ferðamaður sem kíkti í Hallgrímskirkju í dag sé ekki aðdáandi regnbogafánans. 12. ágúst 2019 00:01 Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Margir veittu athygli lítilli frétt sem birtist í fjölmiðlum á dögunum. Hún fjallaði um viðbrögð bandarísks ferðamanns sem var stórlega misboðið þegar hann sá regnbogafána á kórtröppum Hallgrímskirkju. Hann sneri sér að kirkjuverði og lýsti hneykslun sinni á að slíkur fáni væri í kirkju. Hann fékk það svar að ást Guðs væri fyrir allt fólk. Þetta svar dugði ferðamanninum engan veginn og hann ætlaði sér alls ekki að láta kirkjuvörðinn sleppa svo auðveldlega frá málinu. Hann sagði að Kristur myndi aldrei samþykkja svona nokkuð. Kirkjuvörðurinn mótmælti því og sagði Krist einmitt myndu vera þessu samþykkan. Ferðamaðurinn, stórmóðgaður fyrir hönd Frelsarans, strunsaði burt með þeim orðum að þetta væri greinilega ekki kristin kirkja. Þessa sanna saga sýnir að í dag finnst fólk sem notar kristna trú til að einangra fólk vegna kynhneigðar þess. Það stimplar til dæmis samkynhneigð sem synd og óeðli og samkvæmt þeirri hugmyndafræði er ómögulegt að taka þann synduga í sátt nema hann sjái að sér og hreinsi sig með því að afneita kynhneigð sinni. Það er beinlínis gremjulegt þegar fólk sem er þessarar skoðunar tekur upp á því að vitna í Krist máli sínu til stuðnings. Kristur var ekki að láta kynhneigð fólks fara í taugarnar á sér. Þeir einstaklingar sem halda öðru fram skilja ekki boðskap hans. Samt leyfa þeir sér að tala óhikað í hans nafni. Þarna er um að ræða fólk sem telur sig vel lesið í Biblíunni, þykist vera með allar kenningarnar á hreinu en lifir um leið í algjörum misskilningi um boðskap Krists um náungakærleik. Hver sá sem vill meina öðrum að njóta mannréttinda vegna kynhneigðar er að hafna náungakærleik. Þetta veit kirkjuvörðurinn sem svaraði hinum erlenda ferðamanni. Þegar kemur að stuðningi við samkynhneigða hefur þjóðkirkjan ekki hreina samvisku. Hún getur ekki vikið frá sér þeirri staðreynd að í þeim efnum er hún syndug. Tregðan sem lengi var ríkjandi innan kirkjunnar við að gefa samkynhneigða saman í kristilegt hjónaband er skammarblettur sem lengi mun loða við hana. Verið var að flokka samkynhneigða sem annars flokks manneskjur sem hefðu ekki sama rétt og aðrir og nytu ekki Guðs blessunar í sama mæli. Lítið fór fyrir kærleiksboðskap Krists, sem á að vera fyrir alla, ekki einungis þá sem prestarnir telja þóknanlega. Prestar eru ekki á réttri braut ef þeir hengja sig í bókstafstrú sem boðar fordóma og útskúfun í stað kærleiks og umburðarlyndis. Bókstafstrú á aldrei að vera sterkari en kærleiksboðskapurinn sem kirkjan á alltaf að hafa í heiðri. Prestar sem átta sig ekki á þessu eru ekki í réttu starfi. Kirkjuvörðurinn góði gengur veg kærleikans, eins og kirkja hans því Hallgrímskirkja er þátttakandi í Hinsegin dögum. Þar blaktir regnbogafáninn við hún og er á kórtröppunum. Mikilvæg ábending um að kirkjan er fyrir alla.
Strunsaði brjálaður út úr Hallgrímskirkju vegna fána Óhætt er að segja að bandarískur ferðamaður sem kíkti í Hallgrímskirkju í dag sé ekki aðdáandi regnbogafánans. 12. ágúst 2019 00:01
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun