Kirkja allra Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Margir veittu athygli lítilli frétt sem birtist í fjölmiðlum á dögunum. Hún fjallaði um viðbrögð bandarísks ferðamanns sem var stórlega misboðið þegar hann sá regnbogafána á kórtröppum Hallgrímskirkju. Hann sneri sér að kirkjuverði og lýsti hneykslun sinni á að slíkur fáni væri í kirkju. Hann fékk það svar að ást Guðs væri fyrir allt fólk. Þetta svar dugði ferðamanninum engan veginn og hann ætlaði sér alls ekki að láta kirkjuvörðinn sleppa svo auðveldlega frá málinu. Hann sagði að Kristur myndi aldrei samþykkja svona nokkuð. Kirkjuvörðurinn mótmælti því og sagði Krist einmitt myndu vera þessu samþykkan. Ferðamaðurinn, stórmóðgaður fyrir hönd Frelsarans, strunsaði burt með þeim orðum að þetta væri greinilega ekki kristin kirkja. Þessa sanna saga sýnir að í dag finnst fólk sem notar kristna trú til að einangra fólk vegna kynhneigðar þess. Það stimplar til dæmis samkynhneigð sem synd og óeðli og samkvæmt þeirri hugmyndafræði er ómögulegt að taka þann synduga í sátt nema hann sjái að sér og hreinsi sig með því að afneita kynhneigð sinni. Það er beinlínis gremjulegt þegar fólk sem er þessarar skoðunar tekur upp á því að vitna í Krist máli sínu til stuðnings. Kristur var ekki að láta kynhneigð fólks fara í taugarnar á sér. Þeir einstaklingar sem halda öðru fram skilja ekki boðskap hans. Samt leyfa þeir sér að tala óhikað í hans nafni. Þarna er um að ræða fólk sem telur sig vel lesið í Biblíunni, þykist vera með allar kenningarnar á hreinu en lifir um leið í algjörum misskilningi um boðskap Krists um náungakærleik. Hver sá sem vill meina öðrum að njóta mannréttinda vegna kynhneigðar er að hafna náungakærleik. Þetta veit kirkjuvörðurinn sem svaraði hinum erlenda ferðamanni. Þegar kemur að stuðningi við samkynhneigða hefur þjóðkirkjan ekki hreina samvisku. Hún getur ekki vikið frá sér þeirri staðreynd að í þeim efnum er hún syndug. Tregðan sem lengi var ríkjandi innan kirkjunnar við að gefa samkynhneigða saman í kristilegt hjónaband er skammarblettur sem lengi mun loða við hana. Verið var að flokka samkynhneigða sem annars flokks manneskjur sem hefðu ekki sama rétt og aðrir og nytu ekki Guðs blessunar í sama mæli. Lítið fór fyrir kærleiksboðskap Krists, sem á að vera fyrir alla, ekki einungis þá sem prestarnir telja þóknanlega. Prestar eru ekki á réttri braut ef þeir hengja sig í bókstafstrú sem boðar fordóma og útskúfun í stað kærleiks og umburðarlyndis. Bókstafstrú á aldrei að vera sterkari en kærleiksboðskapurinn sem kirkjan á alltaf að hafa í heiðri. Prestar sem átta sig ekki á þessu eru ekki í réttu starfi. Kirkjuvörðurinn góði gengur veg kærleikans, eins og kirkja hans því Hallgrímskirkja er þátttakandi í Hinsegin dögum. Þar blaktir regnbogafáninn við hún og er á kórtröppunum. Mikilvæg ábending um að kirkjan er fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Trúmál Tengdar fréttir Strunsaði brjálaður út úr Hallgrímskirkju vegna fána Óhætt er að segja að bandarískur ferðamaður sem kíkti í Hallgrímskirkju í dag sé ekki aðdáandi regnbogafánans. 12. ágúst 2019 00:01 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Margir veittu athygli lítilli frétt sem birtist í fjölmiðlum á dögunum. Hún fjallaði um viðbrögð bandarísks ferðamanns sem var stórlega misboðið þegar hann sá regnbogafána á kórtröppum Hallgrímskirkju. Hann sneri sér að kirkjuverði og lýsti hneykslun sinni á að slíkur fáni væri í kirkju. Hann fékk það svar að ást Guðs væri fyrir allt fólk. Þetta svar dugði ferðamanninum engan veginn og hann ætlaði sér alls ekki að láta kirkjuvörðinn sleppa svo auðveldlega frá málinu. Hann sagði að Kristur myndi aldrei samþykkja svona nokkuð. Kirkjuvörðurinn mótmælti því og sagði Krist einmitt myndu vera þessu samþykkan. Ferðamaðurinn, stórmóðgaður fyrir hönd Frelsarans, strunsaði burt með þeim orðum að þetta væri greinilega ekki kristin kirkja. Þessa sanna saga sýnir að í dag finnst fólk sem notar kristna trú til að einangra fólk vegna kynhneigðar þess. Það stimplar til dæmis samkynhneigð sem synd og óeðli og samkvæmt þeirri hugmyndafræði er ómögulegt að taka þann synduga í sátt nema hann sjái að sér og hreinsi sig með því að afneita kynhneigð sinni. Það er beinlínis gremjulegt þegar fólk sem er þessarar skoðunar tekur upp á því að vitna í Krist máli sínu til stuðnings. Kristur var ekki að láta kynhneigð fólks fara í taugarnar á sér. Þeir einstaklingar sem halda öðru fram skilja ekki boðskap hans. Samt leyfa þeir sér að tala óhikað í hans nafni. Þarna er um að ræða fólk sem telur sig vel lesið í Biblíunni, þykist vera með allar kenningarnar á hreinu en lifir um leið í algjörum misskilningi um boðskap Krists um náungakærleik. Hver sá sem vill meina öðrum að njóta mannréttinda vegna kynhneigðar er að hafna náungakærleik. Þetta veit kirkjuvörðurinn sem svaraði hinum erlenda ferðamanni. Þegar kemur að stuðningi við samkynhneigða hefur þjóðkirkjan ekki hreina samvisku. Hún getur ekki vikið frá sér þeirri staðreynd að í þeim efnum er hún syndug. Tregðan sem lengi var ríkjandi innan kirkjunnar við að gefa samkynhneigða saman í kristilegt hjónaband er skammarblettur sem lengi mun loða við hana. Verið var að flokka samkynhneigða sem annars flokks manneskjur sem hefðu ekki sama rétt og aðrir og nytu ekki Guðs blessunar í sama mæli. Lítið fór fyrir kærleiksboðskap Krists, sem á að vera fyrir alla, ekki einungis þá sem prestarnir telja þóknanlega. Prestar eru ekki á réttri braut ef þeir hengja sig í bókstafstrú sem boðar fordóma og útskúfun í stað kærleiks og umburðarlyndis. Bókstafstrú á aldrei að vera sterkari en kærleiksboðskapurinn sem kirkjan á alltaf að hafa í heiðri. Prestar sem átta sig ekki á þessu eru ekki í réttu starfi. Kirkjuvörðurinn góði gengur veg kærleikans, eins og kirkja hans því Hallgrímskirkja er þátttakandi í Hinsegin dögum. Þar blaktir regnbogafáninn við hún og er á kórtröppunum. Mikilvæg ábending um að kirkjan er fyrir alla.
Strunsaði brjálaður út úr Hallgrímskirkju vegna fána Óhætt er að segja að bandarískur ferðamaður sem kíkti í Hallgrímskirkju í dag sé ekki aðdáandi regnbogafánans. 12. ágúst 2019 00:01
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun